Freyr - 01.12.1971, Síða 23
KETILL A. HANNESSON:
Hvað veizt þú um
búreikninga
og Búreikningastofu
Landbúnaðarins?
Ketill A. Hannesson.
Búreikningar eru ekkert nýtt fyrirbæri hér
á landi. Strax á 18 öld var farið að rita um
nauðsyn þess að bændur héldu búreikn-
inga. Voru þar fremstir í flokki menn eins
og Skúli fógeti Magnússon (1711—1794),
Magnús Ketilsson, sýslumaður (1729—
1803) og séra Biörn Halldórsson í Sauð-
lauksdal. Bæði Skúli fógeti og séra Björn
héldu búreikninga.
Síðan var lítið ritað um búreikninga fyrr
en Torfi Biarnason, f. 1838, vakti aftur
máls á nauðsyn búreikningahalds, en hann
stofnaði fyrsta Búnaðarskólann á fslandi,
sem hann staðsetti á búi sínu í Ólafsdal
1880. Torfi Bjarnason var mikill áhuga-
og dugnaðarmaður og einn helzti braut-
ryðiandi nýrra búnaðarhátta.
Þá má nefna menn eins og Hermann
Jónasson, skólastjóra á Hólum, Tryggva
Gunnarsson, bankastjóra, þann mikla at-
hafnamann og Guðmund prófast Einarsson,
sem allir bentu á búreikningahald um og
eftir aldamótin.
Ekki var mikið um að út væru gefin á-
kveðin form eða leiðbeiningar, má þó samt
nefna ritgerð um reikningsform eða hið
tvöfalda ítalska búreikningaform eftir
Hermann Jónasson, sem birtist í Búnaðar-
ritinu 3. og 4. árgangi. Búnaðarhagfræði
eftir Torfa Bjarnason sýndi reikninga yfir
ýmsar greinar búsins og mismunandi að-
ferðir við gerð þeirra. í ritgerð eftir Guð-
mund Einarsson í Tímariti Bókmenntafé-
lagsins IV. árgangi, var sýnt reikningsform
yfir tekiur og giöld búsins í heild.
Sigurður bóndi Guðmundsson, frá Sela-
læk í Rangárvallasýslu, samdi búreikninga-
form, sem hann gaf út árið 1895. Sigurður
var ómenntaður bóndi, sem hafði alltaf frá
bví hann fór að búa, eins og hann segir í
formála, langað til að halda reikning yfir
bú sitt. En vegna þess að honum fannst
hann ekki geta fengið nothæft búreikn-
ingsform, sem hann gæti haldið búreikning
eftir, og fannst þau form, sem getið er um
hér að framan, hentuðu ekki íslenzkum
sveitabúskap, tók hann sig til og samdi
sinn eigin búreikning. Þetta form reyndi
hann í raun, endurbætti og gaf síðan út.
í formála segir Sigurður: „Kæmust menn
nokkuð almennt á að halda búreikning, er
eigi ólíklegt, að það yrði eitt hið bezta
meðal til sannra framfara í búnaðinum,
því reikningarnir gefa sjálfir hverjum ein-
F R E Y R
487