Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 36
72 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006 Helgin DV -r „Ég hafði alltafáhuga á læknisfræði en eft- ir nám ÍMR ráðlögðu nokkrir unglæknar mér að fara alls ekki í það nám þar sem það væri örugg leið til að eyðileggja lífið!" Gerður Pálmadóttir, gjarnan kölluð Gerður í Flónni, á tíu árum yngri systur sem greindist með geðklofa átján ára að aldri árið 1977. Hún sagði okkur af hlut- verki aðstandanda. vegar með lyfjum en veikjast af og til þaðan í frá, oft í kjölfar þess að hætta að taka lyfin en innsæi inn í sjúk- dóminn og þörfma á meðferð er eitt af því sem oft tapast við veikindin. Ef fólk nær góðu innsæi og vinnur með meðferðaraðilum þá er miklu lík- legra að það nái að lifa nær eðlilegu lífi. Því er samt ekki að neita að geð- klofi er mjög alvarlegur, langvarandi sjúkdómur og í flestum tilfellum þarf að taka geðlyf ævilangt. Rétt eins og fólk sem greinist með sykursýki þarf að taka lyf þaðan í frá. Það þýðir samt ekki að lífið sé búið og með réttum stuðningi getur fólk náð að hafa lífs- gæði." Sorgarferli aðstandenda Hvernig er háttaö lífi fjölskyldu þess sem er geðveikur? „Það er ekki auðvelt að vera að- standandi manneskju með alvarleg- an krónískan sjúkdóm og sérstaklega ekki þegar sjúkdómurinn er geðklofi sem oft breytir þeirri persónu sem fólk þekkti. Eg vann lengi í klíník fyr- ir sjúklinga sem eru að greinast með geðrof í fyrsta skipti og þar sá maður vel það sorgarferli sem aðstandendur sjúklinga ganga í gegnum þegar veik- indin eru að koma fram. Almennt er reynsla mín sú að fjölskyldur fólks með geðklofa geri sitt besta, oft við erfiðar aðstæður og lítinn skilning frá öðrum. Sjúklingar og aðstandendur þeirra eru hetjur og sýna oft ótrúlegt þolgæði og æðruleysi, ég stend mig iðulega að því að bera mig saman við fólk sem ég kynnist í starfi mínu og dást að því, velta fyrir mér: gæti ég staðið mig svona ef þetta kæmi fyr- ir mig?" Áhrif sjúklinga á eigin meðferð Þú hefur tekið virkan þátt í starfi bresku geðgjörgœslusamtakanna síð- ustu tvö árin og það starfhlaut við- urkenningu „National Institue of Mental Health in England" breskra geðverndarsamtaka. „Já, sem hluta af þeirri vinnu tók ég að mér að stýra verkefni þar sem reynt var að finna leiðir til að auka áhrif sjúklinga og aðstandenda þeirra á meðferð sína. Við unnum mikið með sjúklingum, gerðum ýms- ar breytingar á því hvernig meðferð- aráætlanir eru gerðar, létum sjúk- linga ákveða matseðla, skipuleggja stundaskrána, stýra fundum, taka þátt í áhættumati á sjálfum sér og svo framvegis. Niðurstöðurnar sýndu mikinn árangur og aukna ánægju fólks með þetta fyrirkomulag og ef þetta er hægt hjá þessu alveikasta fólki er það sannarlega hægt annars staðar. I kjölfarið fékk síðan verkefn- ið viðurkenningu frá „National Ins- titute of Mental Health in England", sem besta verkefni ársins á þessu sviði og verið er að taka hluta þess upp á geðgjörgæsludeildum víða um England." Engin þörf á að dúða sig Getur maður spurt lœkninn eitt- hvað um einkalífhans? „Konan mín heitir Ólöf Björns- dóttir og er myndlistarmaður. Hún lauk námi úr fjöltæknideild MHÍ og síðan meistaragráðu frá Goldsmith's College. Hún er einn af listamönnum hjá Gasworks Gallery sem eru mjög virt stúdíó og gallerí hér í London en hún vinnur jafnframt mikið heima á íslandi. Við eigum tvö börn, Valdem- ar, fjögurra ára, og Júlíu, tveggja ára." Hvernig er að ala börn upp í London? „Það er nú bara ágætt, mikið af grænum svæðum, endalausir fínir róluvellir og ókeypis söfn af öllu tagi. Svo er veðrið með þeim hætti að það þarf ekki að hafa hálfan fataskápinn með sér þegar farið er út í búð, það fer mestur tími í að