Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Fyrst og fremst ÐV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Augiýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karen Kjartansdóttir heima og aö heiman Vjeðrið Nu viðrar svo sannarlega vel og tími til kominn að fara að norpa I efnislitlum fötum í íslensku sumarnepjunni. Ég missi vist af helgarvaktinni minni í þetta skipti og ætla því að njóta þess að vera með syni mínum og lesa mértil um íslenskt veðurfar. Það er ekki hægt að ganga inn í sumarið án þess að velta veðrinu fyrir sér og þá er nauðsyn- legt að hafa orðaforða sem inniheldur fleiri orð en „skítaveður". Fátt þykir mér sorglegra en fullorðið ómálga fólk og þar sem veðrið er okkur (slendingum fjarskalega hugleikið þegar sumarið er að senda sína fyrstu geisla til jarðar hvet ég alla til að gera hið sama. gartólk hefur lítið að segja talar það gjarnan um veðrið, og þannig er ég. Ég hef skrifað fleiri pistla í þetta blað en ég kæri mig um að hafa tölu á og alltaf fundið mérnæg umfjöllunarefni. Fyrsti pistillinn minn gerði þó heldur takmarkaða lukku og endaði með því að einn helsti menningar- viti þjóðarinnar skrifaði langt lesendabréf í tilefni hans og kallaði mig galvaskan helgimyndabrjót. Ég sem hafði þá einmitt reynt að skrifa um málefni sem ég taldi fullvlst að engan myndi styggja. Eftir þessa reynslu tók ég þá ákvörðun að segja hlutina umbúðalaust og virðist það hafa fallið betur í kramið hjá öldnum menningarvitum þjóðarinnar. Þessa stundina hef ég þó ekki frá neinu að segja, að minnsta kosti engu sem ég vil setja niður á blað. I stað þess að blaðra um eitthvað sem engu máli skiptir ætla ég að drífa mig út í leifar íslenska sólskinsinsog snæða grillmat. Á næstu dögum ætla ég svo að gera dauðaleit að spennandi lesefni I verslunum Reykjavíkur. i&uáRií&í&é Leiðari Edlifjölmiðla er að lcrejja samtímann svara um hvergildi okkar eru. Margir þeirra setja sérþau markmið að fara með veggjum ogstyggja engan. Samfélag kyrrstöðu heimtarslíka miðlun. Páll Baldvin Baldvinsson Átímamótum Megi sonur þinn lifa tíma mikilla breytinga, segir kínversk bölvun. Örar breytingar ganga nú yfir ís- lenskt samfélag og fjölmiðlar hafa ekki farið varhluta af því. Þetta eintak sem þú nú lest vérður síð- asta tölublað DV sem kemur út í daglegri útgáfu. Um næstu helgi kemur Helgar- blað DV út, en útgáfu virka daga vikunnar verður hætt frá og með deginum í dag. DV var endurreist fyrir fáeinum misser- um eftir nokkurra daga hlé á útgáfu þess. Fyrir þann tíma hafði blaðið átt sér langa sögu en það er elst dagblaða í útgáfu á Is- landi. íslensk dagblaðasaga er fjölskrúðug: lengi voru dagblöð í landinu ofurseld pólitískum hreyfingum og lutu þeirra forsjá. Sum þeirra voru í eigu fjársterkra einstaklinga sem réðu miklu um efnis- tök ritstjórna. Tími hinnar frjálsu pressu í landinu á sér því skamma og stopula sögu. Dagblaðið Vísir sem Dagblaðið spratt af, var í upphafi málsvari borgara- legra hugmynda. Þegar Vísir og Dagblað- ið runnu svo saman varð til sterkur fjöl- miðill sem stóð utan við verndarsvæði hinna pólitísku flokka. Vikublöð áttunda og níunda áratugar síðustu aldar voru kærkomin og nauðsyn- leg viðbót í flóru mannlífsins í landinu og drógu mörg dám af hressilegri aðkomu nýrra kynslóða. Þau sóttu fram af öryggi hins unga, stigu fram með sín stuttu sverð, kölluðu eftir hreinskilni og ein- drægni og opnum skoðanaskiptum. Þegar DV var endurreist undir stjórn Illuga Jökulssonar og Mikaels Torfasonar var ætlun manna að ganga til hreinskil- innar umræðu um mannlíf hér á landi. En hólmganga þeirra var mörkuð harkalegri samkeppni við þá miðla sem fyrir voru. Eðli fjölmiðla er að krefja samtímann svara um hver gildi okkar eru. Margir þeirra setja sér þau markmið að fara með veggjum og styggja engan. Samfélag kyrr- stöðu heimtar slíka miðlun. En þar í er líka fólk sem vill hreyfingu, kallar á upp- lýsingar af ýmsu tagi, jafnvel um það sem „fína pakkinu" í Reykjavík, eins og það var eitt sinn orðað, kann ekki að þykja sæmilegt. DV var þess miðill. Dagblöð á íslandi hafa alltaf átt erfitt fjárhagslega. Jafnvel þau sem hafa stað- ið í skjaldborg verslunarveldis