Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 60
76 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 Sjónvarp DV Á dagskrá næstu daga Stöð 2 - Temple ofDoom -21.30 Stöð 2 sýndi seinasta föstudag fyrstu myndina úr þrenningunni um Indiana Jones og er nú komið að þeirri annarri, Temple of Doom. Jones kemur sér í hann krappan og endar í litlu þorpi í óbyggðum Ind- lands. Þorpsbúar grátbiðja Jones um hjálp. Dularfull- um töffasteini og öllum börnum þorpsins hefur ver- ið rænt og segja þorpsbúar sökudólginn vera grimman indverskan prins sem býr í musteri rétt hjá. Að sjálf- sögðu tekur ævintýrakóngurinn verkið að sér. Sjónvarpið - Fools Rush In - 20.05 Það er grínarinn og vinurinn Matthew Perry og suð- ræna fegurðardrottningin Salma Hayek sem fara með aðalhlutverkin í þessari bandarísku grínmynd frá árinu 1997. Myndin fjallar um par sem ákveður að gifta sig þegar konan verður ólétt eftir einnar næt- ur gaman. En þau eru alveg gjörsamlega svart og hvítt og ólíkur uppruni þeirra verður þeim til tra- fala. Skjár einn - Trailer Park Boys -21.00 Kanadískir framhaldsþættir sem hófu ný- verið göngu sína á Skjá einum. í þáttunum er gert grín að raunveruleikasjónvarpi. Þætt- imir fjalla um hóp fyrrverandi fanga sem búa saman á svokölluðu hjólhýsasvæði. Þættim- ir hafa náð miklum vinsældum í Kanada en þeir eru byggðir á samnefndri kvikmynd frá árinu 1999.1 þættinum í kvöld gengur allt á afturfótunum hjá Julian svo hann ákveður að yfirgefa hjólhýsasvæðið. Laugardagurinn 19. ágúst Skjár einn - Rock Star upprifjun -16.30 Þeir sem misstu af Rock Star: Supernova í vikunni þurfa ekki að örvænta því Skjár einn endursýnir all- an pakkann á laugardögum. Raunveruleikaþáttinn, keppnina sjálfa og svo úrslitaþáttinn. Jafnvel þó að maður hafi fylgst með fyrr í vikunni er gaman að sjá hann Magna okkar rokka stíft aftur. Þeir Gilbie Clark, Jason Newstead og Tommy Lee kalla ekki allt ömmu sína og það gerir Magni ekld heldur. Sföð 2 - Hotel Rwanda - 22.40 Hér er á ferðinni frábær mynd sem eng- inn ætti að láta framhjá sér fara og lætur engan ósnortin. Myndin segir frá hetju- dáðum hóteleiganda í Rúanda þegar hin skelfilegu þjóðarmorð voru framin í borg- arastyrjöldinni 1994. Meira en ein milljón manns voru myrt á aðeins þriggja mánaða tímabili án afskipta heimsbyggðarinnar. Myndin lýsir óvissunni og hræðslunni sem ríkti á mjög skýran hátt og var myndin til- nefnd til þriggja óskarsverðlauna. Ég er ofsalega mikil hóps- ál og því þarf engan að undra að ég hlusti mikið á Rás 2. Og sem dyggur aðdáandi þessarar út- varpsstöðvar hefur mér þótt sér- lega gaman að tónleikunum á hafnarbakka á menningarnótt sem útvarpsstöðin hefur staðið fyrir undanfarin ár. Ekkert verður af tónleikunum í ár vegna bygg- ingar tónleikahúss á bakkanum. Þetta þykir eflaust mörgum mið- ur og jafnvel dáldið kaldhæðið, en svo sem ekkert við því að segja. En Rás 2 deyr ekki ráðalaus. Hún hefur nú brugðið á það ráð að út- varpa beint frá tónleikum Robb- ies nokkurs Williams. Mér væri svo sem alveg sama þótt tónleik- arnir færu fram í útvarpinu þar sem ég get hækkað og lækkað að vild en rosalega stóru hljóðkerfi verður komið fyrir utan Skífuna á Laugarvegi og þaðan verður tón- leikunum blastað. Ég hef svo sem ekkert stór- ar áhyggjur af þessu þannig, það hefði bara verið skemmtilegra ef Rás 2 hefði fært tónleikana á ein- hvern annan stað - hvað með t.d. Hljómskálagarðinn?Áhyggjurnar sem ég hef er að ef græjurnar eru kraftmiklar er hætta á að herra Williams eigi eftir að skyggja á aðra viðburði Laugavegsins á þessum tíma. Viðburði sem eiga kannski betur heima á nótt sem þessari. En sjáum til... En svo langar mig til að hrósa sömu útvarpsstöð fyrir að hleypa næturverðinum Heiðu að í frek- ari útsendingar. Hún er frábær útvarpskona. Heiða leggur mik- inn metnað í alla sína útvarps- þætti og laumar fróðleiksmol- um að við hvert tækifæri, spilar tónlist sem er ekki endilega á vinsældarlistum og þá er hún snillingur í að grafa upp gamlar íslenskar perlur sem allt of marg- ir eru búnir að gleyma. Já þáð er mjög gaman að hlusta á Heiðu - ég mæli með því! BYLTING í SVEFNLAUSNUM FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF OG MEIRI VELLIÐAN. www.rumgott.is svæðaskiptar heilsudýnur sniðnar að viðkomandi. llúsgugnavinnusiofa RH Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11- BETRI HVÍLD, DÝPRI SVEFN Rúmgott er leiðandi í þróun og framleiðslu á heilsudýnum og rúmbotnum undir vöru- merkinu EZ-sleep á íslandi. Við höfum yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til að mæla þrýstijöfnun á líkama hvers einstaklings sem gerir okkur kleift að framleiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.