Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Ástandið á Sri Lanka er vægast sagt skelíilegt. Mikil spenna ríkir á milli stjórnarhersins í landinu og Tam.il-
tígranna sem eiga í deilum um landsvæði. Vopnahlé hefur þó verið viðvarandi síðan árið 2002. Marvin Ingólfsson,
sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, kom nýverið heim frá Sri Lanka þar sem hann gegndi friðargæslu-
störfum á vegum Norrænu friðargæslunnar. Beinlínis á hliðarlínu vígvallar stjórnarhersins og Tamil-tígranna.
Marvin Ingólfsson kom nýverið heim frá Sri Lanka þar sem hann starfaði
hjá Norrænu friðargæslunni, SLMM. Hann fór til landsins í byrjun janúar og
hafði því verið þar í um hálft ár þegar hann kom heim, staldraði stutt við og
fór svo aftur út, þá til Englands í sprengjueyðingarþjálfun hjá breska hemum.
Marvin segir DV frá starfi friðargæslunnar, aðstæðum á Sri Lanka og hvemig
var að vinna þar frá maka og aðstandendum í hálft ár.
Marvin Ingólfsson er 27 ára
sprengjusérfræðingur hjá Landhelg-
isgæslunni og var lánaður til starfa
hjá Norrænu friðargæslunni, SLMM, í
janúar á þessu ári. Hann kom heim til
fslands á dögunum eftir að hafa verið
í rúma sjö mánuði frá maka, ættingj-
um og vinum á hliðarlínu vígvallarins í
Sri Lanka ásamt ríflega 60 öðmm frið-
argæsluliðum. Hann segir reynsluna
af starfinu ómetanlega en jafnframt
hafa saknað sambýliskonu, ættingja
og vina sinna mikið.
Báðir aðilar vilja frið
Á Sri Lanka hefur verið vopnahlé
frá árinu 2002 og er það í raun hlut-
verk Norrænu friðargæslunnar að sjá
til þess að því sé fylgt eftir. LTTE, eða
Tamil-tígramir, berjast við stjómar-
herinn í landinu þrátt fyrir vopnahléið.
Tamil-tígramir berjast fyrir heima-
landi sínu og eiga deilumar sér langar
sögulegar forsendur.
Marvin starfaði mestmegnis í borg-
inni Trincomale. „Ég er alveg með á
hreinu að báðir aðilar viljafá frið og vilja
það meira en nokkuð annað. Það sem
er að gerast er að mikið af smáhópum
er í landinu og þeir gera árásir - gagn-
gert í þeim tilgangi að andstæðingum
þeirra verði kennt um," segir Marvin og
bendir á að algengt sé að kenna Tamil-
tígrunum um það sem miður fer.
Starfið fólst mestmegnis í því að
fylgjast með að vopnahléinu væri
framfylgt. „Það sem ég var helst að
gera þama var að fylgjast með um
borð í skipum á vegum LTT og ríkis-
stjómar Sri Lanka og svo var ég líka á
landi," segir Marvin og heldur áfram:
„Þar vorum við að mónitora um borð.
Ef eitthvað gerðist gripum við í raun
ekki inn í sjálfir. En við vomm á staðn-
um, tókum niður skýrslur um hvað var
að gerast, tókum myndir og þar fram
eftir götunum. Að því loknu sendum
við báðum aðilum upplýsingar um
hvað var að gerast."
Stíum engum í sundur
Marvin segir að hann hafi aldrei
verið í beinni lífshættu - þó vissulega
sé stórhættulegt að vera í landi þar
sem geisar stríð. „Við vorum stundum
kallaðir út þar sem sprengjur vom eða
höfðu sprungið. Það sem við gerðum
þá var að tilkynna það - ef herinn og
lögreglan vom ekki komin á staðinn,"
s'egir hann. „Við vomm alltaf í ömggri
fjarlægð og ekki að flækjast í þeim
málum.
Það sem er með báða aðila er að
hvomgur vill skaða þig sem friðar-
gæsluliða - en vissulega geturðu ver-
ið rangur maður á röngum stað,"
segir Marvin og vísar til þess að friðar-
gæsluliðar ferðist með öðrum hvorum
deiluaðilanum og það geti komið fyrir
að hinn deiluaðilinn viti ekki að ffiðar-
Fylgst me6 Hér fylgist Marvin meö átökum úti á sjó. Þarna er hann staddur um borö i herskipi
stjórnarhers Sri Lanka undan ströndum Trincomalee.
gæsluliðamir eru með í för.
„Það má ekki misskilja þetta þannig
að SLMM sé að hoppa á milli deiluað-
ila og stía þeim í sundur ef átök verða.
Við erum mennimir sem stöndum til
hliðar á vígvellinum, fylgjumst með
því sem er að gerast og skráum það
niður. Við vinnum fyrir báða aðila og
erum á milli þeirra í átökum."
Spennandi tækifæri
En hvemig var upplifunin, að fara
frá hinu ömgga íslandi og í verkefni
fyrir SLMM í stríðshrjáðu landi?
Marvin segir að einfaldlega hafi
ekld verið hægt að sleppa tækifær-
inu. „Þetta var spennandi tækifæri og
áskorun fyrir mig sjálfan og það var
mín tilfinning fyrir þessu öllu saman."
