Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.05.1991, Side 26

Símablaðið - 01.05.1991, Side 26
í Salzburg, leitin að næturlífinu að hefjast. F.v.: Sigríður E., Sigríður J., Sara og Sóley. Essin fjögur — leggja land undir fót Þann tólfta ágúst 1990 hófst ferð „Essanna fjögurra“, þ.e. þeirra Söru H. Sigurðardóttur, Sóleyjar N. Ingólfsdóttur, Sigríðar E. Helgadóttur og Sigríðar Jóhannsdóttur. Ferðinni var heitið til Austurríkis og Ítalíu og fyrsti áfangastaður var Salzburg. Að öllum líkindum er ferðalag þetta orð- ið víðfrægt nú þegar fyrir þær sakir að annar eins fjöldi undirbúningsfunda hefur ekki þekkst fyrr á íslandi !!! Til Salzburg komum við eftir tíðindalitla flugferð, hressar og ólmar í að kynna okkur næturlífið þar um kvöldið, áður en lagt yrði af stað í skoðunarferðir. Skemmst er frá að segja að ráðagerðin sú fór fyrir lítið þar sem nætur„lífið“ í borginni er steindautt !!! Heimamenn litu á okkur stórum augum þegar við spurðum um skemmtistaði með lifandi tónlist og tjáðu okkur að slík fyrir- bæri fyndust ekki í „stórbprginni'1 Salzburg. Hin þekkta þrautseigja íslendinga lét þó ekki að sér hæða og að lokum tókst að finna eitt hótel, skammt fyrir utan borgina, þar sem tónlist átti að vera leikin af fingrum fram. í ljós kom að þarna var eingöngu dis- kótek og á dansgólfinu voru tvær konur. Var því ekki um annað að ræða en að fara heim að sofa! Haldið til Ítalíu Morguninn eftir ókum við sem leið lá suður yfir Alpana til Ítalíu, nánar tiltekið til Porto Verde, sem er lítið þorp rétt við Rim- ini. A meðan á ferðinni stóð veittum við því athygli hvað húsin urðu óvistlegri og allt sóðalegra eftir að farið var yfir landamæri Italíu. Austurríki er á hinn bóginn afar hreint og fagurt land. I Porto Verde var dvalist í viku og þar var margt sem gladdi augað, til dæmis er smábátahöfnin þar hreint augnayndi. Einnig var tíminn notaður vel í skoðunar- ferðir og var m.a. farið til Flórens og Písa. Ferðin þangað var afar skemmtileg og fræð- 24 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.