Símablaðið - 01.05.1991, Side 9
varða launakjör og starfsaðstöðu starfsfólks,
skipun setningu og ráðningu í stöðu, niður-
lagningu á stöðum, frávikningu, menntunar-
kröfur og önnur mál er varða hagsmuni ein-
stakra starfsmanna, starfshópa stofnunar-
innar, syo sem aðgerðir sem kunna að fela í
sér almenna röskun á atvinnuöryggi og hög-
um starfsfólks, hvort sem slík mál berast frá
Póst- og símamálastjóra eða einstakir ráða-
menn bera þau fram. Ráðið skal fjalla um
tillögur og hugmyndir starfsmanna um að-
búnað öryggi og hollustuhætti á vinnustað.
Jafnframt skal tilkynna í ráðinu allar meiri-
háttar breytingar á skipulagi stofnunarinn-
ar. Breyting hefur verið gerð varðandi laus-
ar stöður, Samgönguráðuneytið auglýsir nú
stöður framkvæmdastjóra og yfirmanna sem
heyra beint undir þá, stöðu umdæmisstjóra,
Símastjórans í Reykjavík, Póstmeistarans í
Reykjavík svo og stöður þeirra yfirmanna
sem heyra beint undir þá. Ennfremur stöð-
ur stöðvarstjóra og póstútibústjóra. Póst- og
símamálastofnunin auglýsir allar aðrar stöð-
ur. F.Í.S. á 2 fulltrúa í Starfsmannaráði.
SÍMABLAÐIÐ
Símablaðið hefur komið út tvisvar á síð-
asta starfsári og er þar að finna allt það
markverðasta sem gerst hefur í félagsstarf-
inu. Mjög mikill kostnaður er nú við útgáfu
Símablaðsins og fer vaxandi vegna þess mis-
ræmis sem er á útseldri þjónustu og launum
starfsmanna.
FRÆÐSLUSTARF
Fræðslunefnd F.Í.S. gekkst fyrir fræðslu-
námskeiði í Munaðarnesi dagana 3., 4. og 5.
október sl. 30 trúnaðarmenn félagsins sátu
námskeiðið. Fræðslunefndin hefur ákveðið
að efna til fræðsluráðstefnu 20. apríl nk. og
hefst hún klukkan 13:00 að Holiday Inn. Þar
verða flutt stutt fræðsluerindi um réttinda-
mál, kjarasamninga, lífeyrismál o.fl.
EFTIRL AUN ADEILD
Eftirlaunadeild F.Í.S. hefur starfað með
miklum myndarskap að vanda undir forystu
Þóru Timmermann. f ágúst var farin hin ár-
lega skemmtiferð deildarinnar og var nú
farinn hringvegurinn, hvorki meira né
minna, með viðkomu á hálendinu, þær
Askja og Herðubreið, drottning hins norð-
lenska hálendis, skoðaðar í blíðskapar
veðri. í nóvember komu félagarnir saman,
spiluðu og fengu sér snúning. í febrúar var
haldið þorrablót með miklum glæsibrag, þar
mættu um 100 manns. Starf Eftirlaunadeild-
arinnar er ómetanlegt og þeim til sóma sem
að því standa.
ÖRYGGISMÁL OG VINNU-
VERND
Gunnar Þórólfsson á sæti í öryggisnefnd
Póst- og símamálastofnunarinnar sem full-
trúi F.Í.S. A síðast liðnu ári hafa ýmis mál
og fyrirspurnir borist öryggisnefndinni frá
starfsmönnum. Má þar sérstaklega nefna
málefni loftnetamanna stofnunarinnar um
vinnureglur í loftnetamöstrum, sem leiddi
til þess að ákveðið var að halda námskeið í
öryggisbúnaði á vegum Póst- og símaskól-
ans og verða þau haldin á Jörfa dagana 8. til
10. og 15. til 17. apríl 1991.
SÍMAKÓRINN
Stofnaður hefur verið kór innan F.Í.S.,
Símakórinn. Þessi ágæti kór kom fram í
fyrsta skipti á árshátíð F.Í.S. 2. mars sl.
Stofnun kórsins er mikill menningarauki í
starfsemi félagsins og væntum við góðs af
starfsemi hans.
ÝMIS MÁL
Heiðursfélagi F.Í.S., Jón Kárason, fyrr-
verandi aðalbókari Pósts- og síma hefur nú
látið af störfum hjá stofnuninni. Jón hefur
nú hafið störf á skrifstofu F.Í.S. og er hann
sérstaklega boðinn velkominn til starfa hjá
félaginu.
Síðastliðið starfsár hefur verið fjölþætt og
félagsstarfið fer stöðugt vaxandi. Telefax-
tæki hefur verið sett upp á skrifstofu F.Í.S.,
faxnúmer 27011. Sérstakur símatími er kl. 10
til 12 alla virka daga, símanúmer 22359 og
636561. Utan símatíma er tengdur símsvari
við símanúmer 636561 þegar á þarf að
halda.
SÍMABLAÐIÐ 7