Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 Helgin DV Kynni Pólverjans Ireanuz Gluchowski af íslandi eru ekki beint af hinu góða. Hann kom hingað til lands í fyrra og síðan þá hafa áföllin dunið á honum. Hann fékk blóðsýkingu sem varð til þess að hann missti báða fætur. í kjölfarið varð hann alvarlega veikur, hlaut nýrnabilun og missti meðal annars heyrn- ina á öðru eyra. Hann segist samt keikur og að Guð hafi hjálpað sér að lifa af. Langar að hjálpa öðrum - hvernig sem bao verður Ireanuz Gluchowski kom hingað til lands um miðjan apríl í fýrra. Hann fékk vinnu hjá fyrirtækinu Jarðvélum ehf. og var ætlunin að hans sögn að upplifa eitthvað nýtt - fLytja til ís- lands og upplifa „íslenska drauminn". „Læknir sagði við mig að ég gæti ferðast án lappa - en það gæti ég ekki án nýrans Guði þakka ég fyrir að vera á lífi." VIII hjálpa Ireanuz segist vilja fara aö vinna sem fyrst, þannig geti hann hjálpaö fólki. Adam var ekki lengi í Paradís og það var Ireanuz ekki heldur. Hann fékk sýkingu í blóðið er hann var, að því er talið er, við vinnu sína og missti í framhaldinu báða fætur við hné. Ireanuz hefur verið nán- ast réttindalaus með öllu síðan þá - þar sem hann hafði ekki tiltækt atvinnuleyfi. Fótalaus, með bilað nýra og hálfheyrnarlaus „Þetta er ekki auðvelt," segir Ireanuz Gluchowski þegar hann setur gervifætur sína á eftirstand- andi hluta fótanna og reynir að labba. „Ég byrja hægt og rólega en get ekki gengið nema 50-100 metra," segir hann og hættir síðan að reyna að labba sökum lasleika í kjölfar nýmabilunarinnar. Eftir blóðsýkinguna hjá Ireanuz urðu bæði fæturnir og hendum- ar svartar. „Skömmu síðar sagði læknir mér að ég myndi missa fæt- urna," segir hann. An þess hefði Ir- eanuz ekki lifað. „Ef ég væri ekki með í nýrunum gæti ég farið frá Islandi. En ég er ekki viss um að ég vilji það. Blóð- takan eyðileggur fyrir því og fleira. Læknir sagði við mig að ég gæti ferðast án lappa - en það gætí ég ekki án nýrans." Ireanuz er þó keikur. Hann er sáttur við að fá að vera á sjúkra- hóteli Rauða krossins á Rauðar- árstíg. „Það er gott að vera hérna, allt svo nálægt og stutt að kíkja í bæinn og í Bónus. Helst vildi ég þó kaupa ódýrt rafmagnshjól til að ferðast á milli," segir hann og bæt- ir við að ef tölva og sjónvarp væru ekki til staðar á herberginu hefði hann lítíð að gera. Stendur eftir réttlaus En hvað dró ríflega fertugan Pólverja, sem ferðast hefur víðs vegar um heiminn, hingað til lands? „fslenski draumurinn" var ástæðan. Ireanuz segist íýrst hafa heillast af íslandi er hann var hér í mánaðarfríi. „Eftir það sá ég að mig langaði að kynna mér landið betur og jafnvel setjast hér að." Frá Englandi fór hann til fs- iands og hóf að vinna. Samkvæmt sinni bestu vitund hafði hann öll réttindi til að vinna hér en síðar kom á daginn að fýrirtækið virtist ekki hafa sótt um atvinnuleyfi fýr- ir hann og þess vegna telst hann nánast réttlaus. „Ég skil ekki hvers vegna þetta gat orðið. Ég skilaði inn öllum pappírum til vinnuveit- andans míns sem greinilega sóttí ekki um atvinnuleyfi fýrir mig. Eftír það stend ég réttlaus," segir Irean- uz en þess má geta að mál hans er í vinnslu hjá lögmanni stéttarfé- lagsins Eflingar ásamt því að vera í skoðun hjá lögreglu. Þakkar Guði mest „Viltu kaffi?" spyr Ireanuz. Blaðamaður jánkar og hann nær í kaffibolla fýrir okkur. Á íslandi hefur Ireanuz kynnst hinum og þessum aðilum en segist jafnframt þekkja mjög fáa þeirra sem vini sína. „Það er aðallega kristíð fólk sem ég á fyrir vini og þeir eru ekki mjög margir," segir hann. „Hér eru samt allir vinalegir." Fyrrverandi eiginkona hans er nú stödd hér á landi í smá tíma ásamt syni þeirra - sem ákveðið hefur að setjast að hér á landi til að styðja við föður sinn. Ireanuz hefur fengið hjálp ffá ýmsum velvUjuðum aðUum. Sem dæmi gaf stoðtækjaframleiðand- inn össur hf. honum gervifætur fýrir rúmlega tvær mUljónir. Irean- uz nefnir einnig stéttarfélagið Efl- ingu sem reynt hefur að fá úrlausn í hans málum - ásamt Friðriki Þór Guðmundssyni blaðamanni. „Þessu fólki vU ég þakka kærlega." Mest þakkar hann þó Guði. „Guði þakka ég fýrir að vera á lífi." Fólk þarf alltaf að vera í stríði Ireanuz er bjartsýnn og kristinn maður. Hann biður bæna þrisvar sinnum á dag. „Ég bið ekki endi- lega fýrir sjálfum mér. Ég bið fýrir öUum," segir Ireanuz - sem þrátt fyrir fótamissinn og veikindin er bjartsýnn. Hann skilur lítíð í íslensku en talar mjög góða ensku. „Er þetta stríð ennþá í gangi?" spyr Ireanuz blaðamann og á við stríðið í Pal- estínu. „Ég sá einhverjar myndir í fréttunum en skildi ekki hvort það væri enn í gangi," seg- ir hann og bætir við: „Fólk þarf alltaf að vera í stríði." Það er kannski kaldhæðni að hug- arfar hans sé á þessa leið. Þar sem Ireanuz á í stríði við að fá úr- lausn sinna mála með aðstoð stéttarfélags- ins Eflingar. „Kannski kerfið hjálpi mér núna - eftir að mín mál eru komin á hreint." Hann er þó, sem fyrr segir, hálfsátt- ur við sitt hlutskiptí. Mest langar hann tíl að byrja að vinna aft- ur. „Mig langar tíl að hjálpa öðrum, hvem- ig sem það verður," segir Ireanuz, fóta- laus, með bilað nýra og hálfheyrnarlaus. „Eg lifi og er nokkuð eðlUegur," segir hann að lokum. gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.