Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 47

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 47
Hreyfing er vörn gegn offitu Maður heitir STIG LARSSON. Hann er pró- fessor í lífeðlisfræði við Háskólann í Odense. Eftirfarandi grein er útdráttur úr erindi, sem hann flutti á „alþjóða mjólkurdegi" svonefndum á síðasta vetri. Af hverju stafar fitan? Það þykir ef til vill einfeldnisleg spurning, því að allir ættu að vita, að þegar menn og skepnur taka til sín meiri næringu, er þörf er fyrir til viðhalds líkamanum og til afurða eða erfiðis, safnazt nokkur hluti hennar fyrir í líkamanum sem forðanæring, venjulega og aðallega sem fita. Það eru ekki nema svo sem 4 tugir ára síðan meginhluti daglegra starfa var fram- kvæmdur með líkamsorku manna og var þá oft um verulega eða mikla erfiðisvinnu að ræða. Nú er öldin önnur. Nú nota menn vélar til flestra þarfa og flestra starfa. í háhýsum bæjanna eru menn ekki hlaup- andi upp og niður stiga nú, þar hefur lyft- an erfiðið sem mannslíkaminn hafði áður. Ýmiss dagleg störf rækja vélar á meðan fólkið situr og horfið á sjónvarpið. En samt hefur fólkið tilhneigingu til að borða jafnmikið og áður. Hitaeiningar Fyrir nokkrum árum var talið að karl- menn þyrftu að neyta um eða yfir 3000 hitaeininga á dag og kvenfólk 2—3 þúsund. Að sama skapi og erfiðið hefur minnkað ber neyzlan að vera minni, svo að nú má gera ráð fyrir, að eðlileg þörf fólks sé svo sem 2000—2200 hitaeiningar að meðaltali. En það er annað í þessu sambandi, sem ekki má gleyma og það er, að þrátt fyrir minnkandi þörf hitaeininga er þörfin fyrir prótein, steinefni (sölt) og vitamín jafn mikil eftir sem áður. Þessa ber sérstaklega að minnast þegar um ræðir ungt fólk, sem er að vaxa og þroskast. Ungu stúlkurnar, sem vilja vera að útliti eins og spengilegustu dömur tízkublaðanna, mega ekki gleyma því, að þegar þær spara hitaeiningar til þess að offitna ekki, er yfirvofandi sú hætta, að þær spari um leið virkilega lífsnauðsynleg efni, sem þær hugsa svo ekki um að afla utan fæðunnar. Þess vegna er hyggilegt að vera ekki að spara matinn heldur borða sinn mat og hreyfa sig hœfilega og nægi- lega mikið svo kílógrömmum fjölgi ekki samkvæmt úrskurði vigtarinnar. Eigin úrskurður Raunar er það ósköp auðvelt, að skoða sjálfan sig án þess að stíga vikulega á vigtina. Hins vegar er það ekki alltaf víst, að mikill líkamsþungi stafi af fttu eða of- fitun. Beinavöxtur og þéttleiki vöða hefur þar nokkuð að segja. Þessi árin er svo mikið rætt um hjarta- veilur og því um kennt, að fólk neyti of mikils af vissum fæðutegundum. Auðvitað þarf sá minni fæðu, sem situr um kyrrt og vill ekki eða nennir ekki að örva blóð- rás líkamans og auka efnabrennslu hans, til þess að eyða ónauðsynlegu orkumagni en eiga gnægð lífsnauðsynlegra efna þrátt fyrir það. Öll hreyfing er til gagns og góðs. Hún er nauðsynleg og eiginlega lífsnauð- syn fyrir þá, sem hafa fengið hjartaveilur og þá ekki síður til þess að takmarka þær eða fyrirbyggja. Gangið að minnsta kosti 3 km á dag, hægt eða rösklega eftir því sem hjarta og líkamsástandi hentar. Það má víst segja, að í þeim upphituðu híbýlum, sem fólk býr nú í, burfi talsvert minna orkumagn í fæðunni en fvrrum, þegar hún var efnið til að viðhalda lík- amshitanum. Vafalaust er bað margt fólk, sem ekki barf meira en 2000—2200 hita- einingar í fæðunni á dag, en bað fólk barf að fá iafn mikið og forðum gerðist af líf- efnum og steinefnum í fæðunni. Fremur öðrum fœðuefnum er mjólk þrungin af þeim. F R E Y R 511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.