Símablaðið - 01.05.1991, Side 28
90% plómu- og peruvín. Einn galli var þó á
gjöf Njarðar, en hann var sá, að við urðum
að drekka jafnmörg glös og samsvaraði
fjölda gestanna, því hver og einn bauð uppá
glas. Það vildi okkur til happs að gestirnir
voru einungis þrír talsins! Eitt kvöldið var
okkur boðið heim til Örnu og Walters, þar
sem heimagerðir ostar, pylsur og brauð
voru á boðstólum.
Við skoðuðum nálæg fjallaþorp og ókum
yfir landamærin til Júgóslavíu þar sem hið
fagra Bled vatn er staðsett. Ekki var hlaup-
ið að því að komast að vatninu, þar sem
m.a. þurfti að bíða í fimm kílómetra langri
biðröð í 18% halla. Á leiðinni til baka villt-
umst við í eina skiptið á allri ferðinni.
Ljúft og skylt er að geta þess að Sóley sat
undir stýri meirihluta ferðarinnar og stóð
sig eins og hetja. Bifreið okkar var heldur
ekki af lakara taginu: Opel Vektra.
Sem sannir og áhugasamir póst- og síma-
starfsmenn ákváðum við að skoða einn
póst- og símavinnustað. Fyrir valinu varð
pósthúsið í Volkermarkt sem er bær við
Mittertrixen. Þar var okkur sýnt það mark-
verðasta og var afar vel tekið á móti okkur.
Eftirtektarverðast var hversu líkt allt var
hér og heima, þannig að auðvelt var að
ímynda sér að til dæmis um pósthúsið R-8
væri að ræða!!!
Vínarborg heimsótt
Að lokinni skemmtilegri dvöl í sveitinni
var haldið til Vínarborgar. Þar var ánægju-
legt að vera og margt að sjá. í borginni er
fjöldi markverðra staða til að skoða, svo og
til að njóta lista. Sem dæmi um staði sem
við skoðuðum má nefna: Schönbrunn-höll-
ina og garðana umhverfis hana. Höll þessi
var sumarhöll Maríu Theresu, keisara-
drottningar; stórfengleg bygging sem líkist
helst Versölum í Frakklandi. Einnig litum
við á Belvedere-höllina, Stefánsdómkirkj-
una, ásamt fjölda annarra fallegra og sögu-
frægra bygginga.
A listasviðinu gerðum við ýmislegt spenn-
andi, t.d. fórum við á söngleikinn Cats.
Reyndist það bæði skemmtileg og svolítið
sérkennileg upplifun að hlusta á þessi
þekktu og frægu lög sungin á þýsku í stað
enskunnar. Einnig var farið á jasstónkeika
Á Markúsartorginu í Feneyjum. F.v.: Sig-
ríður E., Sigríður J. og Sóley.
með Oscari Klein, en hann er einn frægasti
jasstónlistarmaður Austurríkis. Ekki er
hægt að sækja Vinarbúa heim án þess að
hlýða á Vínarvalsa og aðra Vínartónlist.
Við hlýddum á ljúfa Vínartóna í garði sem
kenndur er við Jósef Strauss, en þetta er
einn af mörgum görðum borgarinnar. Þar
spilaði hljómsveit í geysifallegum laufskála
og áheyrendur sátu og drukku kaffi og
snæddu að sjálfsögðu vínarbrauð með !!!
Má með sanni segja að okkur hafi þótt dvöl-
in í Vín vera hápunktur ferðarinnar.
Eftir tvær viðburðaríkar og allt of stuttar
vikur voru „Essin fjögur“ komin aftur til
Salzburg, þar sem meðal annars var litið á
húsið sem Mozart bjó í, ásamt húsinu sem
hann notaði sem vinnustofu. Síðustu nótt-
inni var eytt í Salzburg áður en haldið var
aftur heimá „Klakann“.
26 SÍMABLAÐIÐ