Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Fréttir 0V Ungtfólká ofsahraða Píramídafyrirtækiö Aquanetworld er meö Qölda fólks á skrá. Þetta fólk hefur greitt í fyrirtækið misjafnlega mikið af peningum til að fá hagnað af sölu afsláttarkorta sem eiga að gilda i verslunum viða á íslandi. Lesley Ágústsson sem vann fyrir fyrir- tækið og notaði sparifé sitt í það segir að forsvarsmaður Aquanetworld, Mark Wells, sé að hafa af fólki peninga á fölskum forsendum og margir hafi farið flatt á viðskipt- um sinum við hann. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann sem ók á tæplega 140 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 60. Ökumaðurinn, sem er tví- tugur, var að aka Sæbraut við Höfðatún þegar lögregl- an stöðvaði hann í fyrri- nótt. ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Á sama tíma var tvítug stúlka stöðvuð á Vesturlandsvegi íÁrtúns- brekku þar sem hún ók á tæplega 130 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 80. Segir lögreglan að alltof algengt sé að ungt fólk aki langt yfir leyfilegum mörk- um í þéttbýli. Brotistinní apótek Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um það að brotist hefði verið inn í apótek í Skipholti. Inn- brotsþjófurinn stal skipti- mynt úr kassa verslunar- innar en virðist ekki hafa haft áhuga á lyfjum. Atvikið átti sér stað í fyrrinótt og hefur iögreglan engar vís- bendingar um hver hafi verið þar að verki. W Hættulegur ökumaður Lögreglan á Selfossi stöðvaði í fyrrakvöld tvítug- an ökumann sem ók um Selfoss á 123 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 50. ökumaðurinn ók um Lang- holt en þar í nágrenninu er hesthúsahverfi, gangbrautir og verslanir. Segir lögreglan að þetta aksturslag manns- ins hafi verið mjög vítavert þar sem hann ók á mjög miklum hraða í þéttbýli og því stórhættulegur um- hverfi sínu. „Mér liggur á aö komast i burtu," segir Asdís Rán Gunn- arsdóttir, eigandi model.is. „Ég erað fara tilSkotlands á morgun, ég er búin að gera allt vitlaust hérna heima í smá stund þannig aðnúer ekkert eftir annað en að láta sig hverfa I nokkra daga." Hvað liggur á? Gróbafyrirtækið Aquanetworld setur lolk beint a hausinn Lesley Ágústsson hefur kært Mark Wells og fyrirtæki hans Aqua- networld fyrir að hafa af sér fé á fölskum forsendum. Aqua- networld lofaði að koma á tölvukerfi fyrir afsláttarkortin sem Lesley var að selja en tölvukerfið er ekki komið í gagnið enn og fékk hún því aldrei neinn ágóða af sölunni eins og henni hafði verið lofað. Hún fðr fram á endurgreiðslu á því fé sem hún lagði í fyrirtækið en hefur ekki fengið eina krónu til baka. „Hann er búinn að kæra mig núna fyrir meiðyrði í garð fyrirtækis- ins því hann vill ekki að komist upp um hann og svikamylluna sem Aquanetworld er," segir Lesley Ágústsson förðunarfræðingur sem bíður enn eftir því að fá eitthvað af þeim peningum sem hún lagði í Aquanetworld. „Það eru margir búnir að fara á hausinn vegna við- skipta við Mark Wells og fyrirtækið hans, ekki bara á íslandi heldur á Kýpur og í Bretlandi," segir Lesley. Hótar og kallar mig geðveika „Mark Wells er búinn að kalla mig öllum illum nöfnum eftir að ég fór að vekja athygli á því hvernig hann svíkur fé af fólki eins og hann sveik mig. Ég var kölluð geðveik, geðsjúk og vond manneskja," segir Lesley. Hún segir að hún hafi fengið sent bréf frá Aquanetworld þar sem henni var hótað öllu illu ef hún hætti ekki að tala um fyrirtækið. Lesley segir að Mark Wells beiti öllum brögðum til að gera lítið úr henni og málstað hennar. „Ég var stödd á Hótel Nordica af tilviljun á kaffiteríunni þegar fyrir- tækið var þar með kynningu og Mark lét kalla á lögregluna og laug því upp á mig að ég væri að trufla fyrir- lesturinn," seg- ir Lesley. „Hann er búinn að kæra mig núna fyrir meiðyrði í garð fyrir- tækisins því hann vill ekki að komist upp um hann og svika- mylluna sem Aqua- networider." Fleiri