Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Qupperneq 51
DV Fréttir LAUGARDAGUR29. APRÍL 51 Lesendur Hitler og Eva Á þessum degi árið 1945 giftist Eva Braun unnasta sínum til margra ára, Adolf Hitler, í neðanjarðarbyrgi í Berlín. Eva Braun fæddist í Munchen, kennaradóttir frá virðu- legri íjölskyldu. Eftir að hafa lokið barnaskóla nam hún verslunarfræði og útskrifaðist með meðaleinkunn. Þegar hún var sautján ára vann hún sem aðstoðarstúlka á skrifstofu Heinrichs Hoífmann en hann var opinber ljósmyndari nasistaflokks- ins. Eva kynntist svo Hitler í matar- boði árið 1929. Hún notaði tækifær- ið og laumaði ástarbréfi í jakkann Braun hans. í fyrstu var Eva Braun ein af ástkonum Hitlers en árið 1936 bauð Hitler henni að flytja til sín. Faðir Evu Braun var á móú sam- bandi HiÚers og Braun út frá siðferðislegum og pólitískum ástæðum og hálfsystir Hiúers áleit Evu Braun vera óæðri sér og sinni fjölskyldu. Eva var 23 árum yngri en Hiúer. Óvíst er hvort Eva hafði póli- tísk áhrif á Hiúer en flestir sagnfræð- ingar telja að þau hafi verið lítil sem engin. Eva eyddi frítíma sín- um við að lesa skáldsögur, horfa á kvikmyndir og stunda íþróttir. Eva hafði mikinn áhuga á Ijós- myndun og tók hún meðal ann- ars ljósmyndir á íslandi þegar hún heimsótti landið rétt fyrir stríð. Líf Evu Braun var samt ekki alltaf dans á rósum. Hiúer gat verið mjög kuldalegur við hana í dag árið 1899 var Kristlegt félag ungra kvenna, KFUK, stofnað. og sumir segja að hann hafl ekki treyst sér til þess að fullnægja henni kynferðislega, eða verið ófær um það. Haft er eftir konu sem þekkti Evu að hún hafi verið mjög óham- ingjusöm. HiÚer og Eva giftust borg- arlega 29. apríl 1945. Eva klæddist bláum silkikjól við athöfnina. Dag- inn eftir, 30. apríl, frömdu Eva Braun og Adolf Hiúer sjálfsmorð með því að taka inn eitur. Líkamsleifar þeirra voru brenndar í Kanslaragarðinum. Eva var 33 ára gömul þegar hún dó. — Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Lvgilegip Mdisglffiplp Hansína skrifaöi: Ofbeldið í Reykjavík hefur aukist svo mikið að undanfömu að manni finnst nóg um. Það er ekki lengur óhætt fyrir ungar stelpur að fara út á kvöldin án þess reynt sé að nauðga þeim eða þær slegnar í hausinn með hafnaboltakylfum. Það er nauðsyn- legt að fólk sé vakandi fyrir þessu of- beldi og verð ég að þakka Morgun- blaðinu sérstaklega fyrir að vekja at- hygli almennings á þessu grófa of- Lesendur beldi. Þessar nýlegu ofbeldissögur gegn ungum stúlkum hljóma svo lygilega að þær em eins og úr bíó- mynd. Hvað vakti fyrir þessum ungu mönnum sem stóðu úti á Vestur- landsvegi og réðust inn í bíl ungrar stúlku og reyndu svo að nauðga henni? Og hvemig er þetta með lög- regluna? Af hverju hefur hún ekki haft upp á þessum mönnum? Það hafa að minnsta kosti 3-4 stórfurð- leg ofbeldismál komið upp á þessu ári og þau em ennþá óupplýst. Það liggur í augum uppi að það þarf að efla löggæsluna ef koma á í veg fyrir svona glæpi. Nýlega var mér sagt frá því að í burðarliðnum væri fmm- varp sem okkar ágæti dómsmála- ráðherra væri að flytja á Alþingi. í ffumvarpinu er gert ráð fyrir að lög- gæslan verði efld á öllum sviðum og að sett verði á fót greiningardeild lögreglunnar. Ég bið alla þingmenn á Islandi að setja sig ekki upp á móti Birni í þessu máli. Það er nauðsyn- legt að auka eftirlit með almenningi þegar ofbeldisseggir vaða uppi í samfélaginu. Nú er komið nóg. Frank Sinatra ekki mafíósi Geir Ólafsson hringdi: Ég er afskaplega ósáúur við þáú- inn um hann Frank Sinatra á RÚV síðasúiðinn fimmtudag. Það virðist bara hafa gleymst að tala um hann sem tónlistarmann og allt það sem hann hefur gert. Ég verð að segja að mér finnst ekki gaman að horfa á mann- eskju dýft ofan í skítinn og þar að auki getur hann ekki fyrir nokkurn mun varið sig, enda dáinn! Ég gengur til með að gera slíkan þátt en ég held að það sé vegna þess að þeir Lesendur áttu aldrei jafngóðan tónlistarmann og Frank Sinatra. Sem músíkant var hann söngvari aldar- innar og svo lét hann taka hressilega til sín í pólitíkinni. Hann hélt styrktartónleika með