Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 18.AGÚST2006 Norrænu- smygl enn í rannsókn Mál tveggja Litháa sem komu hingað til lands þann 7. júlí með tólf kíló af amfetamíni meðferðis er enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefna- deÚd lögreglunnar í Reykja- vík hafa ekki fleiri verið handteknir í tengslum við málið. Fíkniefnin fundust við reglubundið eftirlit er Litháarnir komu hingað til lands með Norrænu. Báðir hafa verið í gæsluvarðhaldi á Litía-Hrauni frá því að málið kom upp en söluand- virði efnanna hleypur á tug- um milljóna króna. 4 Skókókaín- rannsókn að Ijúka Rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli pars í kringum tvítugt er senn að ljúka. Parið kom hingað til lands frá Frank- furt í Þýskalandi og vakti athygli tollvarða. Sú athygli varð til þess að tæpt kíló af kókaíni fannst í skóm þeirra beggja. í kjölfarið fór fíkni- efhadeild lögreglurmar í Reykjavík í húsleit á heimili þeirra og fannst þar um kíló af hassi. Mál parsins mun verða sent frá ffkniefna- deildinni von bráðar og tíl ákæruvaldsins. f Framkvæmdir hafnarvið Héðinsfjörð Verktakar hafa hafist handa við hreinsun jarðvegs við alla munna Héð- insfjarðargangna bæði í Ólafsfirði, Siglufirði og báðumegin Héðins- fjarðar. Grafriir hafa ver- ið drenskurðir til að veita leysinga- og regnvatni frá vinnusvæðinu og unnið er að því að gera klárt fyrir borverkið sem hefst í sept- ember samkvæmt áætíun. Talsverð vinnuskúrabyggð er komin við gangnamunn- ana en borað verður bæði frá Ólafsfirði og Siglufirði. TacoBellopnar íHafnarfirði Skyndibitakeðjan Taco Bell opnar útibú í Hafn- arfirði á næstunni. Til skamms tíma var rekinn Taco Bell-staður í varnar- stöðinni í Keflavík en út af lokun þeirrar stöðvar hafa eigendur Kentucky Fried Chicken ákveðið að opna Taco Bell í húsnæði sínu að Hjallahrauni 15 í Hafn- arfirði. Verður staðurinn rekinn samhliða kjúklinga- staðnum. Er Hafnarfjörður víst eini staðurinn í heim- inum fyrir utan Bandaríkin sem opnar Taco Bell. Fréttir 0V —-------J Bandaríski leikstjórinn Eli Roth verður heiðursgestur i fínni kampavinsveislu sem borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson býður til i Höfða á Menningarnótt. Mikil leynd hvilir yfir veislunni en DV hefur heimildir fyrir því að öllu þotuliði borgarinnar sé boðið í Höfða. Vilhjálmur borgarstjóri Býðurekki upp á heiðursgest af verri endanum í kampavínsboði ÍHöfða á laugardaginn. Roth drekkur kampavín með borgarstjóra á Menningarnótt Borgarstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson býður til dýrindis kampavínsveislu í Höfða á laugardaginn í tilefni Menningar- nætur. Heiðursgestur veislunnar er bandaríski leikstjórinn Eli Roth sem er staddur hér á landi til að skoða mögulega tökustaði fýrir myndina Hostel II. Það er leikarinn og athafiiamað- urinn Eyþór Guðjónsson, sem lék eitt aðalhlutverkanna í hryllingsmynd- inni Hostel í ieikstjóm Roths, sem hef- ur veg og vanda af komu leikstjórans til íslands. Eyþóri og Roth varð tíl vina á meðan tökum myndarinnar stóð og kynntist Roth fslandi fýrst fýrir tveim- ur árum síðan þegar hann mætti á frumsýningu fyrstu myndar sinnar Cabin Fever. Hann var einnig mættur á síðasta ári ásamt Quentin Tarantino tíi að vera viðstaddur heimsfrumsýn- ingu Hostel. Fiott veisla Eyþór og Roth em nú að ferðast um landið ásamt framleiðendum mynd- arinnar Hostel II og forkólfum íslenska ffamleiðslufyrirtækisins TmeNorth til að finna heppilega tökustaði en eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Eyþóri þá lagði Roth mikla áherslu á að hlutí framhaidsmyndarinnar yrði tekinn upp hér á landi. Þeir munu síð- an mæta í veisluna góðu hjá Vilhjálmi borgarstjóra í Höfða. DV hafði sam- band við Eyþór í gær en hann vildi ekkert tjá sig um ferðir Roths á meðan hann dvelur hér á landi. Á toppnum í Hollywood Það er ekki amalegt fýrir Vilhjálm borgcustjóra að geta boðið upp á mann á borð við Eli Roth sem heið- ursgest sinn í kampavínsveislunni í Höfða á Menningamótt. Roth er nú um stundir einn allra vinsælasti leik- stjóri Hollywood og mun á næstunni leikstýra myndinni The Cell eftir bók Stephens King. Roth vakti fyrst at- hygli fýrir mynd sína Cabin Fever en það var Hostel sem kom honum end- anlega í flokk toppleikstjóra í Holly- wood. Það ætti að verða fjör í kampavíns- veislunni hjá Vilhjálmi því Roth sýndi það á síðasta ári að hann hefur gam- Eli Roth Einn vinsælasti leikstjórinn I Hollywood veröur heiöursgestur hjá borgarstjóra á Menningarnótt. oskar@dv.is isnlttii Kiina biib »ra MIB i.as< m- BB ftl BB BB ■ ■■■ Höfði / þessu húsi hafa veriö haldnar margar góöar veisiur á undanförnum árum. Eyþór Guðjónsson Hafði veg og vanda af heimsókn Roths hingað tillands og verður væntanlega með honum f veislunni góöu. Það ætti að verða fjör í kampavínsveislunni hjá Vilhjálmi því Roth sýndi það á síðasta ári að hann hefur gaman að því að skemmtasér. an að því að skemmta sér. Fastíega má búast við hann verði mættur á Óliver eftir teitið hjá borg- arstjóra en þar dvaldi hann langdvölum í síðustu heimsókn Vörusvik hjá KSÍ Svarthöfði er áhugamaður um knattspyrnu. Kannski ekki meira en gengur og gerist en hefur gaman af því að sjá frábæra leikmenn leika listir sínar á knattspyrnuvellinum. Svarthöfði fer sjaldan á völlinn í efstu deildinni í fótboltanum hér heima einfaldlega vegna þess að leikmenn- irnir hér eru ekki í þeim gæðaflokki að þeir geti glatt augað. Ljósið í myrkrinu hingað til fyr- ir Svarthöfða hefur verið íslenska landsliðið með Eið Smára Guðjohn- sen í fararbroddi. Eiður Smári er, að mati Svarthöfða og eflaust fleiri, heimsklassaleikmaður sem getiu gert kraftaverk með knöttinn. Hann er sannkallaður skemmtikraftur í takkaskóm. Þess vegna hefur Svart- höfði passað sig á því að missa ekki af leik hjá landsliðinu hér heima þegar Eiður Smári er leikfær. y Svarthöfði Það er því ekki laust við að það hafi verið spenna í Svarthöfða þeg- ar honum tókst að tryggja sér stúku- miða í nýju stúkunni fyrir Spán- verjaleikinn. Það seldist fljótt upp í stúkuna þrátt fyrir rándýrt miðaverð enda viidu allir koma til að horfa á nýjasta leikmann Evrópumeistara Barcelona í íslenska landsliðsbún- ingnum. Ekki var annað að heyra frá KSÍ en að Eiður Smári myndi spila jafnvel þótt stutt væri í leik á Spáni. Þegar allir miðar voru uppseldir kom hins vegar í ljós að Eiður Smári myndi ekki koma. Menn höfðu verið hræddir við þetta frá upphafi en nú var martröðin orðin staðreynd. All- ir þeir sem keyptu miða til að horfa á Eið Smára hafa væntanlega tal- ið sig svikna. Það borgar enginn fimm þúsund kali til að horfa á Arnar Þór Viðarsson eða ívar Ingimarsson með fullri virð- ingu fyrir þeim ágætu mönn- um. Svarthöfða leið eins og í pylsuvagni. Pöntunin hljóðaði upp á pylsu með öllu en upp- skeran var pylsu- brauð. Sömu vöru- svildn voru í gangi hjá KSÍ á þriðjudag- inn. Þar var grjótið til staðar en gim- steininn vantaði - þrátt fyrir yfir- lýsingar um ann- að. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.