bera sólarvörn á greyin. Trúlega vandast samt mál- ið þegar börnin verða eldri, þar sem það tíðkast ekki hér að börn séu úti án eftirlits fýrr en þau eru orðin 10 eða 11 ára." Framandi Frón Hafið þið tekið ákvörðun um að búa í Bretlandi alla tíð? „Nei, alls ekki. Við hugsum oft heim en af ýmsum ástæðum höf- um við ílengst hér. Við erum búin að búa í Englandi í nærri tíu ár og kunnum afskaplega vel við land og þjóð. Að sumu leyti höfum við kom- ið okkur betur fyrir hér en við nokk- urn tímann gerðum á íslandi. Ef að því kemur að við flytjum heim þá fáum við örugglega öfugt kúltúr- sjokk. Það er reyndar þegar farið að örla á því að manni fxnnist hlutirn- ir framandi heima á Fróni, það hef- ur svo margt breyst síðan við fluttum hingað út. Samt komum við býsna oft heim, nokkrum sinnum á ári. Við óttumst að ef við flytjum heim mun- um við dragast inn í það stress sem manni sýnist einkenna ísland í dag. Þegar við komum heim erum við í fríi og tökum því rólega. En vinir og ættingjar eru á einum samfelldum harðaspretti margir hverjir." Hraðinn minni í heimsborginni „Það er staðreynd að íslendingar vinna meira en flestar aðrar þjóðir og veitir kannski ekki af því á íslandi er dýrara að lifa en annars staðar, meira að segja húsnæðið er komið á Lund- únaprísa. Hraðinn er almennt minni í heimsborginni, svo merkilegt sem það er og kannski ekki annað hægt miðað við umferðarþungann. Á Is- landi er flest innan seilingar og hægt að gera hluti mjög fljótt. Eftir vinnu og fram að kvöldmat sækir fólk börn- in, kaupir í matinn, fer í sund og svo í heimsókn tíl ömmu. Þetta tæki heila viku í London, svo maður verður að lifa einfaldara lífl. En í staðinn fyrir að nýta tímann sem sparast í að vera með fjölskyldunni eða byggja sjálft sig upp er eins og fólk heima reyni sí- fellt að koma meiru og meiru að.“ Hamingjusama þjóðin „Svo eriífsgæðakapphlaupið alveg sér á báti. Sé reyndar að íslendingar eru alltaf mjög hátt á blaði í alþjóð- legum hamingjukörmunum, svo ég ættí ekki að segja mikið. Það er samt erfitt að skilgreina hamingju og mæla og erfitt að taka svar við spurn- ingunni „ertu hamingjusamur?" sem algildum sannleika. Trúlega er það að vera hamingjusamur það að lifa góðu lífi í sátt við Guð og merm, í einhvers konar jafnvægi. Þetta á fólk sífellt verra með að finna alls staðar í hinum vestræna heimi og ég held síst að það sé betra á íslandi en annars staðar. í Englandi er fólk að vakna til vitundar um þetta. Tveir kollegar mínir, geðlæknar sem voru með mér í hugrænni atferlismeðferðarþjálfun fyrir nokkrum árum, hafa nú stofnað „hamingjuklínikkur" í tveimur hverf- um í London. Þetta er gert sem við- brögð við svokallaðri Layard-skýrslu sem nýiega birtist hér í landi og fjall- ar um viðbrögð við vaxandi óham- ingju fólks í Englandi." Lítill hópur drífandi fólks „Þessar nýju tegundir geðklíníkka eru útí í samfélaginu, fóik getur geng- ið inn án þess að bóka og leitað ráða við vanlíðan og óhamingju, jafnvel þótt það sé ekki með svo alvarleg einkenni að um sjúkdóm sé að ræða. Fólk fær ráð, því það er heilmikið vit- að um hvaða hegðun tengist auk- inni vellíðan og hamingju og ef þörf krefur stutta, mjög strúktúraða með- ferð. Það á svo eftir að koma á daginn hvort þetta skilar einhverju, kannski er þetta bara dropi í hafið í svona stóru samfélagi eins og Englandi, en í landi eins og f slandi gæti lítill hópur drífandi fólks haft mikil áhrif." Harðfiskur, lýsi og gamla Gufan Saknar þú einhvers frá Islandi? „Já. Það er alveg sama hvað mað- ur nær góðu valdi á erlendu tungu- máli og aðlagast vel landi og þjóð, þá er það aldrei alveg eins og að tjá sig á móðurmálinu, þekkja menninguna út og inn. Ég sakna því þess að tala ekki