Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 42
um, en þær voru svo auðráðnar, að enginn
vildi nefna ráðningarnar. Þessum gamla
skarfi leið ágætlega þarna, þar sem hann
lá á bakinu í slagbekknum og pataði með
höndunum og veifaði löngum örmum um
leið og hann viðhafði þá mögnuðu orð-
gnótt, sem enginn þorði að hafa eftir, en
hann var alvarlegur og hló aldrei. Rödd
hans var djúp og gutlandi líkt og þegar
hoppað er á kviksyndi, og svo komu hlikkir
og rikkir við og við á lægri nótunum eða
þegar tungan bögglaðizt í munni hans, þá
urðu til hljóðskvettur líkt og þegar hnaus
fellur af bakka niður í mógröf.
Þrumugnýr varð þess fljótt áskynja, að
skemmtikraftar hans fóru til spillis því að
ærsl og ólæti unglinganna og hlátur þeirra
drekktu öllu hans skemmtiefni. Þessvegna
þagnaði hann og blés eins og smiðjubelgur,
sem blæs út og hvílist á meðan smiðurinn
hamrar járnið. Hér var áreiðanlega þörf
fyrir skemmtun af því tagi, sem rúmar
meira en orðin ein fá lýst og þarna lá
Þrumugnýr og hugsaði ráð sitt, en aðrir
veltuzt í rúmunum og gleymdu honum.
Enginn athugaði hvað sá gamli hafðist að
og laumaðist eftir, fyrr en murr heyrðist
og líkt og kysst væri, en það stafaði frá
fugli, sem hann hafði handsamað úti undir
þaksyllunni, spörfugli, sem þar hafði leit-
að skjóls inni og nú var í lúkum öldungs-
ins. Svo læddist sá gamli með fuglinn yfir
að rúmum stúlknanna og sleppti honum
inn í lokrekkju þeirra.
Spörfuglinn flögraði og stúlkurnar æptu í
dauðans ofboði. Allt í einu er strokið á
yfirsæng þeirra, það var kisi, sem allt sér
í myrkri og var nú kominn til þess að
hremma fuglinn. Stúlkurnar æpa og
skrækja og hljóðna á víxl eða hlægja,
fuglinn tístir og flögrar frá einu horni til
annars í lokrekkjunni og kötturinn þeytizt
á eftir honum, stökkvandi á veggi og hvað
sem fyrir verður með allar klær þandar.
Loksins ná stúlkurnar kettinum, það er
rétt við að þær hengja hann, hnoða honum
í ósköpum undir sæng hjá sér og allt geng-
ur í loftköstum svo að kisi verður bál-
vondur og klórar og hvæsir og blæs. Síðan
drukknar allt í hlátri, þær æpa af öllum
kröftum og fullum hálsi á þeim hæstu
tónum, sem raddböndin þola, og skrækja
og veina annað veifið eins og af sársauka.
A meðan ósköpin gengu yfir hafði
Þrumugnýr lagt sig aftur og blístraði fugls-
raddir sem þátttakandi í hljómkviðunni.
Hann kúkkaði eins og gaukur undir lauf-
himni trjánna í maí, og lék þar allar til-
breytingar raddsviðsins til lægstu tóna unz
þeir veikustu dvínuðu í kyrrð kvöldsins.
Svo vaknar hann á ný með löngum blístri
rétt eins og gerist við sólarupprás þegar
svefninn þverr af augum, hann tístir, skrík-
ir og galar og fálmar í kring um sig með
löngum örmum. Hann minnist æskudaga.
Löngu liðið vor og kliður þess ólgar í æð-
um hans, kliður, sem fyrir löngu var
gleymdur og grafinn en lifnaði nú og dvín-
ar aftur — drukknar í iðu myrkursins og
umhverfisins.
Gamanið í kring um spörfuglinn og allar
þær athafnir var um garð gengið og þá var
að finna upp á einhverju öðru. Unga fólkið
þurfti ekki mikið tilefni til þess að vekja
hláturinn á ný, skemmtiefni voru ekki
hversdagsleg á þeirri slóð. Hverri nýjung
var tekið með lítillæti og glöðu geði hvort
sem það var saklaust gaman eða gróft
spaug. Einn af bræðrunum æpti og blístr-
aði líkt og blábjáni og gamnaði sjálfum
sér mest, enda sumt af fettum hans og
brettum líkast því sem vitfirringar við-
hafa. Yngsti bróðirinn hagaði sér svipað
en með öðru móti. Hann skreið um gólfið
og þóttist vera vanskapningur, hoppaði um
í myrkrinu með háband á öðrum fæti.
Bóndinn sagði sögur af svikum og prett-
um í uxaverzlun og gamnaði sjálfum sér
við þær, en enginn hlustaði á þær sögur.
Áður hafði hann gætt þess vandlega að
þegja um þesskonar efni, en hérna í myrkr-
inu var eins og gleðin magnaðist með hon-
um við að koma þessum sögum á fram-
færi — sögum úr heimi myrkraverkanna.
506
F R E Y R