Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 23

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 23
KETILL A. HANNESSON: Hvað veizt þú um búreikninga og Búreikningastofu Landbúnaðarins? Ketill A. Hannesson. Búreikningar eru ekkert nýtt fyrirbæri hér á landi. Strax á 18 öld var farið að rita um nauðsyn þess að bændur héldu búreikn- inga. Voru þar fremstir í flokki menn eins og Skúli fógeti Magnússon (1711—1794), Magnús Ketilsson, sýslumaður (1729— 1803) og séra Biörn Halldórsson í Sauð- lauksdal. Bæði Skúli fógeti og séra Björn héldu búreikninga. Síðan var lítið ritað um búreikninga fyrr en Torfi Biarnason, f. 1838, vakti aftur máls á nauðsyn búreikningahalds, en hann stofnaði fyrsta Búnaðarskólann á fslandi, sem hann staðsetti á búi sínu í Ólafsdal 1880. Torfi Bjarnason var mikill áhuga- og dugnaðarmaður og einn helzti braut- ryðiandi nýrra búnaðarhátta. Þá má nefna menn eins og Hermann Jónasson, skólastjóra á Hólum, Tryggva Gunnarsson, bankastjóra, þann mikla at- hafnamann og Guðmund prófast Einarsson, sem allir bentu á búreikningahald um og eftir aldamótin. Ekki var mikið um að út væru gefin á- kveðin form eða leiðbeiningar, má þó samt nefna ritgerð um reikningsform eða hið tvöfalda ítalska búreikningaform eftir Hermann Jónasson, sem birtist í Búnaðar- ritinu 3. og 4. árgangi. Búnaðarhagfræði eftir Torfa Bjarnason sýndi reikninga yfir ýmsar greinar búsins og mismunandi að- ferðir við gerð þeirra. í ritgerð eftir Guð- mund Einarsson í Tímariti Bókmenntafé- lagsins IV. árgangi, var sýnt reikningsform yfir tekiur og giöld búsins í heild. Sigurður bóndi Guðmundsson, frá Sela- læk í Rangárvallasýslu, samdi búreikninga- form, sem hann gaf út árið 1895. Sigurður var ómenntaður bóndi, sem hafði alltaf frá bví hann fór að búa, eins og hann segir í formála, langað til að halda reikning yfir bú sitt. En vegna þess að honum fannst hann ekki geta fengið nothæft búreikn- ingsform, sem hann gæti haldið búreikning eftir, og fannst þau form, sem getið er um hér að framan, hentuðu ekki íslenzkum sveitabúskap, tók hann sig til og samdi sinn eigin búreikning. Þetta form reyndi hann í raun, endurbætti og gaf síðan út. í formála segir Sigurður: „Kæmust menn nokkuð almennt á að halda búreikning, er eigi ólíklegt, að það yrði eitt hið bezta meðal til sannra framfara í búnaðinum, því reikningarnir gefa sjálfir hverjum ein- F R E Y R 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.