Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 12
SigurSur Sigurðsson skólastjóri. farið, að hin smitandi umbótaþrá, samfara geislandi vinnugleði, næði nokkrum tökum á hrifnæmum unglingum. Þó flestir nem- enda hans þá væru orðnir allþroskaðir að árum, áttu fæstir þeirra nokkra skólagöngu að baki. En ýmsir þeirra voru orðnir furðu sjálfmenntaðir. En eins og venja er um slíka menntun, sveigðist hún í ýmsar áttir og því sundurleit. En slíkum mönnum er oft hvort tveggja sameigið: Að vera hrif- næmir og námfúsir. Og þó þessir félagar væru á ýmsan hátt sundurleitir, áttu þeir þessa þætti í ríkum mæli. Og á þessa strengi í fari þeirra lék hann. Sem kennari var Sigurður á ýmsan hátt sérstæður. Hann kenndi mikið í fyrirlestr- um, talaði hægt, átti ekki yfir fjölbreyti- legum né litríkum frásagnarstíl að ráða, en gagnmótuðum og svipföstum. En hann var fundvís á hið hagnýta í því viðfangs- efni, sem fyrir hendi var hverju sinni. Hann var ekki fjöllesinn fræðimaður. En hann vissi þeim mun betur það, sem hann hafði lagt hugann að. Og eitt var sérstætt við kennslu hans. Hann virtist alltaf vita, ef svikizt var um að glíma við það, sem fyrir lá hverju sinni. Og þegar þetta kom í ljós, reyndist oft svo grunnt á skopskyni hans, að bekkurinn hló, jafnvel skellihló, en ekki var það alltaf sársaukalaust þeim, er fyrir sat. Höfuðkennslugreinar Sigurðar skóla- stjóra voru: Efnafræði, jarðræktarfræði og búnaðarsaga, sem var sameiginleg fyrri veturinn minn. Við kennslu hennar tók hann upp þann hátt, að hann lét hvern nemanda taka eitthvert efni úr persónu- sögu til meðferðar. Var dregið um þessa þætti snemma í nóvember. Skyldi við- fangsefninu skilað í fyrirlestrarformi á þriðjudagskvöldum og bauð hann öllu heimilisfólkinu á þessar kvöldvökur. Þótti það enginn bætikostur. Þessar ræður voru fluttar að kvöldverði loknum. Þóra, kona Sigurðar skólastjóra, var Sig- urðardóttir, frá Fornastöðum í Fnjóskadal. Hún var mannkostakona, boðin og búin til að leysa vandræði okkar skólapilta og oft furðu fundvís á úrræði, þegar til hennar var leitað. Er mér sérstaklega minnisstætt, hve hjálp hennar reyndist drjúg í skiptum síðara haustið, þegar búa skyldi heimili okkar skólapilta undir veturinn. Það voru ráð hennar og vinkonu hennar, Þóru Frið- bjarnardóttur, hetjukvendi og fjölvirkrar, sem þeim málum björguðu. Bjuggu þær nöfnur allan mat okkar til geymslu. Hvíldi sú geymsla öll á fornum matreiðsluháttum, geymt í súr eða salti að gömlum sið og tókst svo, að ekki varð á betra kosið. Þau mál voru að öðru leyti í höndum reynslu- lausra unglinga. Þeir voru að vísu boðnir og búnir með hverja þá hjálparhönd, er þeir máttu rétta fram og töldu ekkert erf- iði of þegar þau mál voru til meðferðar. * * * Fyrri veturinn minn kenndi H. J. Hólm- járn okkur steina- og jarðfræði svo og leik- fimi. í eldri deild kenndi hann búfjár- og fóðurfræði. Hann kenndi í forföllum föður síns, Jósefs J. Björnssonar, sem þá var fastur kennari við skólann. Jósef sat þenn- an vetur í Reykjavík í milliþinganefnd í launamálum embættismanna. 476 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.