Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 Fréttir DV Sandkorn Óskar Hrafn Þorvaldsson □ • Það er alveg ljóst að þeir ríku verða ekki ríkari fyrir tilvilj- un. í blaði dagsins má sjá hvernig millj- arðamæringurinn Lýður Guðmundsson sparar umtalsverða peninga á því að leigja glæsikerrur í stað þess að eiga þær. Magnús Þor- steinsson, aðaleigandi Avion Group, er annar maður sem passar sig að eyða ekki of miklu. Eignir Magnús- ar eru metnar á tæplega 30 millj- arða en hann sá sér samt ekki fært að borga í stöðumæli við Bæjarins bestu á dögum. Hann skellti göml- um sektarmiða á rúðuna frekar en borga hundrað kall í stöðumæli... • Borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hefur látið verða af því að endurnýja bfla- kost embættisins. Ljóst er að bflstjóri borgarstjórans mun gleðjast því hann ku hafa verið orðinn ansi þreyttur á því að skutla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur um bæinn í borg- arstjóratíð hennar á hversdagslegum Nissan Primera. Nýi bíllinn hans Vil- hjálms er flunkunýr Audi A8, sá dýrasti frá Heklu, og kostar um tíu milljónir sérpantaður frá Þýskalandi... • Geir Ilaarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er afar upptekinn maður. Hann er þó mikill áhugamaður um laxveiði og reyn- ir að skella sér eins oftoghanngeturí þéttskipaðri stunda- töflu. Honum tókst að veiða sinn fyrsta lax á flugu þegar hann var á veiðum í Norðurá fyrr í sumar og segja kunnugir að hann sé hinn fínasti veiðimaður enda vanur í annars konar veiðimennsku eftir áratuga prófkjörsbaráttu og kosn- ingar... • Stórvinirnir Hannes Smára- son, forstjóri FL Group, og Þor- móður lónsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunn- ar Fíton, keyptu sér á dögunum tveggja hæða íbúð á besta stað í hjarta Kaup- mannahafnar. Hann- es er tíður gestur í Kaupmannahöfn vegna umsvifa FL Group í Danmörku og því notafegt að hafa stað til sofa á. Þeir félagar gerðu sér víst lítið fýrir og skiptu um einangrun í loftinu á milli hæðanna. Ástæðan ku vera sú að þeim finnst báðum skemmtilegt að halda góðar veislur og þá er betra að það heyrist sem minnst á milli... • Skemmtikraftur- inn Auðunn Blön- dal hefur skipt um hárgreiðslu og þótti mörgum kominn tími til. Hárvöxtur Auðuns ofan á koll- inum hefur í langan tíma verið í Iitlu samræmi við hárið annars staðar á skrokknum en nú er hann orðinn snoðaður. Það er mál manna að hann taki sig afar vel út með nýju klippinguna enda hafi sú gamla verið orðin þreytt... Bakkabróðirinn Lýður Guðmundsson, sem er einn rikasti maður landsins, hefur kom- ið sér vel fyrir ásamt fjölskyldu sinni á Starhaganum í Vesturbæ Reykjavikur. Vegfar- endur hafa ekki komist hjá því að taka eftir þremur glæsikerrum af gerðinni Range Rover, Porsche og Mercedes Benz, sem standa fyrir utan heimili hans. Flottir Eins og sjá má eru þetta engar venjulegar giæsikerrur sem standa I innkeyrslunni hjá Lýði á Starhaganum. DV-mynd Óskar Því væri langhagstæð- ast fyrír hann að leigja bílana sjálfur og geta þannig talið umtals- verðan kostnað á móti bifreiðastyrk til að sleppa við að borga skatt af honum. Lýður Guðmundsson, betur þekktur sem annar bakkabræðra í Bakkavör og starfandi stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Ex- ista, er einn ríkasti maður landsins. Eignir hans eru metnar á rúmlega 50 milljarða króna og hann lifir samkvæmt því. Heimild- ir DV herma að hann hafi nýverið fest kaup á íbúð í London fýrir 500 milljónir en auk þess hefur hann komið sér vel fyrir á íslandi. Hann býr í nýuppgerðu einbýlishúsi á Starhaga og er með þrjá lúxusvagna í heimreiðinni. Þá Geysi í Reykjanesbæ. Glæsikerrurnar sem standa fyrir framan hús Lýðs á Starhaganum eru ekkert slor. Fyrst ber að telja Porsche Cayenne Turbo, sem er 451 hestafls tryllitæki og er metinn á 12,5 millj- ónir. Næst er það Range Rover Sport HSE sem er metinn á 10 milljónir. Síðast en ekki síst er það sportbfll- inn Mercedes Benz 500 SL sem er einnig metinn á rúmlega 10 milljón- ir. Á þessu má sjá að bflaflotinn sem stendur fyrir utan hús Lýðs er met- inn á rúmlega 30 milljónir króna. Leigir alla bílana Það er þó athyglisvert að Lýður á sjálfur ekki einn einasta af þessum þremur bflum. Þeir eru allir leigð- ir af Bflaleigunni Geysi í Reykjanes- bæ. Það vekur óneitanlega athygli að maður sem er jafn vel stæður og Lýður skuli ekki eiga bflana sjálfur en eftir því sem DV kemst næst