Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Qupperneq 35
PV Helgin FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 51 ian 20 ára Bylgjan var fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á íslandi. Hún heldur upp á 20 ára afmæli sitt seinna í mánuðinum. DV leitaði til nokkurra þjóðþekktra íjölmiðlamanna sem voru með frá byrjun og ber öllum saman um að minningarnar frá fyrstu árunum séu ógleymanlegar. Stemningin hafi verið frá- bær á þessum miklu breytingatímum í íslensku fjölmiðlalífi. Þykirvæntum afmælisbarnið „Ég byrjaði á Bylgjunni þegar stöðin var orðin tveggja, þriggja ára," segir fréttamaðurinn Haukur Holm sem hafði áður verið á Alþýðublaðinu. „Þetta voru mín fyrstu skref á ljósvakamiðli og stemningin þarna var mjög góð," segir hann og bætir við að Bylgjan hafi á þessum tíma verið í gamla Osta- og smjörsöluhúsinu við Snorrabraut. „Það var góð stemning í húsinu, stöðin var ung og það var kraftur í mannskapnum svo það var gaman að koma þarna inn.“ Þegar Haukur er inntur eftir skemmtilegri sögu tengdri Bylgjunni segir hann eina góða strax koma upp í hugann: „Lfldega fyrsta árið mitt hafði ég lengi reynt að ná tali af Ólafi Ragnari sem þá var fjármálaráðherra. Þegar ég loksins náði tali af honum vildi hann fá mig til sín niður í ráðuneyti. Eftir að hafa setið lengi og beðið eftir honum fékk ég loks að tala við hann en þegar ég var að byrja kom í ljós að segulbandið var batteríslaust. Ég varð alveg eins og aumingi en tókst að semja við hann að ég myndi taka leigubíl í snatri og taka viðtalið svo í gegnum síma. Þetta var neyðarlegt augnablik en hann tók vel í þetta og við náðum að semja." Haukur hefur nánast starfað hjá sama fyrirtækinu síðustu 17 árin en hann fór smám saman yfir í sjón- varpið þegar Bylgjan og Stöð 2 sameinuðust. „Mér þykir vænt um þetta afmælisbarn og óska því alls hins besta." Dagskrárhetjur og tæknimenn Jón Axel, Gulli Helga, Magnús Viöar Sigurðs- son, nú framleiðandi hjá Saga film, og fyrir fram þá Carola Hængsdóttir. Fagnaður f hljóðveri 1988 vegna frábærra undirtekta samkvæmt skoðanakönnun Á myndinni eru mörg kunnugleg andlit. Frá vinstri: Haukur Ólafs- son, Páll Þorsteinsson, Felix Bergsson, Pétur Steinn, óþekktur, Doddi hljóðmaður - Þorsteinn Ásgeirsson, óþekktur, Eiríkur Hjálmarsson, Hallgrlmur Thorsteins- son, Steingr/mur Ólafsson, Margrét Hrafnsdóttir, óþekkt og Inga Birna Dungal. Fyrir framan sitja þær Inga, Jónína, Auður Edda og Bogga Stfna. Davíð Oddsson ræsir Bylgjuna ÞeirSigurður G. Tómasson og Einar Sigurðsson fylgjastmeð. Sigurðurvar með fyrsta dagskrárliðinn á slnum herðum enhann átti slðar langan feril á Rás 2 og seinna Talstöðinni. Ljósvakinn var dótturfyrirtæki Bylgjunnar og flutti tónlist án mikils talmáls Bergljót Baldursdóttir og Jónas R. Jónsson sem varþar dagskrárstjóri. Heilsuátak f ársbyrjun 1998 Efsta röð frá vinstri-JvarGuðmundsson, Guðrún Gunnars- dóttir, Andrea Jónsdóttir, Halldóra Ingimars- dóttir. Miðröð: Kristófer Helgason og Hemmi Gunn. Fremst: Gulli Helga og Hallur Helgason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.