Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Helgarblað DV Vilhjálmur kallaður Posh Bekkjarfélagar Vilhjálms prins kalla hann Posh, eða Þann fína, I Sandhurst-skólanum. „Það kom ekkert annað til greina. Vil- hjálmur er erfingi krúnunnar og með- limur einnar ríkustu fjölskyldu lands- ins," var haft eftir bekkjarfélaga prins- ins. „Allir halda að Sandhurst sé sam- ansafn af snobbuðum og ofdekruðum strákum en það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Vilhjálmur er sá allra fágað- asti," hélt bekkjarfélaginn áfram. Prinsinn deilir því gælunafni með Viktoríu Beckham sem einnig er kölluð Posh, eða Fína kryddið. Stefnirnæstá suðurpólinn Albert prins afMónakó ernýkom- inn af norðurpólnum en þegar far- inn að skipuleggja ferð d suður- pólinn. Albert og fylgdarlið hans fóru 150 km til að vekja athygli á hlýnun andrúmsloftsins og ann- arra umhverfislegra vandamála sem snerta hið kalda landsvæði. Við komuna til baka sagðist Al- bert tileinka ferðaiagið langa- langafa sinum, Alberti prins fyrsta, sem fór i nokkrar könnun- arferðir um norðurpólinn fyrir um 100 árum. Skemmtusér meðstjðm- unum Mæðgurnar Fergie og Beatrice skemmtu sér á meðai rokkara eins og Lenny Kravitz og Damon Dash á góðgerðarsamkomu í New York um síðustu helgi. Hertogaynjan var glæsileg að vanda með mikla og dökka augnmálningu á meðan Beatrice, sem er 17 ára, mætti í fallegum bláum kjól. Beatrice hef- ur mætt með móður sinni á marg- ar samkomur upp á síðkastið en hún verður 18 ára I ágúst. Aðrar stjörnursem voru á samkomunni voru tildæmis hönnuöurinn Miss- oni og söngvarinn Lionel Richie. Elísabet Bretlandsdrottning hélt upp á 80 ára afmæli sitt í síðustu viku. Drottning- in hafði vonast til þess að geta eytt deginum í rólegheitum með fjölskyldunni en varð að þakka aðdáendum sínum sem fjölmenntu fyrir framan höllina henni til heiðurs. Andrew prins talaði um móður sína í sjónvarpsviðtali í tilefni dagsins þar sem hann dásamaði hana sem móður og þjóðhöfðingja. Bmmilt atmlism hMaií Ii/píp sig Elísabet Bretlandsdrottning brosti glaðlega á meðan hún þakkaði þús- undum aðdáenda sinna fyrir af- mæliskveðjumar í tilefni áttræðisaf- mælis síns. Drottningin hafði vonast til að halda upp á daginn í rólegheit- um með fjölskyldunni en að sögn starfsfólks hallarinnar fóm þær óskir út um þúfur enda fékk Elísabet yfir 20 þúsund aimæliskort og 17 þúsund tölvupósta í tilefni dagsins. Fmmleg- asta afmæliskortið var án efa frá 500 breskum sjóliðum sem eyddu þrem- ur klukkutímum í að raða sér upp og stafa þannig aimæliskveðjuna. Gjöf Andrews prins var einnig óvenjuleg en prinsinn óskaði móður sinni til hamingju með daginn í gegnum sjónvarpsviðtal. Þar sagði prisinn Eh'sabetu hafa verið „frábæra móður" og „ótrúlegan þjóðhöfð- ingja“. Andrew sagði áhorfendum einnig frá bemsku sinni með skemmtilegum sögum af drottning- unni. „Við fómm reglulega í fótbolta inni í höllinni en ekkert kom henni úr jafrivægi," sagði prinsinn í sjónvarps- viðtalinu og bætti við að móðir hans væri við ótrúlega góða heilsu þótt hann vildi stundum óska að starfs- fólk hennar gerði sér gréin fyrir að hún væri að eldast. Prinsinn gerði einnig góðlátíegt grín að sjónvarps- glápi móður sinnar og sagðist hafa verið alinn upp af þeim þáttum sem vom í uppáhaldi hjá henni hverju sinni. Elísabet varði afrnælisdeginum með reglubundnum göngutúr um morguninn og finum kvöldverði með íjölskyldunni þar sem Karl krónprins stjómaði veislunni. Fyrir veisluna hafði drottningin komið fram á sval- imar og þakkað aðdáendum sínum fyrir kveðjumar. í veislunni vom 37 meðlimir konungsfjölskyldunnar, eða allir nánustu ættingjar hennar nema Zara Philips, dótturdóttir drottningarinnar, sem var á hesta- móti, ogLady Louise, dóttir jarlsins af Wessex, sem er ekki nema tveggja ára og hefði því líklega ekki setið kyrr á meðan á veislunni stóð. Hótar að hætta í hernum Miklar deilur hafa blossað upp í Bretíandi á síðustu dögum varðandi herþjónustu Harrys prins en Harry útskrifaðist úr Sandhurst-herskól- anum á dögunum. Margir telja að vera prinsins á átakasvæðum, líkt og í írak og Afganistan, muni leggja líf hans og annarra hermanna í mikla hættu þar sem prinsinn verði skotmark hryðjuverkamanna. Sjálf- ur segist prinsinn munu hætta f hernum fái hann ekki að berjast í fremstu víglínu við hlið félaga sinna. Vamamálaráðherra landsins segir að meðhöndla verði prinsinn eins og hvern annan hermann en ekki em allir sammála. Yfirmaður í hernum segir hinn unga prins ósjálfrátt verða helsta skotmark al- Kaída hryðjuverkasamtakanna og að vera hans geri því ilit verra. Harry lét hafa eftir sér á síðasta ári að hann hefði engan áhuga á sérmeðferð í skólanum og að hann myndi ekki berjast í gegnum náms- efnið og æfingarnar ef hann ætíaði sér ekki að berjast fyrir land sitt. „Það er ekki möguleiki að ég sitji á rassinum á meðan fé- lagar mínir berjast í fremstu víglínu. Frekar skila ég bún- ingnum mínum en að sitja í honum heima." Harry hermaður „Frekarskila ég bún- ingnum mínum en að sitja íhonum heima."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.