Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 40

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 40
ekkert þegar bóndinn skreiddist í bólið aftur. Og svo sofnuðu allir á ný. Umrenningur, sem fólk kallaði Þrumu- gný, gisti í Bakkagerði þessa nýársnótt. Þar kom hann oft á ferðum sínum, hann vildi helzt gista við forna heimilishætti og Bakkagerðisbóndi sýndi honum ævinlega sérstaka gestrisni. Þrumugnýr gamli hafði komið um kvöldið, fengið sinn kvöldverð og launað hann með kviðlingi og síðan gengið til hvílu í slagbekknum. Og hann svaf fast eins og aðrir á heimilinu. Þegar bóndi var á ferli að kanna hvað klukkan var heyrði hann Þrumugný gamla snúa sér í bólinu og hálfhrjóta. Og svo varð allt kyrrt og sá gamli svaf alveg eins og hitt fólkið. Það væri til of mikils ætlast að kýrnar hvíldu sig og jórtruðu heilan dag og hreyfðu sig ekki. En fyrir þeirra hlut hafði verið séð. Þegar gert er sprell er sjálfsagt að gera það rækilega og piltarnir frá Keld- um voru auðvitað á verði á nýársdag til þess að sjá hvernig allt færi fram. Það kom ekki upp reykur í Bakkagerði þann daginn. Fyrirtæki þeirra hafði heppnast. Tveir þeirra læddust því heim á bæinn til þess að fóðra kýrnar svo að þær yrðu ekki til þess að vekja svefnpurkur heimilisins. * * * Og svo leið næsta nótt og Bakkagerðis- fólkið svaf prýðilega. En svo vaknaði það og allir þóttust hafa sofið út og kvörtuðu um sult. Húsbóndinn þreifaði á klukkunni og fann að vísarnir sögðu hana vera 8, og auðvitað var þetta klukkan átta að morgni, og fólkið áleit að aðeins væri liðin klukku- stund síðan hún var skoðuð síðast og sann- færst um að hún var sjö. Synirnir réðu sér varla, þeir vældu og mjálmuðu og létu öllum illum látum, hlægjandi og skrikj- andi í myrkrinu. Dæturnar tístu í sínu horni svefnstof- unnar og hneggjuðu þar rétt eins og fol- öld. Og Þrumugnýr gamli var kominn á stjá, fólkið heyrði hann klóra og nudda sig þarna á slagbekknum, þessi stóri og loðni sláni, og hann var farinn að söngla með sjálfum sér og gerðist nú háværari, og við og við smjattaði hann með tung- unni og gaf frá sér værðarhljóð. Þó var eins og honum fyndist enn vera nótt og var því ófús að ræða við fólkið enda þótt piltarnir bæðu hann að taka nú slag. Pilt- ar gerðust nú háværari þrátt fyrir myrkrið og fundu upp á hinu og þessu, sem vakti hlátur í svefnhýsinu. „Verið þið nú hljóðir og ekki með nein fíflalæti“ kallaði bóndi frá svefnhúsi hjón- anna, „á nýársmorgni eiga allir að vera í hátíðaskapi.“ Þeir hlýddu, en á næstu stundu rauf bóndi sjálfur þögnina, ýtti við konu sinni, sem auðvitað var glaðvöknuð, og sagðist vera bæði þyrstur og svangur. Við þessi orð bónda vöknuðu allir og tóku undir með honum. En konan, þessi alvörumanneskja, áleit þetta bara vera gabb, og bað fólkið þegja. Eftir stundar- korn rís hún þó snögglega upp í rekkju sinni því að henni heyrðist sem einhver sé að nasla, finnst það hljóð koma frá lok- rekkjum piltanna. Getur það verið að þeir hafi farið á stjá og náð sér í kjötpylsur eða hangikjötsbita, þessa bannvöru, sem alltaf hangir í rjáfrinu hátt yfir rúmunum. Henni misheyrist ekki. „Þið ættuð að skammast ykkar“ hrópar hún bálvond. „Svei ykkur og aftur svei.“ Getið þið látið kjötið í friði. Um stund ríkir þögn í lokrekkju son- anna. En konan situr uppi og hugsar sitt ráð. Henni finnst sem hún sé sjálf orðin innantóm. Og úr því að húsbóndinn er það líka .... var þá nokkuð í vegi fyrir því að fá sér nú árbít snemma á nýársdags- morgni? Þetta er hátíðisdagur. Og hún ráðgazt við bónda sinn og þau eru sam- mála, hún fer á fætur, þreifar fyrir sér í búri og finnur þar brauð og sitthvað fleira. Hún var vön að vera á ferli í myrkrinu, því að alltaf eru ljósin spöruð. Hún hellir jólaöli í könnu og ber þetta allt inn. 504 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.