Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 29
DV Helgarblað FÖSTUDAGURINN 28. JÚLl2006 29 Kolbrún Rakel Helgadóttir flutningabíl- stjóri léttist um heil 50 kíló með hjálp Herbalife og breyttum lífsstíl. Kolbrún Rakel varð að gera eitthvað í sínum málum þar sem heilsa hennar var að veði. Hún var komin á þunglyndislyf, var með vöðva- bólgu, of háan blóðþrýsting og var hætt að geta reimað skóna sína. Þegar litla stúlkan hennar fæddist ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum svo hún gæti verið almenn- inleg fyrirmynd dóttur sinnar. Léttist um50kq „Mér fannst ég þurfa að velja hollan og góðan mat handa barninu mínu og gat því ekki gefið henni það sem ég var að borða. Þegar ég var 12 ára fór ég fyrst að heyra að ég væri of feit. Ég á tvær yngri systur sem voru alltaf grennri en ég. En ef ég skoða myndir frá þessum tíma var ég alls ekkert of feit. Ég var bara ekki jafn grannholda og þær,“ segir Kolbrún Rakel Helgadótt- ir, 31 árs flutningabílstjóri, sem hefur lést um heil 50 kíló með hjálp Herba- life. Kolbrún Rakel segist hafa byrj- að að spá í aukakílóin á þessum tíma og þá hafi hún farið að passa sig. „Ég var alltaf í þéttari kantinum fram að tvítugu en þá fór ég að fitna að ráði. Ég settist á skólabekk og byrjaði að vinna á nóttunni en við það riðlað- ist öll rútína og kílóin fóru að hlað- ast utan á mig, nánast án þess að ég tæki eftir því." Megrunarkúr á eftir megrunarkúr Þegar ákveðnum tímapunkti var náð prófaði Kolbrún Rakel hvern megrunarkúrinn á fætur öðrum en ekkert gekk. „Ég náði kannski fimm eða tíu kílóum af mér en það komu alltaf 10 eða 15 aftur," segir hún en Kolbrún Rakel hefur alltaf smndað mikla hreyfingu fyrir utan tímann þegar hún var sem feitust. „Ég var í björgunarsveit, í fótbolta og körfu- bolta en þegar maður borðar meira en góðu hófu gegnir fer það að sjást," segir hún þegar hún riíjar upp þetta tímabil. Varð að vera fyrirmynd dótturinnar Vendipunkturinn í lífi Kolbrúnar var þegar litla dóttir hennar fæddist. „Þegar stelpan mín var eins árs og ég var farin að gefa henni að borða breyttist margt. Mér fannst ég þurfa að velja hollan og góðan mat handa barninu mínu og gat því ekki gef- ið henni það sem ég var að borða. Mér fannst algjör synd að ala barn- ið á kexi, gosi og annarri óhollustu. Sú litla vildi hins vegar það sem við foreldrarnir vorum að borða og því varð ég að vera góð fyrirmynd og kaupa meira af ávöxtum og græn- meti en þarna borðaði ég afar sjald- an ávexti og aldrei grænmeti en það hefur breyst mikið núna," segir hún og brosir. Komin í vond mál KolbrúnRakelhafðiprófaðHerba- life og náð ágætum árangri en þar sem hún breytti engu öðru í sínum lífsstíl tapaði hún öllu fljótt aftur. Vorið 2003 gerði hún sér hins vegar grein fyrir að eitthvað yrði að breyt- DV-myndir: Úr einkasafni, Hari ast. Hún var komin með allt of háan blóðþrýsting, var alltaf með svima, brjóstin voru of stór og ollu vöðva- bólgum og hún gat ekki einu sinni reimað skóna sína. „Ég var komin í slæm mál og varð einfaldlega að gera eitthvað til að láta mér líða bet- ur,“ segir hún og bætir við að hún hafi bæði verið á þunglyndislyfjum og of- næmislyfjum sem hún sé blessunar- lega laus við í dag. Velur skemmtilega hreyfingu „Ég hugsa að ef enginn hefði sagt mér að ég væri feit þegar ég var barn hefði ég ekki velt mér svona upp úr þessu. Sumir borða ekkert þegar þeir verða stressaðir en