Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 43
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 43 Ff- 101 Reykjavík með kisuna okkar, hana Túttu. Mér líður ekki þægilega annars staðar en í 101. Ég þrífst bara þar sem er menning og listir, skrýtið og ekki skrýtið fólk, öll litaflóra lífsins. Þar sem öllu ægir saman, þar líður mér vel. Ég vil geta gengið um falleg hverfi og gengið á kaffihús." Segðu mérmeira frá Túttu: „I raunveruleikanum heitir hún Crystal Eyfjörð á fæðingarvottorð- inu, en Magga fannst það alltof hommalegt nafn á litla kisu!“ segir hann og skellihlær. „Á tímabili köll- uðum við allt sem okkur fannst smart „Tútta" - svo hún fékk það nafn! Maggi er kisuvinurinn, ég fíla hunda betur. Ástæðan fyrir því að ég keypti Túttu er sú að mig langaði að gefa Magga óvenjulega gjöf á eins árs trúlofimarafmælinu okkar. Ég hugsaði mig lengi um hvað ég gæti gefið honum sem mig langaði ekki í sjálfan. Ég gat ekki gefið honum föt, því þau gætum við báðir notað. Hvað gat ég gefið honum sem mig langaði eng- an veginn í; gjöf sem yrði bara fyrir hann? Þá kom kettlingurinn! Þessi gjöf varð nefnilega að vera gefin af algjörri óeigingirni." í haust hélstu málverkasýningu hér á Thorvaldsen bar. Hvað kom til? „Ég framkvæmi bara allt sem mér dettur í hug, hvort sem það er að mála, teikna, greiða, sauma, hanna föt eða eitthvað annað. Það er engin ein tækni sem ég nota, þetta eru abstrakt myndir. Ég gæti aldrei haft mynd af fjalli og bát upp á vegg á heimilinu hjá mér, þótt mér finnist þær í lagi á sumum heimilum." Tvisvar varstu kjörinn drag- drottning íslands í búningum sem þú saumaðir sjálfur og bjóst til hár- kollur og allt fylgiskraut. Er drag- drottningartíminn liðinn hjá þér í Ijósi þess hvað þú orðinn herralegur og kominn í sambúð? „Nei, ekkert endilega. Ég velti ekki mikið fyrir mér framtíð og for- tíð, lifi í núinu og tek ákvarðanir þegar þarf að taka þær. Dragkeppni er ekkert annað en listgrein eins og þeir vita sem fylgst hafa með. Þar þarf að fara saman söngur, dans og hreyfingar - og allt þarf að vera vel æft. En þetta með að sauma og mála stafar af því að ég var alltaf listhneigður og fékk að gera það sem ég vildi. Ég fékk að mála, smíða, prjóna, sauma, allt sem mér datt í hug var ég hvattur til að gera. Það skiptir máli að ekki sé dregið úr áhuga barna." Tvær stjörnur skína skært Skjöldur hefur mikið að gera við hárgreiðslu og förðun; meðal ann- ars í Hafinu bláa sem nú er sýnt í Austurbæ. En nú styttist í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, Eurovision, þar sem þú verður aðalmaðurinn bak við tjöldin og myndbandið með Silvíu Nótt var frumsýntígærkvöldi: „Já, ég sé um hárgreiðslu Silvíu Nóttar og hárgreiðslu og förðun allra bakraddasöngvaranna líka. Við Silvía munum í sameiningu sjá um förðun- ina á henni sjálfri í keppn- inni en svo sé ég líka um Romario, Peppe, Pétur Jesús, Siggu Beinteins... já, bara allt þetta fólk sem kemur á sviðið. Þau hjá Rifka-uihboð- inu styrkja mig svo ég „Ég virkilega lagði mig fram um að vera dreifbýlisstrák- ur. Ég reyndi að vinna í fiski, moka skurði og vinna unglingavinnu en það var ekki ég." geti sparslað í liðið! Ég hlaldca mik- ið til að sjá Aþenu. Hugsaðu þér, ég sem elska hita, hef aldrei komið í heitt land.“ Hvernig er Silvía Nótt? „Hún er yndisleg. Reyndar get- ur stundum verið erfitt að vinna með henni, því hún kallar mig stundum út á nóttunni eða bara þegar henni sjálfri hentar, en hún borgar óheyrilega vel þannig að ég er ekkert að kvarta...!“ En hvernig gengur tveimur stjörnum að vinna saman? Eruð þið ekkert að passa upp ááð önn- ur skyggi ekki á hina? „Nei, þar sem tvær stjörnur eru saman kemur blossi, þá verður skinið aldrei skærara!" segir hann brosandi. „Okkur gengur mjög vel að vinna saman og það er ótrúlegt að fá að taka þátt í þessu ævin- týri." Þegar ég spyr hann hvort ein- hver setning hafí mótað hann, eitthvað sem hann hugsar stöðugt um, svarar hann að bragði: „Já. Þegar ég var sex ára sagði ég mömmu að þegar ég yrði stór ætl- aði ég að verða frægur og ríkur. Mamma sagði mér að svona ætti ekld að hugsa. Maður ætti fyrst og fremst að vera hamingjusamur. Þetta samtal okkar mömmu kemur upp í hugann við og við. Ég held að ég sé bráðum að ná þessu mark- miði, að verða frægur, ríkur og hamingjusamur! Ég set mér alltaf markmið, velti fýrir mér möguleik- unum á að ná þeim, fer svo af stað og vinn mig að endapunktinum. Án markmiða verður ekkert úr neinu. Þá fjúkum við bara um eins og laufblað í vindi og vitum ekki hvaða stefnu við eigum að taka. Slíkt boðar aldrei gott. Ég skrifa mín markmið i bók og vinn reglu- lega með þau. Aðeins á þann hátt mun mér takast ætlunarverk mitt." Og vitið til. Strákurinn sem kvaddi Ólafsvík og reis upp sem fagurt lótusbióm hefur ekki sagt sittsíðasta orð. Skjöldur Eyfjörð er svo fjölhæfur að útilokað er að ætla sér að geta hverju hann tekur upp á næst. Hann er hins vegar það ákveðinn í markmiðaskránni sinni að hárgreiðslunni mun hann ljúka á tiisettum tíma, en þá gætu líka verið komin ný markmið til að stefna að. Hann hefur þegar náð þeim markmiðum sem hann setti sér sex ára: að verða frægur og hamingjusamur, og ríkidæmi hans er fólgið í ástinni sem hann ber til Magga síns og æðruleysinu sem búddisminn gefur honum. annakristine@dv.is PBr4MÍ mm Skjöldur Eyfjörð Ákvað oð láta drauminn rætast og fór í hárgreiðslunám. e f *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.