Hann segir undirbúninginn hafa
gengið vel og hann hafi verið spenntur
fyrir að takast á við verkefiiið. „En þeg-
ar þú ferð út í svona geturðu ekki gert
þér í hugarlund hvað þú ert að fara út
í. Ekki fyrr en þú ert kominn á staðinn
og hefur verið þama."
Marvin segir að óstöðugt ástandið
gangi í bylgjum. „Þegar ég kom út var
ástandið frekar slæmt og óstöðugt. Á
miðju tímabilinu fór ástandið að róast
en svo varð það eins og það er núna.
Slæmt."
Marvin segir títringinn í landinu
núna vera meðal annars tilkominn
í kjölfar þess að Tamil-tígramir vom
settir á lista Evrópusambandsins yfir
hryðjuverkamenn. Það sé vissulega
slæmt, því nokkrir friðargæsluliðar
vom frá löndum ESB. „Þeir vilja ekki
vinna með þjóðum sem líta á þá sem
hryðjuverkamenn og við verðum sem
friðargæsluliðar að vera alveg hlutlaus-
ir. Við erum að vinna fyrir báða aðila."
Alltaf í hættu
„Það er sama hvort þú ferð í svona
verkefni eða ert túristi í stríðshrjáðu
landi. Þú ert alltaf í einhverri hættu
þótt báðir aðilar vilji frið."
Marvin segist ekki hafa lent sjálfur
í skotárás en oft hafa verið í eftirliti þar
sem aðilar vom að skjóta á hver ann-
an. „Þá ertu með sérfána um borð og
þannig vita þeir af þér og ráðast ekki á
Þig"
Marvin segir að einu sinni hafi
Um borð Hér er Marvin um borö I herskipi stjórnarhersins undan ströndum Trincomalee.
hann verið í eftirlití á minna svæði
sem er svokallaður „tens" staður þar
sem tamilar, singalar og múslimar
búi. „Það gerðist nokkmm mínútum
eftir að við fómm um staðinn að þeir
fóru að skjóta sín á milli. En ef þú ert
ekki of fljótur á þér ertu nokkuð ör-
uggur," segir hann.
Marvin var sem fyrr segir úti í sex
mánuði. „Ég hefði persónulega ekk-
ert á móti því að vera þama lengur.
En ég hef öðrum skyldum að gegna,
hef vinnu hér heima og svo náttúm-
lega mikilvægast af öllu sem er að ég
á sambýliskonu, fjölskyldu og vini hér
heima og það er erfitt að vera í svo
langan tíma frá makanum sínum."
Marvin er trúlofaður Geirlaugu Jó-
hannesdóttur og segir hanri að sökn-
uður hafi vissulega gert vart við sig.
„Við söknuðum hvors annars, ég ör-
ugglega hennar meira en öfugt," seg-
ir hann hlæjandi og bætir við að hún
hefði ekki getað farið með - eða hitt
hann á meðan. „Þetta er ekki fjöl-
skyldumissjón."
Hann segir að aðstandendur
heima hafi verið skelkaðir en ein-
ungis í fyrstu. „Þeir héldu að við vær-
um í hættu vegna einhvers sem þeir
höfðu heyrt í fréttunum," segir hann
en bendir á að þá hafi hann útskýrt
hvernig ástandið væri hjá sér sjálfum
og þá hafi sú hræðsla horfið tiltölu-
legafljótt.
Skelkaðir aðstandendur
„Við fengum oft símtöl þess efnis að
fjölskyldur hefðu misst fjölskyldumeð-
limi. Til dæmis eiginkonur sem misstu
menn sína í árás. Það gerðist oft. Við
vorum á staðnum fyrir fólk. Pyrir það
að vita af okkur gefur því huggun og
smðning en jafnframt var rosalega erf-
itt að horfa upp á það sem maður sá."
Mannfall hefur upp á síðkastið ver-
ið nokkuð mildð á Sri Lanka. „Það kom
fyrir að sú tala var há dag hvem. Ef til
dæmis rúta var sprengd fómst 20-30
óbreyttir borgarar í einu."
Marvin segir það versta á Sri Lanka
hafa verið heildina alla. „Það er ekki
hægt að segja eitthvað eitt. Að koma
til svo fallegs lands þar sem fjölskyldur
em búnar að missa allt sitt í Tsunami
flóðbylgjunni og þurfa svo að lifa við
þetta. Stríðið í heild sinni er það sorg-
legasta."
Friðarsáttmálinn í landinu er enn
í gildi þrátt fyrir að Danir, Finnar og
Svíar taki ekki þátt í Norrænu friðar-
gæslunni lengur. Eftir standa Norð-
menn og íslendingar og fylgjast með
í stríðshrjáðu landinu. Marvin hefur
nú hafið störf aftur hjá sprengjusveit
Landhelgisgæslunnar. „Það góða við
að koma úr svona verkefni er að þá
gerirðu þér grein fyrir hvað ísland er
gott. Ég mun samt aldrei eftir sjá eftir
því að hafa farið þangað."
gudmundur@dv.is