aðrir mikið og mitt munstur er að borða þegar álagið er mikið. í dag hef ég lært að hafa enga óhollustu heima hjá mér því það var helst þar sem ég borðaði óhollt, helst aldrei á almannafæri - slíkur var feluleikurinn við raunveru- leikann. Ég borða minna en áður og hef lært að forðast þessa þætti sem valda stressi og streitu. Þegar kíló- in fóru að renna af mér varð til um- framorka sem ég varð að losa mig við. Ég var vel nærð og leið orðið vel og fór því að fara í stuttar göngu- ferðir sem var mikið átak til að byrja með. Þær urðu svo lengri og lengri og næst fór ég að hjóla og synda og fara í fjallgöngur. Nú eru línuskaut- ar orðnir aðalfjölskyldusportið og til að halda stressinu í burtu og lík- amanum í góðu jafnvægi stunda ég jóga. Að mínu mati skiptir mestu máli að finna hreyfingu sem manni finnst skemmtileg. Eitthvað sem gef- ur lífinu fjör. Ég er nefnilega týpan sem kaupir árskort í ræktina en gefst upp eftir mánuð því mér finnst það ekki skemmtilegt. Núna hef ég lært af reynslunni og vel mér hreyfingu sem ég hef gaman af." Með húðina niður á læri Kolbrún Rakel missti 50 kíló með hjálp Herbalife og breyttum lífsstíl. Hana vantar enn þá 5 kíló í kjör- þyngdina og ætlar að ná þeim af sér í rólegheitunum. „Ég hef haldið þessari þyngd í tvö ár og vöxturinn er gjörólíkur því sem hann var fýrst eftir að ég léttist þar sem húðin hef- ur gengið saman. Ég er komin með kvenlegan vöxt en hann átti ég ekki til hér áður," segir hún og bætir við að hún hafi hugleitt að láta skera lafandi húðina af sér. „Ég átti ekki pening fyrir því þá og er fegin í dag að svo var. Eg átti aldrei von á því að húðin, sem lafði niður á læri, gæti skroppið svona mikið saman og ef fólk horfir á mig í dag getur það ekki ímyndað sér að ég hafi verið svona feit," segir hún og bætir við að hún viti að henn- f dag „Ég ætla mér að komast niður i kjörþyngd og það mjatlast svona hægt og bítandi. Ég er sátt þótt það gerist róiega þvi ég hefnægan tima og það erenginnað reka á eftir mér. Ég er i góðu formi og jafnvægi og borða hollan mat. Þótt það taki mig hálft ár, áreðaiengurþápirrarþaðmig ekki þóttþað hefði gertþað héráður fyrr." Fyri r„Eg varkomin íslæm mál og varð einfaldlega að gera eitthvað til að láta mér líða betur," segir Kolbrún Rakei og bætir við að hún hafi bæði verið á þunglynd- islyfjum og ofnæmislyfjum sem húnsé blessunarlega lausviðídag. FYRIR ar saga hafi gefið mörgum von um að þeirra húð gangi einnig saman. Ætlar að komast í kjörþyngd Sambýlismaður Kolbrúnar, Sindri Grétarsson, er með henni í átakinu og er búinn að ná af sér 27 kílóum á hálfu ári. „Hann tálgast alveg nið- ur og það er æðislegt að fylgjast með honum ná kjörþyngdinni. Sjálf hef ég engar áhyggjur af því að fitna aft- ur. Vissulega hafa komið bakslög en ég hef alltaf haldið áfram mínu striki, enda hef ég haft mjög góðan stuðning annarra Herbalife-dreifingaraðila. Ég æda mér að komast niður í kjör- þyngd og það mjatíast svona hægt og bítandi. Ég er sátt þótt það gerist ró- lega því ég hef nægan tíma og það er enginn að reka á eftir mér. Eg er í góðu formi og jafnvægi og borða holl- an mat. Þótt það taki mig hálft ár, ár eða lengur, þá pirrar það mig ekki þótt það hefði gert það hér áður fýrr." Með sjálfstraust fyrir nokkra Aðspurð um muninn á andlegu líðaninni í dag og þegar hún var sem feitust segist Kolbrún Rakel vera með mun meira jafnaðargeð. „Ég get tek- ið við