Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 10
Svona var heyið flutt af engjum heim í garð í þá daga. Þessi vinnubrögð tilheyra liðinni tíð og verða víst aldrei aftur taiin tímabær. hans, feiminn og skömmustulegur. „Já, þú varst að sækja um skólann. Vertu velkom- inn. Komdu með mér“. Hann skálmaði þegar af stað og stefndi að gamla skóla- húsinu. Stappaði nærri að hann gengi mig af sér. Þar voru nokkrir ungir menn að setjast að snæðingi. Skólastjóri vísaði mér til sætis og bað jafnframt einn þeirra fél- aga að vísa mér á tiltekið herbergi, sem ég skyldi sofa í þangað til farangurinn kæmi. Þarna var matazt og að því er mér virtist af skyndingu. Að máltíðinni lokinni vísaði pilturinn mér á herbergið og snaraðist þeg- ar út. Ég sat eftir ráðalaus og vandræða- legur. Ég fór út eftir dálitla stund, en sá engan mann þar í námunda. Ég sá heylest á leið suður á engi og fólk við heyband skammt fyrir norðan Hof. Þangað stefndi lestin. Ég fór aftur inn í herbergið en undi hag mínum hið versta Mér sárleiddist og iðraðist ákaflega eftir að hafa lagt út í þetta ævintýri. Ég hélzt þó ekki lengi við inni og fór út aftur. Þá sá ég, að verið var að hlaða heyi við stein- húsin, sem þá gengu oftast undir heitinu Hermannshús, en munu annars hafa verið nefnd „Garðhús.“ Ég rölti þangað. Það var Sigurður skólastjóri og hlóð heyinu og með honum ungur maður, sem hann nefndi Jóa. Sigurður tók þegar að ræða við mig, spurði mig margs, en ég leysti úr eftir föngum. Allt í einu víkur hann máli sínu til Jóa: „Vittu hvað hann getur.“ Jói lét ekki segja sér það tvisvar. Ég beið hrapalega lægri hlut. Sigurður mælti þá: „Þú ert ekki kvensterkur.“ Mér sárnaði mjög, var óvan- ur tuski og taldi árásina ómaklega. Ég tók ofan af lestinni móti Jóa. Heyið var tekið að hækka. Þeir félagar veltu sátunum upp í reipi. Það tókst oft óhöndulega. Jói setti þær meira og minna skakkar á reipið, svo nokkrar ultu úr því, áður en þær náðu til Sigurðar. Stigi allhár stóð við heyið. Ég færði hann til, svo sem mér sýndist hagan- legast, gekk að einni sátu, axlaði hana auð- veldlega og bar hana upp í hey til Sigurð- ar. 'Tók þannig þrjár og hraðaði mér eftir föngum, snéri mér þá að Jóa og sagði: „Farðu upp og hjálpaðu Sigurði. Þú ert svo sterkur, að þú getur leyst sátu“. Sig- urður skellihló, en ég sá, að Jóa sárnaði. En ég bar sáturnar upp til kvölds og fann ekki betur en Sigurði þætti það betur gert en ógert. Þegar við vorum að hátta um kvöldið, kom Sigurður inn til okkar. Brá hann þá á glens eins og oftar: „Jæja strákar. Þið hafið fengið nýjan félaga, en hann er skrítinn. Hann var ekki 474 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.