er þetta fýrirkomulag þó eingöngu af fjárhagslegum ástæðum. Skattalög- fræðingur sem DV ræddi við sagði það greinilegt að Lýður tímdi ekki leigir hann alla af Bflaleigunni að eiga bflana né heldur að láta fyr- irtæki sitt útvega sér bfla þar sem hann þyrfti þá að borga hlunninda- skatt sem er um 20% af verðmæti bflsins. Því væri langhagstæðast fyrir hann að leigja bílana sjálfur og geta þannig talið umtalsverðan kosmað á móti bifreiðastyrk til að sleppa við að borga skatt af honum. Laun Lýðs voru á síðasta ári 722 þúsund á mán- uði, samkvæmt tekjublaði Frjáls- ar verslunar, og má búast við því að stór hluti þeirra launa hafi verið bif- reiðastyrkur. Hagstæðast fyrir hann Garðar Vilhjálmsson, eigandi Bflaleigunnar Geysis, sagði í samtali við DV í gær að það væri eðlilegt að menn eins og Lýður, sem eru mikið á ferð og flugi, leigðu bíla frekar en að eiga þá. „Við bjóðum upp á marg- ar gerðir af giæsikerrum og það eru nokkrir einstaklingar sem hafa nýtt sér þessa þjónustu okkar. Það er þægilegra fyrir þá að láta okkur sjá um þetta fýrir sig heldur en kaupa bfl og hafa áhyggjur af honum," sagði Garðar. Aðspurður sagði hann að sól- arhringsleiga á Porsche Cayenne Turbo væri um 40 þúsund krónur. Vill hafa allt á hreinu Allir bflarnir sem Lýður hefur til umráða eru ljósgráir. DV hafði sam- band við Ellý Ármannsdóttur, sem heldur úti vefsíðunni spamaður.is, og hún sagði að grái liturinn væri táknrænn fyrir einstaklinga sem vildu hafa hlutina á hreinu. Grár litur merkir að öku- maður vill alls ekki láta of mikið á sér bera í umferð- inni. Hann þolir ekki óreiðu, óhreinindi eða drasl, hvorki í sínu nánasta umhverfi né í bflnum. Eigandi gráa bflsins er án nokkurs vafa snyrti- pinni, ef svo má að orði kom- ast, sem vill hafa nóg inni á banka- bókinni og vel straujað- ar skyrturn- ar sem hann gengur í. Skflaboðin eru skýr: Eigandinn vill ein- faldlega hafa allt á hreinu í lífi sínu og þar er auðvitað bflinn inni í myndinni, hreinn að utan sem inn- an," sagði Ellý. Metinn á yfir 50 milljarða Eins og áður sagði er Lýður einn af auðugustu mönnum landsins. Hann hefur byggt upp mikið veldi ásamt bróður sínum Ágústi í Bakkavör Group en helstu eignir þeirra bræðra eru nú í gegnum eignarhaldsfélagið Exista. Það félag er stærsti hluthaf- inn í KB banka, Símanum og Bakka- vör Group auk þess sem það á VÍS með húð og hári. Lýð- ur og Ágúst voru hvor um sig metnir á 55 milljarða þegar DV birti Usta yfir ríkustu memt íslands í lok maí og voru þá í fjórða til fimmta sæti list- ans. oskar@dv.is Sigurður Guðmundsson landlæknir Farinn til Malaví í ár Sigurður Guðmundsson land- læknir verður í leyfi frá landlækn- isembættinu frá október næstkom- andi til október á næsta ári, en hann er á förum til Malaví í Vestur-Afríku fyrir hönd Þróunarsamvinnustofn- unar íslands til eins árs. Landlækn- ir mun verða umsjónarmaður upp- byggingar heilsugæslu við Apaflóa, en Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að uppbyggingu heilsugæslu á 110 þúsund manna svæði í land- inu frá árinu 2000. Kona Sigurðar, Sigríður Snæ- björnsdóttir hjúkrunarforstjóri í Reykjanesbæ, fer einnig til starfa í Malaví og verður því einnig í árs- leyfi frá störfum. Sigurður Guðmundsson landlæknir TilMalaviieittái Duglegir slökkviliðsmenn í maraþoninu Hlaupa 10 km með hjólastóla Tuttugu slökkviliðsmenn af höfuð- borgarsvæðinu munu hlaupa 10 kfló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina með fjóra einstaklinga bundna við hjólastóla. í samstarfi við íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík ætla þeir að gefa fötluðum kost á að taka þátt, bæði til styrktar fé- laginu og svo líknarsjóði Brunavarða- félags Reykjavíkur. Markmið hans er að sinna starfsbræðrum þeirra og öðrum verði þeir fýrir áföllum í lífinu. Orkuveitan, Bónus og Össur hf. styrkja verkefnið að þessu sinni en ágóði skiptist til helminga. „I fýrra söfnuðust rúmlega 300 þúsund krónur. I ár vonumst við til að safna meiru," segir Haukur Grönli slökkviliðsmaður. „Fatlaðir fá þama möguleika á að taka þátt í þessu hlaupi án þess að þurfa að kosta til þess aðstoðarmenn. Það finnst okkur frábært," segir fram- kvæmdastjóri ÍFR, Þórður Ólafsson. Vonast eftir styrkjum Þeirsem vilja styrkja málefnið er bentá slökkvilið Flöfuðborgar- svæðisins. Reikningsnúmer I söfnuninni er 111-26-89402. Kennitala 460279-0469.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.