Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006 Fréttir DV Innbrotsþjóf- urábílasölu Karlmaður á tvítugsaldri var handtekinn um mið- nættið í fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í bíla á bíla- sölu. Tilkynnti næturvörður á bílásölunni um mann- inn sem er grunaður um að hafa brotíst inn í eina fimm bíla og haft á brott með sér bílgeislaspilara úr þeim öll- um. Var aðferð hans við að komast inn í bílana alltaf sú sama. Það var að brjóta rúðu farþegamegin og hrifsa þýfl á brott. Þjófurinn var yfirheyrður í gærmorg- un og er málið í rannsókn. Stúlka hjá Loga og Svanhildi Sjónvarpsparið Svan- hildur Hólm og Logi Berg- mann Eiðsson eignuðust stúlku á föstudaginn. Hún var fimmtán merkur og að sögn Svanhildar gekk fæð- ingin vel. Þetta er annað barn Svanhildar sem á fyr- ir níu ára gamian son en Logi á fjórar stúlkur frá fyrra hjónabandi. DV óskar þeim hjónakomum innilega tíl hamingju. Ibúðaverð enn að hækka Þrátt fyrir metár í íbúða- byggingum, hækkun vaxta, skertan aðgang að lánsfé og rýrnun kaupmáttar er íbúðaverð enn að hækka. í júní hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% og hefur það þá hækk- að um 5,3% frá áramótum. Kemur þetta fram í gögnum sem Fasteignamat ríkisins birti í fýrradag. Samkvæmt Verðsjá Fasteignamats ríkis- ins er fermetraverð á íbúð- arhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu komið upp í 223 þúsund krónur og hefur hækka um ríflega 11 þús- und frá áramótum, eða um 1,1 milljón á 100 fm. íbúð. Greining Glimis segir frá. Fíkniefnahelgi framundan Verslunarmannahelgin er framundan og er lögregl- an að búa sig undir hana, bæði hvað varðar al- mennt eftírlit og fíkni- efnaeftirlit. Samkvæmt Guðmundi Guðjóns- syni yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra munu hans menn ásamt tollgæslunni og lögreglustjórum halda útí öflugu eftirliti með fíkniefn- um enda ekki vanþörf á. í fýrra var lagt hald á á annað hundrað grömm af fíkni- efnum þessa helgi og mest á stærstu útihátíðunum, á Akureyri og í Vestmanna- eyjum. Árið áður var svipað hvað varðar haldlögð efni en árin eiga einnig sam- eiginlegt að efnin voru að stærstum hluta amfetamín. Óskarsverð- Cate Blanchett Bæöi hæfileikarík og gullfalleg. Hún hlautóskarinn fyrir hlutverksittsem Katherine Hepburn ITheAviatorámóti Leonardo DiCaprio. Ástralska leikkonan Cate Blanchett úr kvikmyndum á borö viö Lord of the Rings, The Aviator og Elizabeth lendir á íslandi eftir helgi. Hún ætlar að eyða rúmri viku í að kynnast landi og þjóð. á Snæfellsnesi Óskarsverðlaunaleikkonan Cate Blanchett er á leið til íslands strax eftir helgi, samkvæmt heimildum DV, og ætlar hún að eyða viku til 10 dögum í afslöppun. Cate er á góðri leið að verða ein virtasta leikkonan í Holiywood. Hún hefur hlotíð lof og hylli gagnrýn- enda fýrir hvert hlutverkið á fæt- ur öðru alveg frá því að hún skaust upp á stjömuhimininn fýrir leik sinn í myndinni Elizabeth. Hún hef- ur unnið fjöldann allan af Golden Globe-verðlaunum en einnig SAG- og Bafta-verðlaun. Árið 2004 hreppti hún svo óskarsverðlaunin fýrir að leika Katherine Hepburn í kvik- myndinni The Aviator. Snæfellsjökull og Hótel Búðir Cate er gift handritshöfundin- um Andrew Upton og eiga þau sam- an tvo syni, Dashiell og Roman Ro- bert. Ekki er vitað hvort fjölskyldan fylgi með í för en þykir það líklegt því Cate er dugleg að taka syni sína með á upptökustaði. Fjölskyldan ætlar að eyða versl- unarmannahelginni á Snæfellnes- inu sem er tilvalinn staður fýrir fjöl- skyldufólk. Hótel Búðir eru án efa þekktasti áfangastaður á Snæfellsnesinu og er ekki ólíklegt að leikkonan gisti þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaffamleiðandi einnig fallegt sveitasetur á Snæfells- nesinu og má vera að fjölskyldan kíki í heimsókn þangað. Leikur á móti fslandsvini Það er ekki hægt að velja fag- urri eða dularfyllri stað tíl þess að dvelja á á íslandi í fýrsta sinn og þykir líklegt að Cate og fjöl- skylda kíki í ferð upp á jökul- inn enda frægur staður úr sögu Jules Verne: Journey to the Center of the Earth. Nýjasta kvikmynd leik- konunnar heitír Babel og verður ffumsýnd á ís- landi á næstunni, en mótleikari hennar í myndinni er enginn annar en íslands- vinurinn Gael García Bernal. Kannski mæltí hannmeðsum- arfríi á Islandi. s Svarthöfði Svarthöfða brá heldur betur í brún um daginn þegar tilkynnt var að hægri hönd Bjöms Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra, Stef- án Eirfksson, hefði verið ráðinn í nýtt embætti lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins. Ekki það að Svart- höfði hafi eitthvað á mótí honum persónulega. Hins vegar rennur Svarthöfða kalt vatn milli skinns og hörunds þeg- ar hann sér hina heilögu þrenningu tróna á toppi löggæslumála á íslandi. Nú höfum við Björn Bjarnason sem æðsta yfirmann löggæslumála á ís- landi. Við höfum einnig Harald Jo- hannessen í embætti ríkislögreglu- stjóra að viðbættum áðurnefndum Stefáni. Svarthöfði er uggandi yfir þessari þróun að mörgu leyti. Til að byrja með hefur Svarthöfði áhyggjur af Haraldi Johannessen. Sérstaklega eftir að hann sá Harald kaupa sér bíl. Haraldur tók föður sinn Matthías, fýrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, með í leiðangur- inn. Matthías valdi tegundina og lit- inn á bílnum fýrir soninn. Svarthöfði ímyndar sér að fýrst Haraldur get- ur ekki tekið sjálfstæðar ákvarðan- ir varðandi bflakaup fjölskyldunnar geti margar embættisákvarðanir vaf- ist fyrir honum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svarthöfði hefur líka áhyggjur af Stefáni Eiríkssyni og Birni Bjamasyni. Þessir menn eru sérstakir aðdáend- ur og stuðningsmenn leyniþjói Þeir elska „fyrirbyggjandi" aí ir sem byggjast að mestu leyti því að njósna um einstaklinga. Svarthöfði hefur áhyggjur af því að bráðlega getí hvorki hann strokið. Að við munum lifa í heimi lflct og George Orwell skapaði í sögunni 1984. Þá fýrst verður gaman hjá þeim kumpánum en Svarthöfði hræðist þá stund, líkt og allir landsmenn ættu að gera. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.