Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Side 61
PV Sjónvarp
FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 77
Á dagskrá næstu daga
Haustvörur komnar í hús | a
Blússur og pils, bolir og síðbuxur 11
-vErhlístinn. v/Laugalæk • sími 553 3755 1
Mánudagur21.ágúst
Sjónvarpsstööin Skjár sport sem var áöur Enski boltinn
hefur útsendingar í dag
Skjár sport í loftið í dag
„Við byrjum í dag með þrem-
ur klukkutíma löngum þáttum,"
segir Snorri Már Skúlason, sjón-
varpsstjóri Skjás sport. Stöðin
hét áður Enski boltinn en ákveð-
ið var að breyta nafninu. „Nafn-
inu var kannski helst breytt ef að
við skildum einhvem tímann taka
eitthvað meira að okkur en enska
boltann. Hitt nafnið batt menn
svoh'tið í báða skó."
9 af hverjum 10 leikjum
beint
„Fyrsti þátturinn er í kvöld
klukkan 18. Þar verður farið yflr
fallegustu mörk síðasta tímabils.
Svo klukkan 19.30 verður spáð
og spekúlerað í tímabilið sem er
að hefjast. Að lokum klukkan 21
verður svo upprifjun frá síðasta
tímabili."
Fyrsti leikur er sýndur á laug-
ardag kl. 11.45 þegar nýliðarnir í
Sheffield Utd. taka á mótí bikar-
meisturum Liverpool. „Við sýn-
um m'u af hverjum tíu leikjum
Snorri Már Skúlason
Sjónvarpsstjóri Skjás sports.
næst ekki að sýna beint einhverra
hluta vegna er hann sýndur með
ca. tveggja tíma seinkun."
Þrír sérþættir
Skjár sport mun þá einnig
bjóða upp á þrjá sérþætti í vet-
ur ásamt því að sýna frá leikjum.
„Böðvar Bergsson heldur áfram
með þáttinn; Liðið mitt og verð-
ur á fimmtudögum klukkan átta.
Þar verða pallborðsumræður um
leikina og spekingar skiptast á
skoðunum."
„Þátturinn; Á vellinum með
Snorra Má breytir líka um nafn
og verður bara; Á vellinum með
Snorra þar sem ég og nafni minn
Sturluson munum skipta þessu á
milli okkar," segir Snorri Már og
bendir á að þátturinn sé alltaf á
laugardögum.
„Þá erum við að lokum með
þáttinn; Að leikslokum. Þar spá
Willum Þór Þórsson og Guð-
mundur Torfason í spilin og
greina leiki Uðinnar helgar."
AS ieikslokum
Willum Þór Þórsson og
Guðmundur Torfason
sjá um þáttinn.
Níu af hverjum tíu leikjum sýndir beint
Skjársportsýniralltapfimmleikibeintfeinu.
Sunnudagur20.ágúst
Sjónvarpið - Vasaþjófurinn-20.05
Hér er á ferðinni bresk mynd í tveimur hlutum. Myndin fjallar um munaðarlausa
stúlku sem elst upp meðal þjófa á seinni hluta 19. aldar. Leikstjóri er Aisling Walsh
og meðal leikenda eru Sally Hawkins, Imelda Staunton, Charles Dance, Polly Hem-
ingway, Elaine Cassidy og Rupert Evans.
Sjónvarpið - (þróttayfírlit -21.35
Strax á eftir Vasaþjófhum sýnir sjónvarpið Helgar-
sportið þar sem farið er yfir helstu íþróttaviðburði helg-
arinnar. Strax á eftir Helgarsportinu er svo Fótboltakvöld
þar sem farið verður yfir það helsta úr leikjum Lands-
bankadeildar karla en klukkan 18 á sunnudag mætast
ÍBV - Grindavíkur, Fylkir - ÍA, Breiðablik - KR, Keflavík -
FH og loks mætast Valur og Víkingur klukkan 20.
