Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Ummæli vikunnar
„Viö erum að tala um menningarnótt,
ískalda og svarta ófreskju sem leggst
yfir miöborgina eins og mara. Þetta er
kvöldið sem úthverfaskríllinn hópastí
stríðum straumum í hjarta borgarinnar
svo það tútnar út í það óendanlega og
springurað lokum afsorg."
Smáborgarinn í Blaðinu að lýsa
komandi hremmingum sínum á
laugardagsnóttina.
Þetta er rétt. Það er alveg skelfilegt
þegar þetta pakk kemur skríðandi í
hópum undan Breiðholtinu og niður í
101, hokið af basli og barneignum.
„Kannski vegna þess að ég var bara
svona átta ára og hélt að kynvillingar
ættu allirað vera jafn afgerandi og
Gulli, rakarinn hans pabba. Isaman-
burðinum varð hverfiskynvillingurinn
rosalega dauflegur og við misstum
fljótlega áhugann á að njósna um hann
en snérum okkur að fyllibyttunni í
blokkinni í staðinn."
Þórhildur Elín
Elínardóttir að rifja
upp Ijúfsárar
minningar úr æsku
sinni.
Eftiraðallirfóru
að teljast
eðlilegirer ekk-
ert spennandi
lengurfyrir
börnin annað
en byttan í
næstu íbúð.
„SkjárEinn sýnir um þessar mundir enn
eina þáttaröðina um ungan piparsvein
í leit að „ástinni". Iþetta skipti hefur
öllum reglum verið
kastað á glæ.
Enginn limmi,
engar lúxusvillur
og engar hestaferð-
ir. Þátturinn á að
endurspegla
raunveruleikann
enn betur en áður.
Einmitt."
Atli Fannar
Bjarkason í Blaðinu að lýsa því yfir
hve hundleiður hann sé orðinn á
þáttunum um piparsveininn.
Einmitt. Aldrei fórum við með
kærustur okkar í limmur, lúxusvillur
eða hestaferðir. Þærfengu í mesta lagi
eina með öllu í Pylsuvagninum ef
heppnin var með og samt blómstraði
ástin.
„Styrkur Sivjar liggur ekki hvað síst í því
að hún er reynsiumikill stjórnmálamað-
ur og er vel þekkt á landsvísu sem innan
flokks. Það kemur því ekki á óvart að
hún hefur í viðtölum við fjölmiðla lagt
áherslu á þessa kosti sína. Hún er hins
vegar töluvert umdeild og bentu margir
viðmælendur m.a. áaðhún nyti afar
lítils stuðnings innan þingflokksins."
Fréttaskýring í Morgunblaðinu um
komandi flokksþing Framsóknar um
helgina.
Eins og venjulega í þessum fréttaskýr-
ingum í opnu Moggans er ekkert nýtt
þar að finna. Og punkturinn hér er að
ein helsta von Sivjar er
einmitt hve lítinn
stuðning hún hefur í
þingflokknum.
Mogginn á bágt
með að skilja að í
dag, eins og áður
fyrr, getur forysta
Framsóknar ekki leitt
félagsmenn s(na eins
og sauðfé til
slátrunar þegar
kemur að formannskosningunum.
„Mérliður
allavega alltaf
eins og fjallkonu,"
segirBirna
hlæjandi og játar
að það sé eitt
sem hún eigi eftir
að prófa."
Viðtal við Birnu
Þórðardóttur í
Blaðinu.
Þarna er þetta
komið strákar. Fjallkonan í þröngu
leðurdressi næst þegar við syngjum
„Flæ hójibbý jæ...."
Athafnamaðurinn Jón Kristjánsson, sem er einatt kenndur við fj árfestingafélagið Sund,
stendur nú í ströngu við að byggja tæplega 500 fermetra glæsivillu á Arnarnesi. Að sögn
þeirra sem til þekkja verður húsið eitt það glæsilegasta á landinu og heimildir DV herma
að kostnaðurinn við að reisa það verði ekki undir 150 milljónum króna.
Rís hratt Eins og sjá máá þessari mynd ris
hús Jóns og fjölskyldu hans hratt.
DV-mynd: Guömundur
Byggir 500 fermetra
glæsivillu á Arnarnesi
Auk þess ersérstakt
hvíldarherbergi á neðri
hæðinni þarsem með-
al annars er sána og lít-
il laug. Jón hefur einnig
látið útbúa sundlaug í
garðinum.
Jón Kristjánsson, sem hefur undanfarin ár stýrt fjárfestingafélag-
inu Sundi ásamt móður sinni Gunnþórunni Jónsdóttur, ekkju
Óla í Olís, er þessa dagana á fullu við að byggja sér glæsivillu við
Þernunes á Arnarnesinu.
