Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 23
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 23 Benedikt Vagn Benedikt ereini islendingurinn sem hefur greinst með sjúkdáminn Diamond Black- fan Anemia. Hann lifir þó eins eðli- legu lífi og hann getur og á fjál- mörg áhugamál. legur og ákveðinn strákur enda ákváðum við að ala hann upp í að vera sjálfstæðan einstakling þrátt fyr- ir veiiándin og ekki vefja hann inn í bómull. Nú þegar hann er orðinn svona stór sér hann sjálfur um að taka lyfin sín og tekst á við veikindin af dugnaði og æðruleysi. Við erum óendanlega heppin með hann,“ seg- ir Gunnhildur og í þeim orðum töl- uðum hringir síminn og það er prinsinn sjálfur sem vill láta sækja sig í skólann. „Hann er oft svo veikur í fótun- um,“ útskýrir Gunnhildur en segir syninum að hann verði að ganga heim að þessu sinni þar sem hún sé með gest. „Þetta er svo stutt að fara," segir hún bh'ðlega í símann, „við sjáumst eftir sniá stund". Nokkrum mínútum seinna heyr- um við Benedikt koma heim en hann heilsar stuttlega og fer beint upp í herbergið sitt. „Hann er feiminn fyrstu fimm mínútumar en þegar hann byijar að tala getur hann orðið óstöðvandi,“ segir Gunnhildur og hlær. Kvartar ekki en fær stundum nóg af mömmu Þrátt fyrir að Benedikt eigi góð tímabil þar sem hann er hress og frískur er hann nokkuð félagslega einangraður þar sem hann getur ekki tekið þátt í því sem jafnöldrum hans finnst sjálfsagt og eðlilegt eins og íþróttum og útileikjum. Hann hefur þó margt fram yfir jafnaldra sína í þroska enda finnst honum gaman að hvers konar grúski og horfir mildð á fræðsluþætti í sjónvarpinu. Endur- tekin veikindi og sjúkrcihússinnlagn- ir hafa þó að sjálfsögðu mikil áhrif á lítinn einstakling sem er að þroskast. Benedikt tekur þessu þó öliu með brosi á vör. „Honum finnst bara gaman að fara á spítafann og þekkir ekkert ann- að,“ segir Gunnhiidur. „Þau böm sem fæðast svona veik hafa það um- fram hin að þau venjast þessu frá byijun. Það getur verið meira mál að vera kippt út úr heifbrigðu lífi og inn í þennanveika heim. Benedikt þekk- ir spítalann inn og út og núna þegar við forum í blóðgjöfina förum við heim yfir nóttina í stað þess að gista á spítalanum eins og áður. Hann er með nálina í handarbaldnu og reynir að passa upp á hana, enda orðinn ýmsu vanur." Það vakna að sjálfsögðu margar spumingar hjá ellefu ára strák sem þarf að lifa sínu lífi öðmvísi en önnur ellefú ára böm en Gunnhildur segir fjölskylduna hafa lagt sig fram um að tala við hann um sjúkdóminn. „Það em svo mörg böm veik og hann horf- ir á þetta þannig að hann sé bara einn liður í þessari veiku flóm. Hann kvartar eklá en finnst samt agalega leiðinlegt hvað ég þarf að vera mikið yfir honum," segir hún og hlær. „Okkar markmið er þó númer eitt að hjálpa honum að stíga sfn skref út f lífið og að hann geti lifað eins eðli- legu lífi og hægt er. Það er mjög vel fylgst með honum og samskipti okk- ar og spítalans ganga eins og smurð vél. Ég kvíði ekki framtíð Benedikts og nú er meira að segja komið að því að ég geti farið að hugsa svolítið um mig," segir Gunnhildur hlæjandi. „Ég ælta að halda áfam í skólan- um næsta ár og þegar náminu lýkur vonast ég til að komast út á vinnu- markaðinn. Þetta hefúr verið opin- bemn fyrir mig að komast í nám og kynnast þessum ffábæm kennurum og nemendum." Engin virðing stjórnvalda Þó Gunnhildur hafi valið að vera heima hjá stráknum sínum og þiggja litla hjálp frá hinu opinbera finnst henni mjög ósanngjamt hversu litla hjálp foreldrar langveikra bama fá. „Við höfum fengið umönnunar- bætur en það þarf að endurmeta þær á nokkurra ára fresti og það er alltaf sama vesenið. Þeir hafa engan ramma utan um böm sem em með sjaldgæfa sjúkdóma og matið breyt- ist í hvert síápti. Bamið er samt alltaf eins og veikindi þess breytast ekkert. Ég