ÍBV-Grindavfk 20. ágú. 18:00
Fylkir-ÍA 20. ágú. 18:00
Breiðablik-KR 20. ágú. 18:00
Keflavík-FH 20. ágú. 18:00
Valur-Víkingur 20. ágú. 20:00
Stöð 2 - Systrabönd - kl. 20.50
Þættirnir Related eru ffá framleiðendum Friends
og Sex and the City. Þeir fjalla um Sorelli-systurnar
fjórar og þeirra skrautlega líf. í þættinum í kvöld er
jólaundirbúningurinn í fullum gangi. Rose er með
tvo í takinu og getur ekki valið á milli þeirra á með-
an Marjee er hrædd um að hún sé skotín í kærasta
yfirmanns síns.
Sirkus - Smallville - kl. 21.50
Læknir hjá LuthorCorp fær samviskubit og sleppir hálffi manneskju/
hálfu vélmenni sem verið er að gera tilraunir á hjá fyrirtækinu. Vélmaður-
inn heitír Victor og er leikinn af gestaleikaranum Lee Thompson Young.
Þegar hann er að flýja keyrir Lana á hann en hann stendur jaftióðum upp.
Hún hringir því í Clark sem fer að kanna málið. Vinskapur tekst með þeim
félögum en Lex er ekki á þeim skónum að leyfa honum að þrífast.
Þriðjudagur22.ágúst
Sjónvarpið - Veronica Mars snýr aftur -20.10
Unglingaeinkaspæjarinn Veronica Mars snýr
aftur á skjáinn í nýrri þáttaröð. Lífið er allt nema
dans á rósum hjá fegurðardísinni smávöxnu og
eyðir hún tíma sínum í að leysa glæpi og aðstoða
nemendur við allskyns verkefni. Þrátt fyrir að
morðingi vinkonu hennar hafi náðst er ennþá ein-
hver sem vill henni illt og er hasarinn langt frá því
að vera búinn.
Sjónvarpið -
Lögmál Murphys - 22.25
í kvöld er sjötti og seinasti þátturinn í
bili um hinn harðsvífna Tommy Murphy
og glímu hans við glæpamenn. Murphy er
ekkert sérlega duglegur við að fylgja regl-
um yfirboðara sinna og fer sínar eigin leið-
ir. Murphy kallar heldur ekki allt ömmu sína
og veit að það þýðir ekki alltaf að spila eftir
reglunum í heimi glæpamanna.
Miðvikudagur 23. ágúst
Stöð 2 - Lokaþáttur Medium-21.35
Komið er að tuttugasta og öðrum þætti og
þeim síðasta í þessari annarri þáttaröð af Med-
ium. Alison dreymir um það hvernig h'fið hefði
orðið hefði hún elt drauma sína. Henni lang-
aði alltaf að gerast lögfræðingur og nú sér hún
fyrir hvernig áhrif það hefði haft á hana og
fjölskylduna hennar. Hún hefði gifst einhverj-
um öðrum en Joe.
Sjónvarpið - Little Britain -21.30
Sjónvarpið endursýnir fyrstu þáttaröðina af
þessum óborganlegu grínþáttum. Þeir verða
varla mikið fýndnari en þessir. Svartur húm
or af bestu gerð. Þeir félagar Matt Lucas og
David Walliams eru frábærir í þáttunum
og bregða sér í allra kvikinda líki til þess
að gleðja áhorfendur. Ef þú hefur ekki séð
þættina, ekki missa af þeim aftur.
Fimmtudagur 24. ágúst
Sjónvarpið - Launráð -21.15
Fimmta þáttaröðin af Alias
eða Launráð er kominn á fullt og
sýnir Sjónvarpið annan þáttinn
af tuttugu og tveimur í kvöld. Það
hefur mikið gegnið á hjá Sidney
vinkonu okkar í gegnum tíðina
og virðist ógæfan elta stelpuna á
röndum þar sem svik og prettir
leynast á hverju homi. I þættín-
um í kvöld kemst Sidney að því
að eigendur að bamum sem Ren-
ee vinnur á eru sömu aðilar og
myrtu Vaughn.
il