landsins. Nú þegar efnahagslegar forsendur fyr- ir útgáfu DV virka daga eru brostnar og daglegri útgáfu er hætt er okkur starfs- mönnum blaðsins efst í huga þakklæti til samferðamanna okkar. Helgarútgáfa DV mun halda áfram með lungann af því starfsfólki sem stóð að daglegri útgáfu. Þeir sem hverfa af starfsvettvangi okkar eru kvaddir með virktum og gæfuóskum. Við sem höldum áfram störfum við útgáfu Helgarblaðs DV munum ótrauð halda áfram að miðla upplýsingum og skemmt- un og mæta með nýtt Helgarblað DV á markað lesenda um næstu helgi. sem ættii ad gcfa út ljóð sí n á cnsku I.GuÖnÍ Ágústsson " - '1 2. Ólafur Ragnai Gtímsson Diainonds Are 3. Jónína Ben. Bedmonn & Omputers. 4. Sólveig Pétursdóttir OilOnThePillo 5. Bubbi Smoking In My Cat. m:; Regína fráttir fyrir íólk NÚ ER HÚN Regína Thorarensen öll. Horfin á vit feðra sinna og þar með er lokið merkilegri sögu í ís- lenskri blaðamennsku sem mörgu yngra fólki er ef til’ vill ókunnugt REGÍNA SENDI LENGI fréttir frá Eski- firði og jafnvel Gjögri og þekkja mátti stílinn langar leiðir. Helst vegna þess að hann stakk í stúf við það sem þá tíðkaðist og var meira í ætt við fréttaskrif eins og við þekkj- um þau í dag. REGÍNA SKRIFAÐI FRÉTTIR fyrir fólk og þær íjölluðu einnig um fólk. Reg- ína vissi sem var að allar fréttir eiga sér upphaf og endi í mannlegum sálum en ekki stofnunum eða bygg- ingum. EKKIVAR REGÍNA langskólagengin í fræðunum og ekki hafði hún drukk- ið í sig áhrif danska Ekstra-blaðsins á krám í Kaupmannahöfn eða lesið The Sun í London. Regína hafði að- Fyrst og fremst eins það eitt sem fær blaðamann til að rísa undir nafni. Hún sagði sög- ur úr sínu nánasta umhverfi sem af mátti draga lærdóm um gang heimsmála ef út í það væri farið. Og svo var hún skemmtileg en það er grundvallaratriði í blaðamennsku eins og allir lesendur vita. EINN LJÓÐUR VAR þó á ráði Regínu þegar kom að fréttaskrifum. Hún átti stundum erfitt með að hemja eigin skoðanir og þá helst þegar kom að forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Á blómaskeiði fréttaritarafer- ils hennar var Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og kunni Regína því ekki vel. Á tímabili Hún varmóðirís- lenskrar nútímablaða- mennsku án þess að hafa hugmynd um það. endaði hún allar fréttir sínar á per- sónulýsingu á Þorsteini sem flestar voru fjarri sanni, En þetta var galli sem meðalgóður blaðamannaskóli í Evrópu hefði getað sniðið af henni. En þangað fór hún reyndar aldrei. Blessuð sé minning Regínu Thor- arensen. Hún var móðir íslenskrar nútímablaðamennsku án þess að hafa hugmynd um það. Fyrir það á hún miklar þakkir skildar. Hvíl í friði. eir@dv.is Regína Thorarensen Frábær fréttatritari sem var langtá undan og vissulega til hliðar við samtið sfna. Þorvaldur ekki Þorsteinn Tannhvöss tengda- > Q f þessum dálki í DV í gær, þar sem vakin er sérstök athygli á skrif- um sem birtast í öðrum miðlum, var vitnað í grein Þorvald- ar Gylfasonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands, sem birtist í Fréttablaðinu 27. apríl. Fyrirsögn greinarinnar er ,Um þvætting". Þorsteinn Gylfason Fyrir mistök í myndvinnslu var greinin eignuð bróður hans, Þor- steini Gylfasyni, prófessor í heimspeki við Há- skóla íslands. Þor- / ' steinn andaðist 16.08.2005. Eru Þorvaldur og aðr- ir hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökum þessum. mamma „Fari saman í skaphöfn fólks bæði hégómleiki og óheiðarleiki fer að kárna gam- anið. Afleiðingarnar af slíkri blöndu komast oft á forsíður blaða og í fyrstu frétt í sjón- varpi og útvarpi," skrifar Guð- rún Guðlaugsdóttir blaðamað- ur í Moggagrein í gær. Sé eitthvað snúnara við- itiogbflaefttr únnvið rnig gar leð •ð- ,’MIU l lt 1 1/lU -- ureignar en tensdamamma _ GuðriSnGuðlaugsdóttir hlýtur það að teljast fyrrver- andi tengdamamma. Ááá- i. Fáum blandast hugur um Guðrún Guðlaugsdóttir Sendir stnum fyrrverandi tengdasyni eitraðar athugasemdir undir rós. að Guðrún er þama að tala um Eyþór Arn- alds sem stíg- ur dansinn í sveitarstjórna- kosningum komandi. At- hyglisvert er þó það viðhorf blaðamanns að kvarta undan því að fólk sé fjöl- miðlaglatt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.