Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Qupperneq 34
50 FÖSTUDACUR 18. ÁGÚST2006
Helgin PV
Tónlistarkonan Mr. Silla er nýflutt í sína fyrstu íbúð með eldhúsi. Það hefur valdið því að ástríðan fyrir matar-
gerð hefur aukist til muna. DV kíkti í heimsókn til hennar.
„Matargerð er alveg ný ástríða hjá
mér. Það er langt síðan ég hef fengið
svona mikinn áhuga á einhverju," seg-
ir tónlistarkonan Mr. Silla þegar hún
er spurð hvort hún haíi gaman af því
að elda. Fyrir þá sem ekki vita er Mr.
Silla ein af vonarstjömum íslenskrar
tónlistarsenu um þessar mundir. Hún
syngur eins og rámur svertingi um
leið og hún tekur töff gítarriff.
Gert grín að Sillu fyrir að tala
mikið um mat
„Ég er að kynnast svo mörgu fólki
um þessar mundir og það er gert mik-
ið grín að mér íyrir hvað ég tala mik-
ið um matsegir Silla og hlær. Hún og
kærastinn hennar vom að gera upp
íbúð og em sérlega ánægð með eld-
húsið þar sem þau hafa bæði gaman
afþví að elda. „Við gemm mikið af því
að elda saman. Það er miklu skemmti-
legra heldur en að hanga einn inni í
elhúsi. Við gemm líka miklu meira
af því að elda núna í nýja eldhúsinu,
höldum matarboð og svona þegar
tími gefst. Það er svo miklu skemmti-
legra að elda fyrir marga."
Gerir fljótmeti spennandi
Það hráe&ii sem Siilu finnst nauð-
synlegt að eiga er: „Ostur! Mér flnnst
erfltt að búa eitthvað til ef það er ekki
til ostur. Það er líka hægt að gera mjög
einfaldan en góðan mat ef hann er til.
Ég er mikið á ferðinni og hef ekki allt-
af tíma tíl að gera tímafrekan mat. Ég
reyni að gera fljótmetí spennandi. Til
dæmis prófaði ég að setja grófmalað
salt og blandaðan pipar á venjulegt
ristabrauð. Ég sagði bara: Vá! þegar ég
smakkaði þetta fyrst," segir Siila hress
og bætir við að henni finnist mikil-
vægt að eiga nóg af góðum kryddum.
Af hverju er ekki til íslenskur
veitingastaður?
Silla segist ekki eiga sér neinn
uppáhaldsveitingastað enda fer hún
aldrei út að borða. „Mér finnst ekki
mikið af spennandi veitingastöðum
hér í bæ. Mér flnnst alveg merkilegt
að einhver monmmeikerinn sé ekki
löngu búinn að koma upp íslenskum
veitingastað. Útlendingar spyrja nógu
mikið um það. En ég á alveg eftír að
prófa humarsúpuna á Sægreifanum.
En hvað með hádegismat? Tekur
þú nesti með þér í vinnuna?
„Nei, ég ætla að fara að skoða
hvað Sómi setur í samlokumar sín-
ar. Ég er orðin brjálæðislega háð
þessu. Túnfisksamloka og appelsín.
Ég át ekki neitt annað á tímabili og er
samt ekki búin að fá leið á þessu. Ég
skil þetta ekki - þetta er eigiiöega hálf-
ógeðslegt," segir Silla sem segist vera
mikill samlokunörd.
„Ég skil ekki súpur!"
Ólstu upp við mikla matarmenn-
ingu?
„Mamma er algjör brjálæðingur.
Rosalega góður kokkur og óhrædd
við að gera tilraunir. Það voru alltaf
matarboð um helgar þegar ég var lít-
il. En það er líka ástæðan fyrir því að
ég eldaði alltaf títið sjálf; hún er svo
góð." Eftir þessar lýsingar ættí eng-
an að undra að mamma Sillu eldar
það sem Sillu þykir best. „Það er ein
súpa sem mamma gerir sem er dáld-
ið merkilegt þar sem ég er alls ekki
hrifin af súpum. Ég skil ekki af hverju
maður ættí að vilja borða súpu þeg-
ar maður er svangur. Ég skil ekki
súpur! Ég verð aldrei södd af þeim.
En í þessa súpu setur mamma eitt-
hvert karrý-, kjúklinga-, chilli-brjál-
æði. Þetta er maturinn sem kætir
mig mest."
Mikið að gera í spilamennskunni
Þessa dagana eldar Mr. Silla hins
vegar mestmegnis einfaldan og fljót-
legan mat þar sem það er brjálað
að gera hjá henni og Mongoose við
spilamennskuna. I kvöld ætla þau
að spila á myndlistaropnun í Gallery
Turpentine. Á morgun, menningar-
nótt, spilar Mr. Silla ásamt hljóm-
sveitinni Fræ, sem hún er einn-
ig meðlimur í, fyrir utan verslunina
KVK og kaffihúsið 10 dropa kl. 20.
Eins og það sé ekki nóg, þá er hún
ásamt Mongoose í óða önn að leggja
drög að þeirra fyrstu plötu. „Já, það
er allt í gangi og mikið stuð," seg-
ir Silla sem hlakkar greinilega tíl að
takast á við næstu verkefni.
Dijon-sinnep og
krydd Ómissandi I
rétti Sillu.
FUÓTLEG OG NAUTNALEG
SAMLOKA AÐ HÆTTl SILLU:
Tvær brauðsneiðar eftir smekk
Gott að léttrista þær
Dijorr-sinnepi smurt á brauðið
Þunnar sneiðar af camenbert-osti
Parmaskinka 51 iflHHHH
Fetaostur
Brauðostur
Þunnar sneiðar af papriku
Kryddað með blönduðum pipar
Ef hitað, þá bakað í ofni
Spennandi fljótmeti
að hætti
■ ■
Mr.Silla Stoltaf
nýuppgerou eldhusi
sínu.