Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 57

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 57
allir smábændur öðrum háðir eins og afi. Þó hvíldu á öllum vissar kvaðir, t. d. að svíða kol gegn borgun. Járnblendið var brætt með viðarkolum, sem gerð voru úr skógviði stórbóndans. Við kolagrafirnar urðu bændurnir að standa vörð meðan kol- in sviðnuðu og þekja þegar tími var til kominn. Einu sinni skeði það, að bóndi brann til ólífis í kolagröf. Á HAUSTIN voru það mörg hlöss, sem ekið var af leigubýlum heim til stórbónd- ans. Kýr, kindur, hænsni, korn, ull og lín. Eitthvað af framleiðslunni var notað sem borgun til dagvinnumanna og svo þurfti bóndinn náttúrlega að sjá fyrir fjölskyldu sinni með nægu magni matvæla og efni til klæða. Heima á stórbýlinu var mjög mikið ann- ríki þegar tekið var á móti öllum afgjöld- um jarðanna á nokkrum dögum. Frúin tók sjálf við bæði ull og líni og var skarpskygn á að allt væri í röð og reglu. Léleg ull og stutt línstrá hlutu ekki viðurkenningu sem gjaldgeng vara. LÍNIÐ var flokkað mjög gaumgæfilega. Það fínasta var sent til VADSTENA, úr því var unnið damask. Gestaboð aðalsins, þar sem silfurborðbúnaður var settur á damask-dúkaklædd borð, var nokkuð, sem venjulegir bændur þekktu aðeins af af- spurn. Lestamennirnir komu aldrei þar inn, þeim var í hæsta lagi boðið í herbergi vinnukonunnar. Á heimili stórbóndans var vefari starf- andi allt árið. Hún hét Ebba, ungfrú Ebba. Hún sat og óf dag eftir dag og jafnskjótt og einum dúk var lokið var annar upp þræddur. Það þurfti mikið efni í allan fatnað vinnufólksins, barnanna, í sængur- föt, dúka og handklæði. Fjósastúlkurnar fengu stundum að vefa pokadúk af úr- gangslíni, það gerðu þær í hjáverkum. UM MIÐJA síðustu öld var frúin jafnan í borginni allan veturinn með fjölskyldu sína og allt, sem þar þurfti til framfæris, var flutt að heiman. Það var flutt á tveim fulllestuðum skútum að haustinu. Það var matvara, eldsneyti, búfé og fóður handa því. Aðalsfólkið ók ævinlega á sérstökum yfirbyggðum sleðum á vetrum og á lang- ferðum var jafnan skipt um hesta á veit- ingastöðum. Aðalsfólkið hélt enn uppi aldagamalli venju að láta leiguliðana og vinnufólkið þræla og púla fyrir sig og það hlaut ævin- lega að hlýða kalli. Það var ekki fyrr en árið 1918, að starfsfólk sveitanna varð eig- inlega eigin húsbændur og gat eignast sína eigin tilveru sem frjálst og óháð fólk. Landsbygdens folk. F R E Y R 521
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.