veit svei mér ekki eftir hveiju er farið í þessu mati. En ég fagna að sjálfsögðu þessu nýja frumvarpi sem tekur gildi núna í júlí og gleðst með þeim foreldrum og fjölskyldum sem njóta góðs af því. Spumingin er bara hvers við hin eigum að gjalda sem dettum út af borðinu. Ég er svo heppin að ég og maðurinn minn emm samhent og höfum teláð á þessu í sameiningu en það er ekkert sjálfgefið. Oft reynir þetta gríðarlega á sambönd fólks og báðar fyrirvinnur þurfa að leggja nið- ur vinnu. Ég get ekki einu sinni reynt að gera mér í hugarlund hvernig er að vera einstætt foreldri í þessum að- stæðum, það hlýtur að vera hræði- legt. Þeir sem em með böm sem em greind fyrir þann tíma sem frum- varpið tekur til eiga ekki að njóta góðs af því og ég slál ekki hvers vegna. Það er eins og engin virðing sé borin fyrir því sem við höfum gengið í gegnum." Veit meira um bíla en flestir Gunnhildi finnst samt að hún hafi lært óskaplega mikið af þessari reynslu og þá ekki síst af Benedikt sjálfum. „Hann hefur kennt mér mikið," segir hún. „Þetta er þroski sem ég hefði að sjálfsögðu viljað öðl- ast öðmvísi en samt ekki viljað missa af.“ Og nú kemur Benedikt sjálfur labbandi og heilsar brosandi. Hann er örhtið feiminn til að byija með en það ijátlast fljótlega af honum og hann segir mér frá bílaáhuganum sem er númer eitt, tvö og þjú. For- múlan er hans skýlausa uppáhald og þar á hann sér að sjálfsögðu uppá- haldsbíl sem er Ferrari og Michael Schumacher er uppáhaldsökumað- urinn. Aðspurður hvað 'sé svona skemmtilegt við Formúluna verður hann hissa á svipinn. „Spennan, að sjálfsögðu. Það er svo spennandi að sjá hver vinnur," segir hann og ítrék- ar að hann sé með bíladellu eins og þær gerast verstar. „Við pabbi förum á allar bílasýn- ingar og prufukeyrum. Mér finnst aðalatriði að bflar séu flottir og þægi- legir og svo verða þeir að vera mjög tæknilegir. Allt rafstýrt," segir hann og brosir. „Og kraftmiklir. Ég get sætt mig við 120 hestöfl og 1800-vél." Hvemig bQ myndir þú kaupa þér ef þú værí kominn með búpróf núna? „Ég er ansi veikur fýrir Wolks- wagen Golf, en myndi samt ömgg- lega kaupa mér Toyota Aygo. Hann er frekar flottur og mjög ódýr. Það er samt ekki mikið í honum, til dæmis ekki snúningsmælir en hann er skemmtilegur samt. Maður yrði bara að hlusta á vélina þegar maður skipt- ir. Vélin er h'til en hann er lipur og spameytinn, eyðir trúlega ekki nema 4-6 á hundraðið sem skiptir miklu máli núna þegar bensínið er svona dýrt." Draumurinn að komast á sýningu í útlöndum Gunnhildur horfir brosandi á soninn og skýtur því inn í hann að gefi skyldmennum oft ráð þegar staðið er í bflakaupum. „Systir mín hringir til dæmis í hann þegar hana vantar ráð varð- andi bfla." „Já,“ segir Benedikt brosandi, „hún spurði mig lflca um daginn hvort hún ætti að kaupa gull-htan Yaris eða bláan. Ég sagði henni að sjálfsögðu að kaupa bláan. Gull-litir bflar eru ekkert mjög flottir." Benedikt langar gríðarlega að komast á bflasýningu í útlöndum með pabba sínum en hann telur víst að framtíðarstarf hans muni tengjast bflum. „Ég gæti hugsað mér að vera bfla- hönnuður til dæmis. En svo hef ég lflca áhuga á flugvélum og flugi. Ég er ekkert flughræddur enda ekkert að óttast. Maður verður bara að skilja af hveiju vélin flýgur, þá er þetta ekkert mál. Mamma er mjög flughrædd og ég þarf stundum að stappa í hana stálinu." „Já, það er gott að fljúga með Benedikt, hann heldur í höndina á mér,“ segir Gunnhildur. Benedikt hlær. „Hún kreistir aftur augun í flug- takinu og er skfthrædd, en ég er alltaf að reyna að segja henni að þetta er mjög öruggur staður að vera á," segir hann og kímir. edda@dv.is „Okkar markmið er þó númer eitt að hjálpa hortum að stíga sín skrefút í lífið og að hann geti lifað eins eðlilegu lífi og mögulegt er."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.