Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 56

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 56
Dætur bóndans segja irá Sinn er siður í landi hverju, segir máitækið. Þó að margt væri á annan veg fyrr á árum en nú gerist, mun óþekkt hér á landi það viðhorf, sem greinir í eftirfarandi frásögn finnskra bændadætra, er segja frá gömlum dögum. í lok síðustu aldar voru jafnan margir bændur á jarðnæði stórbændanna í Finn- landi. Bóndi einn átti þrjár dætur, tvær þeirra eru á lífi og búa enn á sama stað og þær fæddust, önnur þeirra er 86 ára, hún gegnir útiverkum heimilisins, hefur í ár ræktað bæði kartöflur og steinselju — hin er 85 ára og bakar brauðið og sinnir almennum störfum innanhúss. Látum þær segja frá lífsháttum fyrir 70—80 árum. AMMA var vinnustúlka hjá námueig- anda á æskuárum. Á hverjum morgni skyldi hún kyssa pilsfald frúarinnar. Það þótti eftirsóknarvert að komast í vist stór- bændanna í þá daga, þar voru húsmæðra- skólar þeirra tíma. Síðan fór hún í vist hjá stórbóndakonunni, sem var dóttir námueigandans. Það var líka leið til frama. Þar mætti hún vinnumanni, það var afi minn. STÓRBÓNDAFRÚIN hélt brúðkaups- veizlu þeirra. Vinnukonan fékk brúðar- skart og meðgjöf til heimilisstofnunar.. Fyrsta árið eftir brúðkaupið var afi ráðs- maður á útjörðum stórbýlisins. Þeirra gætti hann eins og væru þeir í sjálfseign hans. Allir hlutir skyldu vera í röð og reglu. Aldrei fengu börn leyfi til að tína upp og borða epli eða aðra ávexti, er fallið höfðu til jarðar, nema að fá leyfi til þess áður. Afi fór með ávextina á markað í borginni á haustin. Hann fór á árabáti og í bátnum gisti hann, þótt ekki væri yfir- byggður, til þess að spara hótelkostnað. Fljótlega fengu ungu hjónin svo eina af útjörðum stórbóndans til ábúðar. LAND jarðarinnar var um 18 ha að stærð. Landleigan var 30 mannsdagsverk, 8,5 kg smjör, hálf tunna söltuð síld og 25 teningsföðmum af skógviði, höggnum og stöfluðum, skyldi hann skila á tilsettum stað, en timbrið var þó úr skógi stórbónd- ans. Þetta var árlegt eftirgjald og þar að auki skyldi hann sjá um viðhald húsanna. En fleiri kvaðir fylgdu. Afi varð ævin- lega að hlýða kalli og vinna hjá stórbónd- anum þegar þar voru annir og vinnuafl skorti, en sú vinna var þó borguð. Engum datt í hug að neita þegar kall kom, jafnvel þótt það væri eftir háttatíma, þá var bara að fara á fætur eldsnemma til að vera kominn á stórbýlið við upphaf vinnudags, með birtingu. Þar byrjaði vinnudagurinn klukkan 5, en afi þurfti að ganga 10 km til vinnunnar. LEIGULIÐINN gat sjaldan skipulagt heimastörf næsta dags því að aldrei var að vita hvenær kall kæmi frá landeiganda. Járnið, úr námu stórbóndans, varð að flytja til hafnar áður en ár og vötn lögð- ust undir ísa. Að vetrinum var nóg að gera með hesta og sleða því að þá var bæði járn og timbur að flytja. Erfiðustu ferð- irnar voru á landi því að hvert hlass var tilbúið að morgni og það fór eftir akfæri hvort hesturinn hafði þrek til að draga 4 —5 tonna hlass til áfangastaðar yfir dag- inn, og oft kom fyrir að hver ferð stóð í þrjá daga. En afi var hraustur og hann kvartaði aldrei. Hann hafði reyndar aðrar áætlanir um tíma en að þræla hjá öðrum meginhluta ævinnar, en lét þó til leiðast að fara stöðugt sömu slóðina. Ekki voru 520 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.