gríðarlega mörgum og frægum stjömum fyrir forsetaframboð Johns F. Kennedy. Fyrir vikið var John kosinn forseti Banda- ríkjanna en í þættin- um Sinatra er ekki einu sinni imprað á þessu ótrúlega framtaki hans nema í tengslum við mafíuna. Það em engar sannanir til um það að Frank Sinatra hafi tengst skipulögðum glæpasamtökum á nokkurn hátt og ættu menn því að fara varlega í gera heilan þátt bara um þessar aðdróttanir. veit ekki hvað Bretunum Borðum ekki sjálfdauða fugla Nú verðum við íslendingar að fara að vara okkur, fuglaflensan er að koma. Við verðum að hætta að borða sjálfdauða fugla sem við finnum á víðavangi. Við verðum að loka alla páskungana inni. Við verðum að loka öllum vatns- bólunum, hætta að drekka vatn, hætta að umgangast fugla, hætta að borða fugla, hætta að umgang- ast fólk, hæúa að fara út. Slík er hættan sem að okkur steðjar. Ég minnist þess úr áramótaskaupi 1986 eða 1987, þegar Örn Árnason stóð í lögreglubúningi og skaut alla farfuglana af því þeir borguðu ' “ ekki tolla. Við getum kannski fengið herinn til þess að klára vem sína með því að skjóta alla farfugla sem koma hingað. Þeir gætu loks- ins notað þoturnar og allar byss- urnar sínar. Þá væri kannski fyrst hægt að segja að þeir hefðu ein- hvern ú'mann sinnt einhverjum hernaðarlegum tilgangi á íslandi. Fjölmiðlar gætu þá róað sig aðeins f fuglaflensufréttunum, sem em að verða næstum því eins stórar og fjármálafréttirnar og næstum því eins óskiljanlegar. Annars er allt gott að frétta úr garðyrkjunni. Nú er kominn tími til að bretta upp ermar og losa sig við allan mosann úr grasinu. Eitt elsta og ■ - besta ráðið við því er að láta börn- in leika sér á túninu og traðka nið- ur mosann, því eins og við garð- yrkjumenn segjum „til hvers að eiga þessa krakka ef það er ekkeú gagnaf þeim". Eldar Ástþórs son Skipuleggj- andi Vorbióts. Maður dagsins Skoskt salsa á sunnudaginn Á fimmtudaginn hófst tónlista- hátíðin Vorblót á NASA við Austur- völl og er henni ætlað að verða ár- legur viðburður í tónlistarlífi Reykjavíkur. Á hátíðinni ægir sam- an ýmsum tónlistarstefnum og straumum eins og jazz, fönk, salsa, blús og heimstónlist. Þar koma fram tónlistarmenn frá ýmsum heimshornum. Sfgaunabandið KAL frá Serbíu, Salsa Celtica frá Skotlandi, Ife Tolentino frá Sáo Paulo og Mezzofoúe frá Reykjavík. „Við vildum fara af stað með tón- listarhátíð sem væri með fjöl- breytnina í fyrirrúmi en væri einnig byggð á öðrum forsendum en hinar hefðbundnu tónlistahátíðir sem leggja áherslu á popp og rokk, segir EldarÁstþórsson aðstandandi. Eld- ar er einnig skipuleggjandi tón- listahátíðarinnar Icelandic Airwa- ves. Icelandair er einnig aðalstyrkt- araðil Vorblóts. Bæði blaðamenn og almennir hátíðargestir eru væntanlegir erlendis frá til að fylgj- ast með hátíðinni enda stór nöfn mætt til leiks. „Við erum mjög stoltir af hljómsveitunum sem troða upp. Stærsta nafnið á hátíð- inni, serbneska hljómsveitin Kal, spilar einmitt í kvöld. Kal er þekkt fyrir sérstaklega líflega og flotta tónleika. Þeir hafa getið sér góðan orðstír fyrir sérstaka túlkun á sígunatónlist og blanda alls konar tónlistarstefnum saman. Annað kvöld spilar hljómsvetin Salsa Kelt- ica frá Skoúandi. Hún blandar salsa með kúbönskum áhrifum við skoska þjóðlagatónlist og útkoman er vægast sagt stórkostleg," segir „Þeir hafa getið sér góðan orðstír fyrir sér- staka túlkun á síguna- tónlist og blanda alls konar tónlistarstefn- umsaman." Eldar. Aðspurður af hverju nafnið Vorblót var valið segir Eldar að það sé nokkuð augljóst. „Það er að koma vor. Við höfum verið sérstak- lega heppin með veður síðan hátíð- in byrjaði. Vorveður." Eldar er fæddur 29. maí 1977 I Osló en er uppalinn I Reykjavlk, sonur hjón- anna Erlu Gunnarsdóttur og Ástþórs Gíslasonar. Eldar lærði skipulags- og kynningarnám í Gautaborg og starfar nú sem framkvæmdastjóri Herra Or- lygur. Á árum áður var Eldar með útvarpsþáttinn Skýjum ofar. Eldar er í stjórn Íslands-Palestínu. Hann er giftur Evu Einarsdóttur, verkefnastjóra í mannréttindamálum. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.