Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Síða 19
DV-Myndir Stefán Helgarblað jyv LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 1 9 Foreldrar langveikra barna undrast þá miklu mismunun sem felst í nýju frumvarpi til laga um launa- greiðslur til þeirra í veikindum barnanna. Fjölskyldur barna sem greinast eftir 1. janúar 2006 munu njóta góðs af frumvarpinu en foreldrar þeirra barna sem greindust fyrir þann tíma fá ekki krónu. Foreldrum langvelkra harna mismunað Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, fé- lags til stuðnings langveikum börnum, er afar ósátt við nýja frumvarpið þó hún segi vissulega fagnaðarefni að for- eldrar langveikra barna í framtíðinni muni fá aukna aðstoð. Ragiid K. framkvaimdai>ÍtArt Om- hygo)“- Br ósátt v/d orRm Ixti sem fe/sc / nýju frurn \ iupi um launagreidslur til toreldra langveikru barna, „Þessi veikindaréttur foreldra með langveik börn hefur verið mikið baráttumál hjá Umhyggju í mörg ár,“ segir Ragna. „Það voru þess vegna gríðarleg vonbrigði þegar frumvarpið var lagt fram í þessari mynd. Þetta er að sjálf- sögðu umtalsvert skref í rétta átt þegar frumvarpið verður að fullu komið í gagnið árið 2008 en við erum öskaplega ósátt fyrir hönd þeirra foreldra sem eru úti af borð- inu. Umboðsmaður barna benti á í umsögn sinni um frumvarpið að stjórnvöld yrðu að athuga það gaumgæfilega hvort þetta væri ekki brot á jafnræðisreglunni vegna mismunar sem fólk getur orðið fyrir háð því hvenær börnin eru greind. Það voru líka margir sem bentu á að börn sem greinast með alvarlega sjúkdóma geta átt nokkur góð ár en svo aukast veik- indin í mörgum tilfellum og for- eldrarnir þurfa að helga sig um- önnun þeirra. Þessir foreldrar eiga ekki rétt á neinu samkvæmt þessu frumvarpi. Ríkið að spara á skrýtnum stöðum Ragna fékk einmitt tölvupóst í vikunni frá fjölskyldu þar sem dóttirin hafði greinst með sjúkdóm árið 2003. „Barninu hrakar og eftir tvö til þrjú ár mun að minnsta kosti ann- að foreldrið þurfa að leggja niður vinnu," segir Ragna. „Þessi fjöl- skylda á ekki rétt á neinu sam- kvæmt nýju lögunum. Það er þetta sem við viljum að stjórnvöld at- hugi. Að alíar fjölskyldur sitji við sama borð. Það er líka umhugsun- arefni að í lok árs 2008, þegar frumvarpið hefur tekið gildi að fullu, mun þetta kosta ríkissjóð um það bil 140 milljónir. Ef fjölskyld- urnar sem ekki njóta góðs af frum- varpinu væru teknar með myndi kostnaðurinn vera um 100 milljón- ir til viðbótar, sem er ekki stór upphæð. Sumir að missa allar eigur sínar Ragna segist oft hafa horft upp á íjölskyldur lenda í miklum fjárhags- erfiðleikum vegna veikinda barna sinna. „Fólk er hreinlega að missa all- ar eigur sínar. Veikindi geta komið upp skyndilega og fyrirvaralaust og fólk er auðvitað búið að gera sínar skuldbindingar. Ef önnur eða jafnvel báðar íyrirvinnur þurfa að hætta störfum þarf ekki að spyrja að leikslokum. Okkur finnst mjög mikil- vægt að vekja stjómvöld til umhugs- unar um hversu alvarlegt þetta er.“ Hún segir að oft sé talað um um- önnunargreiðslur sem tekjur til for- eldra en þar gæti mikils misskilnings. „Umönnunargreiðslur em ekki tekjur heldur eingöngu til að mæta þeim kostnaði sem verður vegna veikinda bamsins. Það getur verið gríðarlega kostnaðarsamt að eiga mjög veikt og fatlað bam. Fólk þarf að breyta húsnæðinu sínu eða skipta alveg um, eignast stærri bila og oft þarf að leita lækninga erlendis. Þetta kostar allt mikla peninga og veitir ekki af þessum umönnunargreiðsl- um til að mæta bara því. Svo á fólk eftir að lifa og standa við sínar skuld- bindingar og þegar ekki er lengur hægt að stunda vinnu vegna veik- inda bamsins er fólk í erfiðum mál- um." Mikið réttlætismál Ragna segir þó gaman að segja frá því að margir atvinnu- rekendur séu mjög skilningsríkir og duglegir að styðja við sitt fólk. „Það eru bara því miður ekki allar sögurnar fallegar. Sums staðar finnur fólk ekki fyrir neinum skilningi og þá skapast mjög erf- iðar aðstæður. Umhyggja er með styrktarsjóð fyrir foreldra sem hafa þurft að leggja niður vinnu vegna veikinda barna sinna og það hefur verið lögð mikil vinna í þann sjóð. Við reynum að að- stoða fólk með öllum mögulegum ráðum, en það breytir því ekki að foreldrar langveikra barna eiga að geta sótt rétt sinn til samfélagsins og þar eiga allir foreldrar að sitja við sama borð. Það er mikið rétt- lætismál." edda@dv.is CFramhaldá næstusíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.