meira áreiti án þess að það hafi áhrif á mig. Áður tók ég allt inn á mig og átti voðalega bágt. Nú veit ég bet- ur og veit hvar styrkleikar mínir og veikleikar liggja og vinn í veikleikun- um og nota styrkleikana. Ég þarf að vera meðvituð um að sofa nóg, borða reglulega, borða mat sem hentar mér og hreyfa mig. Ef einhvern þátt af þessum vantar upp á, þá er voð- inn vís. Ég þarf einnig að muna eftir að slaka á og sinna fólkinu í kringum mig og þá kemur jógað sterkt inn." Aðspurð segir Kolbrún sjálfstraust- ið einnig hafa margfaldast. „Ætíi ég hafi ekki sjálfstraust fyrir nokkra að- ila," segir hún hlæjandi og bætir við að hún gætí ekki deilt sögu sinni með öðrum án þess að hafa sjálfstraustið í lagi. „Ég er búin að fara upp á svið á ráðstefnum erlendis og segja mína sögu. Það þarf kjark til að þora að standa upp og segja fyrir framan 22 þúsund manns: Ég var einu sinni feit og með lafandi maga." Fordómar gagnvart feitum Kolbrún Rakel segir fordóma í garð of feits fólks á íslandi. Það þekk- ir hún af eigin raun. „Ég held því hiklaust fram að það séu fordómar gagnvart feitu fólki. Ég finn mun á afgreiðslu sem ég fæ í dag og þegar ég var feit. Kannski fæ ég betri þjón- ustu af því að ég er glaðari - ég brosi framan í fólk að fyrra bragði og þá fæ ég slíkt hið sama til baka. Það sem er hins vegar ferlega sorglegt er að það eru svo margir í yfirþyngd á fsiandi í dag. Þeir sem eru í góðu formi eru að verða minnihluti. Það þykir ekki stór- mál að vera í mjaðmabuxum með bumbuna hangandi út fyrir ef allir eru svoleiðis," segir hún en ítrekar að það sé allt í lagi að vera með nokkur aukakíló svo lengi sem manni líði vei með það. „Þeim grönnu líður ekkert endilega betur en þeim feitu og það er auðveldlega hægt að fara yfir strik- ið, í báðar áttir. Við verðum að finna okkar jafnvægi svo okkur líði vel.” Með nýtt námskeið Kolbrún Rakel og Sindri selja Herbalife heiman frá sér í Hafnar- firðinum en þau eru ef til vill með aðrar áherslur en margir aðrir sölu- aðilar. „Árangur er það sem skipt- ir mestu máli. Ef ekki sést árangur er ég ekki ánægð og viðskiptavinur- inn ekki ánægður. Ég vil ekki að fólk eyði mínum tíma eða sínum eigin ef það er ekki ákveðið í að ná árangri. Það rekur mann enginn af stað, alveg sama hversu mikla hvatningu maður fær. Maður verður að vera tilbúinn sjálfur." Kolbrún Rakel og Sindri eru að fara af stað með nýtt námskeið þar sem aðaláherslan verður lögð á að kenna fólki að finna sitt jafnvægi, borða hollt, finna og stunda hreyf- ingu sem það hefur gaman af og sofa reglulega svo dæmi séu nefnd. Þau mæla og vikta skjólstæðinga sína vikulega auk þess sem starf- ræktur verður gönguhópur og reglu- lega fluttir iýrirlestrar tengdir efn- inu. „Þeir sem mæta í mælingu ná alltaf mestum árangri fyrir utan að kynnast öðrum í hópnum og geta því stutt og leitað stuðnings annarra. Ég fylgdi svo fólki eftir með símtölum, SMS eða tölvupósti. Ég hef svo gam- an af þessu," segir hún og bætir við að hún ætli einnig að kenna hvern- ig eigi að kaupa inn og matreiða mat. „Það skiptir öllu máli í hvernig ástandi þú ferð í búðina hvað endar í körfunni og svo þarftu líka að læra að elda matinn rétt og á fjölbreyttan hátt og kunna að lesa innihaldslýs- ingar." Hægt er að lesa meira og skrá sig á námskeiðið á heimasíðunni kolbrunrakel.is sem verður opnuð í dag, föstudag. indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.