málið mitt og auðvitað sakn- ar maður líka fjölskyldunnar. Það er samt þannig að fjarlægðir eru orðn- ar litlar. Ég er mun nær fjölskyldunni í Reykjavík hérna í London held- ur en ef ég hefði búið á Selfossi fýr- ir 100 árum - og get hlustað á gömlu Gufuna á netinu, sem er nauðsyn- legt fyrir sálartetrið á morgnana, jafn mikilvægt og fyrsti kaffibollinn." Haldið þið í íslenskar hefðir og siði? „Já. Hér er sopið lýsi á hverjum morgni og harðfiskur með smjöri helsta snakkið. En við reynum yfir- leitt að vera heima á íslandi um jól og áramót, það er dapurlegt að vera hér í Englandi á þeim tíma, því sið- irnir eru ólíkir og áramót alveg sér- lega dauf hér í landi." annakristine@dv.is í doktorsritgerðTómasar Helgasonar, yfirlæknis við Kleppsspítala, rannsakaði hann áhættu allra islendinga fæddra á árunum 1895- 1897 fyrir að fá hina ýmsu gerðir geðsjúkdóma. Tiðni geðklofa í hans rannsókn var 0.85% þessara árganga. Áhættan fyrir geðklofa mun hafa verið talin 0.7% hjá þeim sem fæddir voru árið 1960. (upmsirigar frá ernb.rlti Landlevknis 25.7.2.006) Stoltið í fjölskyldunni „Ég var marin og blá eftír heil- brigðismálastyrjöld, samhliða því að hlýða ákalli ráðamanna lands- ins um að styrkja íslenskan iðn- að. Fyrir mér var það frumskil- yrði sjálfstæðis landsins, en var í raun íslenskt afbrigði af harakiri. Vegna samsafns vandamálavefs sem hafði orðið tilvera mín, var mér ráðlagt að koma mér á stað þar sem enginn næði í mig. Gulli stjömumaður ráðlagði sumarbú- stað en sálfræðingur flott hótelher- bergi í útlöndum. Við, ég og börn- in mín tvö ákváðum áð skipta um gír og athuga hvort við kæmumst á betra skrið í öðru umhverfi. Hildigunnur systir mín hafði farið til náms í Svíþjóð, þar sem hún lenti í rugli. Við fengum til- kynningu um að hún hefði tekið þátt í dópsmygli, væri ófirísk, pabb- inn horfinn og hún í varðhaldi. Við reyndum að koma henni heim en urðum að bíða þar til barnið væri fætt. Þegar hún kom heim fannst okkur hún allt önnur en sú litla systír sem við þekktum, en töldum að það væri vegna alls þess sem á undan var gengið. Systir mín elsk- aði og dáði litlu dóttur sína og gaf hermi allt sem hún átti og gat gefið. Hún systir mín var fallegasta barn veraldar, við systurnar vorum litlu mömmur hennar, settum á hana hvíta angóruhúfu og hún var stoltíð í fjölskyldunni. Hún var og er mjög skörp og vel gefin, hlust- aði mikið á útvarp og var ótrúlega vel að sér á mjög breiðu sviði. Okk- tu hafði aldrei dottið í hug að hún myndi reykja, hvað þá fara í eitur- lyf, hún var sterk og leiðandi í sín- um vinahóp í öllum félagsskap sem hún tók þátt í. Líklega í mótmælaskyni við að vera á Kleppsspítalanum vann hún markvisst að því að koma öllum hverjum upp á móti öðrum, hvort sem um var að ræða starfsmenn eða sjúklinga. Vinsældir hennar voru því í lágmarki. Við fjölskyldan skildum ekki hvað var í gangi. Við náðum engu sambandi við hana. Allt sem hún gerði var í „slow mot- ion". Hún talaði ekki, svaraði ekki og það var ekki hægt að halda uppi samræðum við hana. Við vildum ekki trúa að eitthvað alvarlegt væri að. Við vorum hrædd og vildum láta skoða hana til að vita hvernig við ættum að höndla þetta ástand Okkur fannst við vera glæpa- menn að leyfa innlögn á Klepp; vorum dauðhrædd um að þar yrði hún gerð að alvöru sjúklingi en við vorum líka hrædd um að það væri eina hjálpin. Við hefðum fengið samviskubit, sama hvað gert hefði verið. Hildigunnurþekkti okkur, en sem pólitíska andstæðinga. Englar alheimsins hefði getað verið skrif- uð um Hildigunni. Það er meira og minna sama ástand og það sem skrítnast var, sömu umræðuefnin: Jesús, Stalín og allir voru komm- únistar. Eitt sirm skar hún syst- ir mín á dekkin á bíl Vigdísar