Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Síða 48
84 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006 Helgin ÐV Fimm piltar frá suðrænum slóðum Evrópu urðu á vegi blaðamanns DV á dögunum. Þeir Mikel, Ignacio, Elis- eu, Manuel og Pall Bustillo komu hingað til lands eftir að einn þeirra hafði skrifað skáldsögu um ísland. Þar bjuggu sögupersónur í vita og íslendingar hlupu um naktir á götum úti. Veruleikinn varð annar. Fallegt lands- lag en jafnframt dýrt land. Og Reykjavík er rignandi segir einn piltanna. Vitahjón og nakið fólk í skáldsögu um ísland „Hvernig líkar þér ísland?" er klassísk spurning sem blaðamaður DV kemur út úr sér á tjaldstæðinu í Laugardal á vindasömum rigningardegi í júlímánuði. Mikel Gurrea, 21 árs drengur írá Spáni, er inni í tjaldi að ferðbúa sig. Hann segir að honum líki við ísland en ekki sérlega við Reykjavík. Með í för eru fjórir félagar hans frá Spáni, Ignacio Blasco, Eliseu Arrufat Grau, Manuel Rodriguez Guerra og Pall Bustillo Aguiló. „Við ákváðum að koma til Islands eftir litla umhugsun á síðasta ári," segir Mikel Gurrea, Spánverji á tvítugsaldri - sem er ekki nógu sáttur við veðrið í Reykjavík. „Við komum til Reykjavík- ur í byrjun júlí og vorum í tvo daga. Þá rigndi mjög mikið," segir hann og heldur áfram að útskýra fyrir blaða- manni ferðalag þeirra hér á landi: „Svo keyrðum við hringinn í kringum landið á tólf dögum og komum aftur til Reykjavíkur. Þá rigndi aftur," segir hann og kemur með gott heiti á höfiið- borg lands og ísa: Rignandi Reykjavík. Góð meö kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. . VO'GABÆR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. Keyrðu 3000 km En af hverju komu þeir til íslands? Mikel segir að það hafi verið fyrir til- stuðlan félaga hans Ignacio. „Hann hafði skrifað skáldsögu um ísland. Við höfðum svo allir hlustað á Sigurrós, Múm og Bj örk og ákváðum í framhald- inu að fræðast meira um landið allt því við þekktum það nánast ekki neitt," segir Mikel. Drengimir koma leggja allir stund á háskólanám á Spáni. Þeir leigðu sér Mercedes Benz smábíl og keyrðu rúma 3000 km hér álandi. Naktir, hlaupandi íslendingar „Ég skrifaði skáldsögu um ísland því ég hafði ekki tök á að gera kvik- mynd um landið," segir hinn tvítugi Ignacio. Sagan er rúmlega 150 blað- síður og ijallar um par sem óvænt endar hér á landi. „Sögusviðið er viti. Maðurinn er vitavörður og sagan fjall- ar um samband þeirra tveggja og svo samband mannsins við vitann," seg- ir Ignacio, sem hélt að fsland væri allt öðruvísi: „Andrúmsloftið og staðhætt- ir hér urðu svo allt annað en ég hafði skrifað um. Ég hélt að ég hefði lýst landinu rétt en annað kom á daginn," segir hann og bendir einnig á að sagan hafi verið mjög frjálsleg - því hann hafi talið að íslendingar væru það að ein- hveiju leyti. Sem dæmi má nefiia þá gekk fólk um nakið á götum úti án þess að verða fyrir áreiti. Og veðrið. Það var alltaf gott. „Þetta varð svo allt annað en ég hafði ímyndað mér," segir þessi ungi rithöfundur sem leitar sér nú að útgef- anda á Spáni. Ignacio Skrifaöl skáldsogu um Island sem varð til þess að hann og fjórir félagar hans ákváðu að koma hingað til lands og kanna aðstæður Lifðu á dósamat og brauði „ísland er ekkert smá dýrt land," segir Mikel við blaðamann. Hann segir þá félaga hafa lifað á dósamat og brauði nær allan þann tima sem þeir hafa ver- ið hér á landi. Og þegar þeir horfðu á Ítalíu og Frakkland bítast um heims- meistaratitilinn í fótbolta voru þeir al- veg búnir með peningana sína. Þá lét hungrið að sér kveða. „Við horfðum á breska túrista borða steikur. Við vorum eins og hrægammar - okkur langaði svo í alvöru mat," segir Mikel. Strákam- ir taka undir og nefiia síðar að bjórinn hér á landi sé allt, allt of dýr. „Á Spáni kostar bjórinn hundrað kall. Hér kostar hann sex hundruð kall." Fundu ekki djammstaðina En næturlíf? Strákamir segja að þeir hafi ekki orðið varir við mikið næturlíf á íslandi. Þrátt fyrir að næturlíf fs- lands sé þekkt sem villt og galið - eða í það minnsta auglýst sem slíkt. „Við fimdum ekld skemmtistaðina," seg- ir Mikel. Blaðamað- ur bendir piltunum á hvar þá er að finna. „Við vissum alveg að þeir væm héma," segir Mikel hlæjandi: „Við vor- um bara ekki mikið að leita," segir hann áður en piltam- ir kveðja blaðamann með handabandi. Þeir em á leið út á flugvöll og æda að flýja rigninguna. gudmundur@dv.is ■m 'w Strákarnir Keyrðu um allt á Benz- bílaleigubll. Lögðu 3000 kllómetra að baki og boröuðu dósamat. Tjaldbuar ÞeirMikel, Ignaáo, Manuet, Pallog Eliseu gistu I tjaldi vlðs vegar um landið en sögðu rigna áberandi mest I Reykjavlk. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.