vilja fá endurgreitt Blaðamaður DV talaði við þrjár konur sem segjast telja sig sviknar af Mark Wells og Aquanetworld. Þær vildu ekki segja til nafns og báru því við að þær skömmuðust sín fyrir að hafa látið blekkjast. Konurnar segjast hafa keypt sig inn í fyrirtækið fyrir 11.500 krónur. Þeim hafi verið sagt að þegar tölvukerfið kæmist á fengju þær ágóðann af sölu sinni á afslátt- arkortum. Ekkert hafi staðist og ekki hafi reynst unnt að fá peninginn endur- greiddan. Sögðust konurnar vera hugsa um að Mark Wells forsvarsmaður Aquanetworld Engin leið að ná i hann því hvorki hann né fyrirtækið hans eru með skráðan slma. að fara til lögreglunnar og kæra Aqu- anetworld fyrir svik. Verður að stoppa hann „Það verður að stoppa hann áður en hann svíkur fleiri," segir Lesley Ágústsson. „Guðjón Magnússon sem rannsakar svona mál hjá lögregl- unni segir að þeir sem telji sig hafa verið svikna af Aqu- anetworld eigi að kæra en það eru bara svo margir sem vilja ekki kæra því þeir skammast sín fyrir að láta plata sig og hafa af sér pen- ingana sína," Lesley. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn Segirað lög- reglunni hafí borist tvær kxrur á hendur Aquanetworld. Auðveldur gróði alltaf grunsamlegur í grein síðasta heftis Mannlífs er fjallað um Aquanetworld og þá sem telja sig hafa verið hlunnfama í við- skiptum við fyrirtækið. Þar kemur fram að fjöldi slíkra fyrirtækja er alltaf að koma fram í Bandaríkjun- um og fjármálaeftirlitið þar varar fólk sérstaklega við svona píramída- fýrirtækjum sem lofa skjótum gróða án mikillar fyrirhafnar. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að tvær ákæmr hafi borist til lögreglunnar vegna Aqu- anetworld og séu þau mál í rann- sókn. Hörður segist ekki kannast við að önnur fyrirtæki af þessum toga hafi fengið á sig kæmr vegna svika. Ekki náðist í Mark Wells vegna þessarar fréttar þar sem hvorki hann né fyrirtækið em með skráð síma- númer. jakobina@dv.is Maöur með lifrarbólgu dæmdur fyrir að bíta lögreglumann í handarbakið Ég beit ekki lögreglumanninn Daníel Sævar Pétursson var dæmdur í gær fyrir að bíta lögreglu- mann í höndina. Samkvæmt dómsorði er Daníel smitaður af lifrarbólgu C. Hann er einnig sagður hafa logið því að lög- reglumanninum eftir bitið að hann væri HlV-smitaður. Lögreglumaður- inn þurfti að bíða eftir niðurstöðu blóðpmfu í tíu mánuði til að komasrt að því hvort hann væri smitaður af hættulegum sjúkdómi. Svo reyndist ekki vera. „Ég beit hann ekki," segir Dam'el í viðtali við DV. Lögreglumaðurinn var bitinn þeg- ar hann var að færa Daníel fyrir aðal- varðstjóra. Daníel segir að hann hafi verið drukkinn þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Að sögn Daníels vom þeir að lemja á honum þegar hann átti að hafa bitið þumalputtann. Dam'el er dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Honum er einnig gert að greiða lögreglumannin- um 200 þúsund krónur í skaðabætur. valur@dv.is lögreglumanninn. Daníel segir sjálfur að förin sem lögreglumaðurinn hiaut hafi hlotist í átökunum og neitar alfarið að hafa bitið mann- inn. „Ég ætía að áfrýja dómn- um til Hæstaréttar," segir Daníel sem telur sig ekki hafa fengið réttíáta málsmeðferð. Hann segir að mikið hafi vantað upp á við fmmrann- sókn málsins og telur að dómarinn hafi verið of hlutdrægur til þess að dæma hann. Daníel segist hættur allri fíkniefna- neyslu í dag. Honum þyki sárt að fá dóm svona seint þegar hann sé að reyna koma sér aftur á beinu brautina. Læknir á Sauðárkróki staðfestí í Héraðsdómi Norðurlands vestra að lögreglumaðurinn hefði verið bitinn. Lögreglan segir að meðan verið var að færa Daníel fyrir varðstjórann hafi hann reynt margsinnis að skalla lög- reglumanninn sem var bitinn. Daníel tókst að lokum, að sögn lögreglu, að bíta lögreglumanninn ofan við Lögreglan Mað- urvarbitinn ífing- ur við skyldustörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.