Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Hinn almenni borgari má sumsé þola óvænta skattahækkun til viðbótar annarri óvissu I efnahags- málum. Hið eina sem virðistalveg víster að ríkisútgjöldin munu halda áfram að belgjast út, en ríkissjóður er liðlega 40% dýrari í rekstri nú en fyrir tveimur kjörtímabilum." Andrés Magnússon í leiðara Blaðsins. Heyr, heyr. Það er ekki nýmæli að það hefur aldrei verið til ríkisvald á (slandi sem hefur haft getu, hvað þá vilja, til að draga úr eigin útgjöldum. „Nú langar mig til að nýta tækifærið og leggja til að minnismerki verði reist til heiðurs fyrstu Islensku konunni sem fæddi litað barn á Islandi. Hún hefur ekkisíðuren Guðríður (kona Þorfinns Karlsefnis) orðið að vera kjörkuð." Gerður Kristný í pistli á Fréttablaðinu. Orð itima töluð. Kom þetta barn ekki undir austur á fjörðum fyrir einum tveimur öldum og af er merk ætt hér á landi? Fasteignasalan Miðborg hefur fengið til sölu glæsivillu við Haukanes 18 á Arnarnesinu. Það er Þórleif Sigurðardóttir, ekkja Hjartar Jónssonar kaupmanns í Olympiu, sem á húsið en uppsett verð er með því hæsta sem sést hefur hér á landi. Glæsivilla á Arnarnesinu til sölu á 200 milljónir ar „Hittersvo annað mál, sem ekkierunnt að loka augunum fyrir, að margir þolendur afbrota með beinum eða óbeinum hætti skynja aðstæður á þann veg aö réttindi þeirra víki í ofríkum mæli fyrir hagsmun- um hinna sem virða lögogréttað vettugi." Þorsteinn Pálsson i leiðara Fréttablaðsins. Hér hafa hagsmunir lesenda Frétta- blaðsins algjörlega vikið fyrir næstum glæpsamiega óskiljanlegum texta. „Staöan íLlbanon var rædd á fundi dóms- og innanrikisráðherra Schengen- ríkjanna I Brussel mánudaginn 24.júlí, ekki síst meö visan til þeirra, sem hafa flúið frá Ubanon til Kýpur, sem er innan Schengen. Þarmunu vera um 50.000 manns frá svonefnd- um þriðju ríkjum, ' það errlkjum utan j Schengen. Á hinn I bóginn erekki litið þannig á, að um 1 beint flóttamanna- vandamál sé að ræða vegna striðsins í Líbanon - þar hafi um hálfmilljón manna flust búferlum innan ríkisins en ekki flúið til annarra landa." Björn Bjarnason bloggar á heimasíðu sinni. Já, auðvitað, Björn. Þetta fólk var bara að skipta um íbúð. „Iþróttahreyfingin I Vestmannaeyjum stendur fyrirþjóðhátíðinni í Herjólfsdal, og hefur nú gengið I bræðralag við bjórfyrirtækið Túborg um það hátíðahald. Núna hefur samstarfið þróast þannig að ÍBV og Túborg hafa sameinast I merki hátíðarinnarog auglýsa það rækilega I sjónvarpi og blöðum: Fullur lundi hefur sett á sig kórónu Danakonungs afTúborgmiðan- um og þegar hann kinkar kolli kemur i Ijós að hann heldur á bjórflösku afréttri tegund." Mörður Árnason bloggará heimasíðu sinni. Af tvennu illu er betra að lundinn sé drukkinn en Árni Johnsen sé það. „Afturámóti blöskrar Smáborgaranum hegðun kirkjugesta sem mæta ekki af eigin hvötum, til dæmis þeirra sem fylgja skírnar- börn- um. Téðir gestir geispa, smjatta á tyggi- gúmmí og taka sér ekki sálmabók í hönd." Smáborgarinn IBlaðinu að ræða um kirkjugesti samtímans. Þarna fer sannkristinn maður. En heyra hroturnarliðinnitíð? jS» Þórleif Sigurðardóttir, ekkja Hjartar Jónssonar stórkaupmanns í Olympiu, hefiir sett glæsivillu sína við Haukanes á Arnarnesi á sölu. Uppsett