Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 39
DV Veiðimál FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 55 Dauft i Hörðudalsá Við sögðum frá því í seinasta blaði að laxinn væri byrjaður að ganga i Hörðudalsá. Lítið hefurþó veiðsti henni.il/lenntalaumhrunbleikjunnari ’C'v Dölunum. Fáir laxar hafa veiðst en nokkrir sést í þeim hyljum sem áin geymir. Hörðu- dalsá var fyrir nokkrum árum þekkt fyrir mikla bleikjuveiði en er idag ekki svipur hjá sjón. Leigutakar árinnar, leikararnir Siggi Sigurjóns og Jóhann Sigurðarson, hafa þó staðið í markvissri ræktun á ánni. Sú ræktun virðist ekki vera skila sér afsama krafti og menn vonuðust til. ■ Dúndrarflugunni út með vinstri Handboltakappinn Sigurður Sveinsson er ekki bara góður að henda handbolta heldur er hann þekktur fyrir að vera mjög lipur með flugustöngina. „Ég er búinn að veiða alltof lít- ið í sumar," segir Sigurður Sveins- son handboltakappi um veiðar sínar í sumar. „Ég er búinn að fara tvisvar á Skagaheiðina og svo fór ég í Norðurá. Ég var í Norðurá um Jónsmessuna en þá var þetta að byrja og hollið náði 75 löxum. Þetta voru nokkrir tittir," segir Siggi og hlær. „Við erum nokkrir félagarn- ir sem förum á Skagaheiðina tvisv- ar til fjórum sinnum á ári. Við byrjum í maí. Skagaheiðin er einn af þessum stöð um sem enn má kalla óbyggðir. Þar sem maður gerir þarf- ir sínar úti í móa og grefur. Ég er búinn að veiða þarna í ein 15 ár. Skagaheið in skilar allt- af sínu. Það fer reyndar aðeins eftir veðri og vind- um. Fiskarnir þarna eru frá einu upp í sex pund," segir Siggi- Vinstri að sjálfsögðu Eins og allir vita var Siggi Sveins einn af okkar allra bestu hand- boltamönnum og allir vita að hann var örvhentur. Þegar blaðamað- ur spyr með hvorri hendinni hann haldi á stönginni segir Siggi nokkuð ákveðinn: „Vinstri, að sjálfsögðu, er ekki allt í lagi? Það er náttúrulega langbest. Af okkur félögunum veiði ég yfirleitt mest," segir Siggi nokk- uð öruggur með sig. í Flóku með Valda Gríms „Ég er fara með Valda Gríms og félögum í vik- unni í Flóku. Við köllum okkur Veiðifé- lagið Off. Þetta eru karlar úr tryggingageiran- um. Flóka skilar alltaf sínu. Það er góð veiði á stöng í henni. Við för- um alltaf saman á Skagaheiðina og svo förum við einu sinni á ári í lax," segir Siggi. „Reyndar er það svo að menn eru farnir að hugsa sig um varðandi veiðina. Það er ekki hægt að fara í þessar gömlu ár sem við fórum í í gamladaga út af verð- inu. Þetta eru bara kjafts- högg. Sigurður Sveinsson Segist að sjálfsögðu kasta flugunni útmeð vinstri - hvað annað! Til dæm- is Skagaheiði Þar semmaður gerir þarfir slnar úti I móa og grefur. Góður afli Sigurður segir að Skagaheiðin standi alltaffyrir slnu eins og má sjá á þessari mynd. með Blöndu eða Víðidalsá, það er spurning um að fara í þriggja daga veiði eða kaupa sér bíl. Þetta er skelfileg þróun," segir Siggi og skýt- ur föstum skotum að veiðileyfasöl- um. Veiðir á nettar græjur „Ég veiði aðallega á þrist þegar ég er á Skagaheiðinni. Það er lang- skemmtilegast að veiða á nettar græjur. Svo á ég reyndar allar teg- undir af stöngum. I laxinn er ég að nota sexu," segir Siggi og bætir því við að hann hafi ekki mikið komist í sjóbirting vegna anna á haustin við handboltaþjálfun. Stefán Jón og Pálmi Gunnarsson kenna flökun Á vefnum flugur.is, sem Stefán Jón Hafstein ritstýrir með miklum myndarskap, kennir ýmissa grasa. Þeir sem eru áskrifendur að vefnum geta fengið miklar og góðar upplýsingar um allt sem viðkemur stangveiði. Nú hefur Stefán Jón bætt um betur og er nýlega búinn að setja inn mynd- band með sér og Pálma Gunnarssyni þar sem þeir flaka væna bleikju. og kennir veiðimönn- um að verka fiskinn en eins og flestir vita er nokkuð erfitt að ná seinna flakinu góðu þegar fiskur er flakaður. Ekki skemmir fyrir hvað Stefán Jón og Pálmi bera sig fagmann- lega að. Vonast eftir rigmngu í Kiós Að sögn Haralds Eiríkssonar hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur er Laxá í Kjós kjaftfufl af fiski. „Það er ekki minna af fiski í henni held- ur en í fýrra. Ég myndi gefa af mér hægri höndina fyrir að eiga daga þegar það byrjar að rigna," segir Haraldur og bætír við að það hafi ekki rignt í Kjósinni í langan tíma. Sjóbirtíngur er byrjaður að ganga af krafti í ána og þeir sem eiga leyfi í ána á haustdögum eiga því von á veislu. Laxá (Kjós Ágústa Steingrlmsdóttirog Björn Breki með fallegan 7 punda hæng. Mynd eftir Kjartan GuSjónsson Menningarnóft Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Galleríi Fold Opið laugardag til kl. 22.00 Sjáumst í Galleríi Fold Rauðarárstíg 14-16, simi 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.