Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Sport DV Unnu hvor sinn leikinn Fyrsti undanúrslitaleikur Keflavíkur og Skallagríms í Iceland Express- deild karla í körfu- bolta hefst í dag klukkan 16 í Kefla- vfk en það lið kemst í úrslit sem fyrr vinnur þrjá leiki. Liðin unnu heimaleiki sfna í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur, Keflvíkingar með 9 stigum í október (105-96) en Skallagríms- menn með 10 stigum í Borg- amesi í janúar (98-88). Það er einmitt síðasta tap Kefla- víkinga á íslandsmótinu en síðan hefur liðið unnið alla 9 leiki sína í deildinni og báða leiki sína í úrslitakeppninni. HafaunniðlO einvígi í röð Keflvíktngar sækjast eftir fjórða íslandsmeistara- titlinum í röð og eftir 2-0 sigur í ein- víginu gegn Fjölni í átta liða úrslit- unum hefur Keflavlkur- liðið unnið 10 einvígi í röð í úrslita- keppninni en liðið hefur ekki verið slegið út síðan í lokaúrslitunum árið 2002. Keflavík tekur á móti Skalla- grími í fyrsta leik undanúr- slitaeinvígisins í dag en Keflavík tapaði einmitt fyrsta leik fyrir ÍR við sömu aðstæður í fyrra. Skallagrím- ur hefur aðeins einu sinni áður komist í undanúrslit og tapaði þá öllum þremur leikjum sínum fyrir Njarð- vík. SSA AF ÞESSU Laugardagur 14.15 Þrír leikir f DHL- deild karla: Valur-KA , (beint á Rúv), Aftureld- ing-ÍBV (kl. 14), Fram-Selfoss (kl. 15). © 16.00 Keflavík-Skalla- grímur í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 16.15 Heil umferð í DHL- deild kvenna: Val- ur-Haukar (beint á Rúv), FH-HK, KA/Þór-Fram, ÍBV-Grótta, Vfldng- ur-Stjaman. © 17.00 ÍS-Haukar í úrslita- keppni Iceland Express- deildar kvenna. s&n 18.50 Malaga- Barcelona í spænsku deildinni beint á Sýn. Sunnudagur 12.50 AC Milan-Fiorent- ina í ítalska boltanum beint á Sýn. © 15.00 Njarðvík-KR í úr- slitakeppni Iceland Ex- press-deildar karla. Leik- urinn er í beinni á Sýn. ,, 16.15 Víkingur/Fjöln- ít-híc f DHL-deild karla. 16.50 Real Ma- drid-Deportivo í spænska boltanum beint áSýn. 20.00 Haukar-ÍRíDHL- karla. Landsliðsmiðherjarnir Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík og Fannar Ólafsson hjá KR munu eflaust takast hart á í undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og KR sem hefst í Njarðvík á morgun. Kapparnir hafa mæst alls 17 sinnum í deild, bikarkeppnúm og úrslitakeppni. Friörik hefur haft betnr gegn Fannari Einvígi Friðriks og Fannars Það verður hart barist í teignum í leikj- um Njarðvíkur og KR enda eru þeir Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson vanir aðgefa ekkert eftir, hvorki i vörn né sókn. Friðrik Stefánsson hefur betur bæði hvað varðar liðs- og einstak- lingsárangur í þeim 17 leikjum sem hann hefur spilað gegn Fannari Ólafssyni á ferlinum. Friðrik hefur mætt Fannari sem leikmaður KFÍ og Njarðvíkur en Fannar hefur spilað þessa leiki sem Keflvíkingur og KR-ingur. Friðrik og félagar hafa unnið 11 af þessum 17 leikjum og Friðrik hefur skilað meiru til síns liðs í 14 leikjanna. Fannar Ólafsson og félagar hans í Keflavík höfðu þó betur þegar þeir mættust í eina skiptið í úrslitakeppni, í lokaúr- slitunum 1999. Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson hafa verið í nokkrum sér- flokki meðal íslenskra miðherja síðustu ár og lið þeirra hafa notið vel liðsinnis þeirra á báðum end- um vallarins. Það verður því spennandi að fylgjast með enn einni viðureign kappanna þegar lið þeirra, Njarðvík og KR, spila um sæti í úrslitaeinvígi Iceland Ex- press-deildar karla. Njarðvík og KR leika fyrsta leikinn á morgun í Njarðvík og hefst viðureign þeirra klukkan 15 en hún verður einnig í beinni á Sýn. Fimm magnaðir leikir fyrir sjö árum Ein eftirminnilegasta úrslita- rimma síðustu ára var viðureign nágranna Keflavíkur og Njarðvíkur vorið 1999. Friðrik og Fannar voru þá í aðalhlutverkum, Fannar með Keflavík og Friðrik með Njarðvík. Einvígið fór alla leið í oddaleik og þar höfðu Fannar og félagar betur fyrir troðfullu íþróttahúsi í Kefla- vík. Friðrik gerði þó meira í þessu einvígi en Fannar, 13,2 hærri í framlagi auk þess að vera með 10,4 stig (Fannar 8,0), 12 fráköst (3,4), 3,4 stoðsendingar (0,2) og 2,2 varin skot (0,2). Það skipti vissulega miklu máli að Friðrik spilaði í 67 fleiri mínútur í þessum fimm frá- bæru leikjum. Hafa mæst tvisvar í vetur Friðrik og Fannar hafa mæst tvisvar sinnum í vetur, í úrslitaleik Powerade-bikarsins í nóvember og svo í deildinni í janúar. Njarðvík hefur unnið báða þessa leiki sent og deildarleikinn í október þar sem Fannar var ekki með vegna meiðsla. Friðrik hafði mikla yfir- burði í 12 stiga sigri Njarðvíkur, 90-78, í úrslitaleiknum í nóvember, fékk 33 fleiri framlagsstig og var með 19 stig (Fannar 8), 16 fráköst (5), 6 stoðsendingar (0) og 4 varin skot (0). Fannar var þarna nýkom- inn aftur eftir meiðsli og í seinni leik þeirra var allt annað að sjá til kappans. Njarðvík vann leikinn reyndar með þremur stigum, 87-84, en Fannar skoraði fjórum stigum meira (18-14) en Friðrik vann fráköstin 10-7, átti 9 stoðsendingar (Fannar 1) og fékk 13 fleiri framlagsstig (28-15.). KR- ingar komust í 14-0 í leiknum og 39-13 eftir 12 mínútna leik en það dugði ekki til. Betri í flestum tölfræðiþáttunum Friðrik Stefánsson stendur Fannari framar í flestum tölfræði- þáttum í innbyrðisviðureignum þeirra félaga, nema þá kannski hvað varðar skotnýtingu en Fannar hefur bæði hitt aðeins betur úr skotum utan af velli (57% á móti 55%) svo og nýtt vít-. in sín mun betur (70% á móti 55%). Friðrik er hins vegar mun hærri í framlagi (20,7 á móti 9,3), fráköstum (11,4-4,6) og stoðsend- ingum (3,4-0,3) og hefur bæði stolið fleiri boltum og varið fleiri skot. Fannar er reyndar að spila 14,2 færri mínúturí leik. Samanburð á þessarri tölfræði Friðriks og Fannars má finna hér á síðunni. Samkvæmt þessu reynir mikið á Fannar að halda aftur af Friðriki í þessu einvígi en hann þarf einnig að hjálpa sínum mönnum í KR að sigr- ast á Njarðvíkurgrýlunni sem hefur herjað á Vesturbæinga síðan 2001. Frá þeim tíma hefur Njarðvík unnið 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni og slegið þá út í undanúrslitunum 2001 og 2002 og átta liða úrslitunum árið 2003. ooj@dv.is Friðrik Stefánsson gegn Fannari ÓJafssyni Tötfræðin úr innbyrðisleikjum þeirra Friðrik Samanburður Fannar Sigurleikir 6 Sigurleikir í deild 2 Sigurleikir í bikar 0 Sigurleikir í úrslitakeppni Sigurleikir í fyrirtækjabikar 1 Fleiri stig Fleiri fráköst Hærri í framlagi Skotnýting Vítanýting 57,3% 70,2% 20,7 11,9 11,4 Leikiryfir 10 í stigum Leikir yfir 20 í stigum Leikir yfir 10 í fráköstum ár i Leikir yfir 20 i framlagi Leikir yfir 30 í framlagi 0 Leikir með 5 villum Framiag í'leik 9,3 Stig i leik 8,4 Fráköst í leik 4,6 Stoðsendingar í leik 0,3 Stolnir boltar í leik 0,6 Variri skot í leik 0,4 Mínutur í leik 17,7 Víti féngin í leik 3,4 3ja stiga körfur 0 Villur 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.