for- seta í mótmælaskyni við eitthvað sem enginn veit. Þegar læknirinn hennar birtist á Kleppi,héldum við að hann værj einn af sjúklingun- um. Það getur reyndar verið eðli- legt, þar sem við erum öll í mis- munandi litum og ekkert okkar er fullkomið. Læknirinn ráðlagði innlögn og sömuleiðis ráðlagði hann okkur að taka til fótanna og gleyma henni. Hún ætti ekki aftur- kvæmt og ef við héldum sambandi við hana myndi það eyðileggja líf okkar. Við urðum ekki vör við neina fordóma frá samfélaginu, en við vorum heldur ekki uppteknar af því. Vinirnir voru í áfalli og hurfu einn af öðrum, ekki vegna for- dóma, heldur er staðreyndin sú að persónuleiki fólks sem veik- ist verður allur annar og það er erfitt og nær ómögulegt að ná sambandi við það. Það er hræði- legt áfall og krefst yfirnáttúrulegs krafts að skilja að þetta er ein og sama manneskjan sem situr fyr- ir framan þig; besta vinkona þín, dóttír þín eða litla systír þín. Vin- ir hennar elska hana ennþá eins og hún var og trega það sem gerð- ist en lífið er einu sinni þannig að fæstir hafa tíma aflögu til þess að sinna þeim sem fara á skjön við h'f- ið á þennan hátt. Mín viðhorf voru hræðsla og skilningsleysi. Mér fannst geðklofi vera endarilegur dómur fyrir þann sem fékk sjúkdóminn, en ég hef alltaf verið hrædd við lyfjanotkun og „geymslu" á fólki. Fyrrverandi góð vinkona og skólasystir sem okkur þóttí mjög vænt um hafði greinst með geðklofa. Við gáfumst upp á að vera í miklu sambandi við hana og það sýndi mér að þeg- ar vinskapur er brýnastur er hann minnst ræktaður. Lyfjum var dælt í Hildigunni, gegn hennar vilja, hún hræddist lyf. Þau gjörbreyttu persónuleika hennar, bæði andlega og líkam- lega. Hún þrútnaði öll út og varð árásargjörn. Hugsanlega voru þessi lyf nauðsynleg, við vitum það ekki. Hildigunnur sem karakt- er hvarf smám saman og breytt- ist, en hún er enn sama manneskj- an á einhvern hátt og ást okkar til hennar breytist aldrei. Umgengni við hana laefst þolinmæði sem reynir á. Við áttum í endalausum erf- iðleikum við að ná sambandi við hana. Við áttum við alls kyns aðra erfiðleika að stríða og tíminn til að lifa eðlilegu lífi varð sífellt minni. Við vorum ekki velkomin til henn- ar og þótt við vissum að þar réði sjúkdómurinn, hafði það áhrif á okkur. Hún var á Kleppi í eitt ár. Litla dóttir hennar var á barna- heimili þann tíma þar sem Hildi- gunnur var dæmd óhæf móir. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst henni að sanna hæfni sína fyr- ir barnaverndamefnd og stúlk- an var dæmd tíl hennar. Ein okk- ar systranna og hennar maður gengu barninu í foreldrastað. Hún hefur mikið og náið samband við mömmu sína. Þeirra samband er frábært miðað við aðstæður og nú þegar hún er orðin fullorðin breyt- ist og vex skilningur hennar. Mér fannst að vísu breyta mörgu þegar systir mín fluttí á heimili á vegum Geðhjálpar. En það er erfitt að reka þessi „heimili" og á íslandi hefur starfsmanna- hald verið erfitt fram að þess- um tíma. Þar hefur verið erfitt að finna og halda hæfu starfsfólki og meginþorri eftirlitsfólks var ekki menntað á þessu stígi. Oft fannst okkur starfsfólkið jafnvel á svip- uðu stigi og sjúklingarnir. Það verður að endurskoða heil- brigðiskerfið ef við ætlum að ná gæðastaðli tíl að bera virðingu fyr- ir veikum einstaklingum og okkur sjálfum. Það er ekki vitlaus liug- mynd að skuldbinda heilbrigðis- ráðherra tíl þess að vinna einn dag í mánuði á hinum ýmsu deildum sjxikrahúsa og umönnunardeilda landsins til þess eins að skerpa skilning á hversu kröfuhörð slík virma er og til þess að skerpa virð- ingu fýrir því fólki sem vinnur í heilbrigðisgeiranum." annakrístine@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.