Villan hefur verið í byggingu und-
anfarið ár og að sögn þeirra sem til
þekkja verður húsið eitt það glæsileg-
asta á landinu. Ekki er talið að kostn-
aður fari undir 150 milljónir króna
enda engu til sparað hjá Jóni og fjöl-
skyldu hans. Það eru arkitektarnir
Guðni Gunnarsson og Páll Hjaltason
á Arkitektastofunni m3 arkitektar
sem teikna húsið en þeir hafa komið
að teikningum margra húsa hjá ríka
og fræga fólkinu að undanförnu. Auk
þess kemur Valdís Vífilsdóttir innan-
hússarkitekt að teikningu á innrétt-
ingum.
Sundlaug í garðinum
Jón og eiginkona hans eiga tvö
börn og það mun ekki væsa um þau
í nýja húsinu. Bæði fá þau herbergi
sem eru 40 fermetrar að stærð auk
sérklósetts, eða á við þokkalega ein-
staklingsíbúð. Auk þess er sérstakt
hvíldarherbergi á neðri hæðinni þar
sem meðal annars er sána og lít-
Efri hæðin Eins og sjá má á þessari
teikningu ergert ráð fyrir sundlaug í
garðinum.
il laug. Jón hefur einnig látið útbúa
sundlaug í garðinum.
Öflugur fjárfestir
Eins og áður sagði hefur Jón eink-
um stundað viðskipti sín í gegnum
fjárfestingafélagið Sund sem hann
á ásamt móður sinni, Gunnþórunni
Jónsdóttur og systur sinni Gabríelu.
Sund á 15,5% í fjárfestingafélaginu
Gretti en helstu eignarJilutir þess
1 • - 1
* 1 ISlJ 1 - ■■■ í
Neðri hæðin Hátt til lofts og vítt til veggja.
Börnin fá 40 fermetra herbergi og hjónin
geta slakað á í sauna og heitri laug.
liggja í Straumi-Burðarási, Lands-
bankanum og Icelandic Group auk
Tryggingamiðstöðvarinnar. Jón er
jafnframt stjórnarformaður Iceland-
ic Group.
oskar@dv.is
Jón Kristjánsson Fjárfestirinn
auðugi byggir nú glæsivillu við
Þernunes á Arnarnesi.
Mynd: Úr myndasafni
Morgunblaösins
Talsverð seinkun hefur orðið á standsetningu nýju Grímseyjarferjunnar
Nýja Grímseyjarferjan 100 milljónum dýrari en áætlað
Vélsmiðja Orms og Víglundar
hefur farið fram á tugmilljóna
aukagreiðslu vegna viðbótarverk-
efna auk þess sem það er skoðun
sumra að ferjan hafi verið keypt
á allt að tvöföldu yfirverði miðað
við það ástand sem hún kom í til
landsins.
„Það má auðvitað alltaf deila
um hvað er rétt verð. Ferjan kostaði
kringum 100 milljónir og ráðgert
var að viðgerðir og endurnýjun á
ferjunni og ýmsum búnaði myndi
kosta kringum 150 milljónir. Það
þurfti að skipta um allar innrétt-
ingar og breyta aðgangsopum til að
mæta kröfum Grímseyinga og gera
ýmsar aðrar breytingar, sem mikill
kostnaður liggur í.
Vegna gengisbreytinga ogkrafna
frá Loyds Register of Shipping, þar
Grímseyjarferjan Skipt verður um allar
innréttingarí ferjunni.
sem flokkun skipsins fer fram, má
ætla að endanlegur kostnaður verði
300-350 milljónir. Á móti kemur að
þá verðum við með svo gott sem
nýtt skip, sem hefði kostað 700-800
milljónir miðað við gengisþróun
undanfarið.
Vegna krafna frá Evrópusam-
bandinu og nýrra staðla hefði
kostnaður við breytingar á Sæfara
orðið það mikill að hann var í raun
dæmdur út. Þetta skip tekur 100
farþega miðað við að Sæfari getur
teldð 36 þegar best lætur. Það getur
einnig tekið bíla og stærri tæki, sem
jafnvel væri hægt að aka frá borði
ef með þyrfti. Það verður opnan-
legur hleri á skipinu að aftan," seg-
ir Gunnar Gunnarsson, aðstoðar-
vegamálastjóri hjá Vegagerðinni.
kormakur@dv.is
Grímseyjarferjan Löng
vist I slipp I Hafnarfírði
verður enn lengri.