Símablaðið - 01.05.1991, Page 12
Svanhildur Halldórsdóttir. Ágúst Geirsson.
Svanhildur Halidórsdóttir sagði frá merk-
um sögulegum áföngum í baráttu opinberra
starfsmanna. B.S.R.B. hefði verið stofnað
1942 og eitt af stofnfélögunum hefði verið
F.I.S. elsta félag opinberra starfsmanna.
„Með stofnun, vexti og viðgangi
B.S.R.B. má segja að hefjist lokakaflinn í
þeirri skipulegu þróun verkalýðshreyfingar-
innar á Islandi sem hófst á ofanverðri síð-
ustu öld með stofnun einstakra verkalýðsfé-
laga“, sagði Svanhildur.
Hún gat merkra áfanga í baráttunni:
1962 Náðist fram samningsréttur með
kjaradómi og kjaranefnd.
1972 Náðist fram sérkjarasamningur til fé-
laganna.
1976 Náðist fram verkfallsréttur um aðal-
kjarasamninga B.S.R.B..
1986 Fengu aðildarfélögin samningsréttinn
til sín og náðist fram verkfallsréttur
um allan samninginn.
Svanhildur ræddi því næst um starfsemi
B.S.R.B., skrifstofan væri opin lla virka
daga til þjónustu við einstaklinga , félögin.
Á skrifstofunni er mikið safn upplýsinga.
Samtökin eru umsagnaraðili um fjölmörg
mál sem snerta beint eða óbeint hagsmuni
samtakanna svo sem húsnæðismál, dagvist-
unarmál, lífeyrissjóðsmál, og fæðingarorlof.
Sérhæfð vinna og stuðningur við starfshópa
er einn liður starfsins. B.S.R.B. hefur beitt
ýmsum ráðum til að fylgja málum eftir til að
gæta hagsmuna fólks eins og með því að
gangast fyrir útifundi vorið 1989 er hafði
það verkefni að stöðva hækkanir á matvöru.
Þetta var einn fjölmennasti útifundur á ís-
landi með u.þ.b. 25 þúsund fundarmenn,
enda hafði hann sín áhrif. Samtökin gefa út
blað og ýmislegt efni með lögum og reglum.
Svanhildur taldi að launamenn gætu ekki
verið án bandalaga. Sundruð værum við
veikari og rödd okkar heyrðist ekki eins vel.
Ágúst Geirsson ræddi um starfsmenntun-
arsjóð ríkisins. Sjóðurinn hefur starfað frá
árinu 1980 með það hlutverk að efla og auð-
velda starfs- og endurmenntun ríkisstarfs-
manna innan B.S.R.B.. Tekjur sjóðsins
voru fyrst 0,15% af föstum tekjum síðan
0,22% og nú 0,22% af heildartekjum. Þau
tíu ár sem sjóðurinn hefur starfað hefur
hann veitt um 70 millj. í styrki til sex þús-
und umsækjenda. Árið 1990 voru afgreiddar
1240 umsóknir og veittar 18,2 millj. króna í
styrki. Hæstu styrkir nema nú kr. 80.000.
Ágúst taldi þá hækkun er náðist í samn-
ingunum 1990 er ákveðið var að greiða af
heildarlaunum í sjóðinn afar þýðingarmikla.
Nokkuð væri misjafnt hvernig styrkveitingar
skiptust milli hinna ýmsu félaga. Það færi
eftir aðstæðum. T.d. hefði það vafalaust
10 SÍMABLAÐIÐ