verð á eigninni, sem er nálægt 550 fermetrum að stærð þegar bílskúr er talinn með, er 200 milljónir. Það er ekki oft sem eignir metnar á svo háa upphæð koma inn á fast- eignasölur á íslandi. Ein slík er þó til sölu á fasteignasölunni Miðborg þessa dagana en það er tæplega 500 fermetra einbýlishús við Haukanes á Arnamesi. Eigandinn er Þórleif Sig- urðardóttir en hún er ekkja Hjartar Jónssonar, stórkaupmanns í undir- fataversluninni Olympiu. Dýr fermetrinn Það er óhætt að segja að fermetr- inn í þessari glæsivillu á Arnamesi sé ekki ókeypis. Fáist uppsett verð verð- ur fermetraverðið um 400 þúsund krónur. Það ætti þó ekki að væsa um neinn í húsinu sem telur tvær hæðir, turnherbergi og tvöfaldan bílskúr en samanlögð stærð er 550 fermetrar. Nokkrar fyrirspurnir Heimildir DV herma að selj- anda hafi borist nokkrar fyrirspurn- ir um húsið enda heillar Arnarnesið marga. Stutt er síðan athafnamaður- inn Sigurður Bollason og kona hans Nanna Björk Ásgrímsdóttir keyptu rúmlega 500 fermetra hús að Hauka- nesi 10 af veitingamanninum Ólafi Stórfenglegt útsýni Eins og sést á þessari mynd er útsýnið úr húsinu magnað. Hjörtur Jónsson Var stórkaupmaður I Olympiu á sinum tlma og lengi formaður Kaupmannasamtakanna. Ekkja hans ÞórleifSigurðardóttir hefur sett hús þeirra á Arnarnesinu á sölu og er verðið 200 milljónir. Laufdal í lok maí fyrir um 150 millj- ónir. Fasdega má búast við því að fjölmargir húseigendur á Arnarnes- inu fari að hugsa sér til hreyfings ef uppsett verð fæst fyrir eignina að Haukanesi 18. Þögn á Arnarnesinu Ekki náðist í Þórleifu Sigurðardótt- ur, húsmóður í Haukanesi, og vildu aðstand- endur hennar heldur ekki tjá sig um málið þeg- ar DV hafði sam- band. oskar@dv.is Bóndinn á Vatnsskarðshólum telur að óprúttnir menn hafi rænt eggjum frá kríunni Krían í Dyrhólaey nauðrænd eina ferðina enn „Þetta er í annað sinn á örfáum árum sem krían í Dyrhólaey er nauð- rænd, sem er afar slæmt, því mörg ár geta liðið áður en hún sest hér upp aftur," segir Þorsteinn Gimnarsson bóndi á Vatnsskarðshólum við Dyr- hólaey. „Við vorum einmitt að fagna því að krían væri komin aftur í eyna eftir að hún var nauðrænd fyrir nokkrum árum en svo virðist sem einhverjir óprútmir aðilar hafi fyrir skömmu stolið öllum kríueggjum úr eynni," heldur Þorsteinn áfram. Að sögn Þorsteins voru í fyrstu uppi getgátur um að refurinn ætti sökina á hvarfi kríueggjanna. „En það gengur ekki upp því æðarfugl- inn og allur annar fugl er spakur og hefur verið látinn í friði. Það er tæp- lega heldur sandsílaþurrð um að kenna því svartfuglinn í dröngunum hefurkomið upp ungum ogaukþess er óvenju mikill fugl núna. Þá hafa önnur kríuvörp í grenndinni gengið vel," segir Þorsteinn. Lögreglan hefur rannsakað mál- ið. För hafa fundist eftir bíl sem ekið hefur utan slóða fram hjá læstu hliði og inn á svæðið. „Umhverfisstofnun mun skoða vel hvernig eftirliti með Dyrhóla- ey verður háttað í framtiðinni í ljósi þessa máls en málið sjálft er alfarið í höndum lögreglu og lögfræðinga stofnunarinnar," segir Trausti Bald- ursson hjá Umhverfisstofnun í sam- tali við DV. Þorsteinn Gunnarsson Bóndinn á Vatnsskarðshólum vill aukið eftirlit með Dyrhólaey. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.