Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Helgarblað DV Ekkl elns ólík og telja má: „Það sem skiptir senniiega mestu I hjóna- bandi er væntumþykjan og kærleikurinn.“ Þau þykja ólík hjón en þegar skyggnst er undir yfirborðið kemur í jjós tengir þau. Enda hefðu þau annars varla verið vinir í þrjá áratugi, hvai Margrét Jóhanna Pálmadóttir og Hafliði Arngrímsson laða fram það besta Tónlistin ómar um húsið. Unaðslegur matarilmur berst frá kjallaranum, þar sem er að finna eldhús og stóra borðstofu. Matarborðið er hlaðið dýrindis, ítölskum réttum. Öll fjöl- skyldan situr við borðið, enda kvöldmatartíminn heilög stund í þeirra huga. Italskt andrúmsloft. ítölsk tónlist. fslenskt vor. Húsráðendur heimsborgarar. / gær varö Margrét fimmtug. Hún kaus að verja þeim degi noröur á Húsavík meö kjarnafjölskyldunni: „í orðabókum er að finna ýmsar skilgreiningar á orðinu „fjölskylda", en í mínum huga hefur þessu orði fylgt einhvers konar tregi því að ég upplifði snemma skilnað foreldra minna. ÞesS vegna hef ég lagt mikla rækt við að búa mér til mína fjöl- skyldu," segir hún. „Ég hef aldrei séð blóðforeldra mína hlið við hlið, en samt kemur stundum upp þessi þrá að halda upp á afmæli með for- eldrum sínum. Móðir mín býr í Arizona en pabbi á Húsavík. Þau hafa ekki lært að tengjast mér og nú finnst mér kominn tími til að pabbi minn fái að halda upp á afmælið mitt með mér. Hann var síðast hjá mér á afmælisdegi mínum þegar ég varð tveggja ára. Svo held ég afmæl- istónleika á morgun, 30. apríl, í Larigholtskirkju með „systrum" mínum úr kórunum og Maríus son- ur minn, sem starfar sem söngvari og býr í Berlín kemur til landsins til að syngja með okkur." Úr ólíkum áttum Bakgrunnur hjónanna er ólíkur. Margrét er dóttir Ólafar Emmu Kristjánsdóttur frá ísafirði og Páima Héðinssonar frá Húsavík, en varsett í fóstur tæplega þriggja ára hjá föð- urbróður sínum, Maríusi Héðins- syni og konu hans, Sigríði Soffíu Pálsdóttur, sem ólu hana upp og reyndust henni sem bestu foreldrar. Hafliði var hins vegar aiinn upp á prestsetri: „Foreldrar mínir eru séra Arn- grímur Jónsson, dr. theol og Guð- rún Sigríður Hafliðadóttir, húsmóð- ir og sjúkraliði, sem lést í haust. Faðir minn var prestur í Odda á Rangárvöllum í nítján ár og þar ólst ég upp með tveimur systkinum, Kristínu, myndlistarkonu og Snæ- bimi, bókaútgefanda. Ég hef búið að því alla ævi að hafa alist upp í sveit. Pabbi var með búskap, bæði hesta, kýr og kindur. Sem strákur var ég með .honum í því vafstri. f Odda eiga margar þúfur mikla sögu og það var spennandi fyrir ungan dreng að umgangast þær. Störf for- eldra móta börn þeirra alltaf. Þar er prestsstarf engin undantekning og vitaniega einstakt lán að fá að vera prestssonur." Draumarnir minnka með aldrinum. Þau eru bæði miklir foreldrar og elska að vera sem mest með böm- unum sínum: „Ég held stundum að ég elski börnin mín einum of mikið," segir Margrét. „Ég er háð þeim og það er kannski ekki gott. Þau hafa leyft mér að vera félagi þeirra í flestu sem þau taka sér fyrir hendur, skammast sín ekki fyrir að leiða mig úti á götu og kyssa mig, fara með mér í ferðalög og nenna að taka þátt í stórum fjöl- skylduveislum." „Ég held að það sé ekki hægt að elska börnin sín of mikið," segir Hafliði." En við verðum að kunna að beita væntumþykjunni til að ala þau upp sem sjálfstæðar og ábyrgar persónur." Kvennasönghús Aftur að þér Margrét. Hvernig upplifirðu að verða Gmmtug? „Ég vona að ég taki þessum tímamótum sem einhverju þroska- þreþi, fari að hægja á mér og vanda mig betur; vera þakklát, bæði fyrir það sem á undan er gengið og það sem ég er að ganga í gegnum. Taka breytingum framtíðarinnar með opnu og jákvæðu hugarfari. Ég ætla að aðgreina drauma mína; halda í þá sem ég veit að skiptir mig máli að rætist, eins og ég er að gera með kaupum á nýju húsnæði fyrir söng- skólann minn, Domus Vox. Því mið- ur finnst mér að draumar mínir minnki og breytist með aldrinum. Það er eins og maður haldi að draumar hafi eitthvað með tíma að gera. En maður þarf að framJcvæma draum sinn í núinu þótt hann hafi með framtíðina að gera. Annars frýs hann. Ég er ekki búin með þennan gamla draum, ég er að þrjóskast við það að kórarnir mínir þurfi ekki að vera upp á aðra komnir. Ég vil sjálf- stætt kvennasönghús og það skiptir máli að ég sýni úthald." Englaharpa raddanna Það þarf enga ítarlega ritgerð hér um brautryðjendastarf Margrétar f kvennakómm. Sjálf hóf hún að starfa sem atvinnusöngkona 13 ára. Hún stofnaði fyrst kórskóla fyrir Gmmtán árum íKramhúsinu, síðan Kvennakór Reykjavíkur árið 1993 og frá henni eru komnir allir virtustu kórar Reykjavíkurborgar, Vox Fem- inae, Léttsveitin, Senjóríturnar, Gospelsystur Reykjavíkur, að ógleymdum Stúlknakór Reykjavíkur sem nú skipa 130 stúlkur Gá 5 ára aldrí:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.