Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 11
í gamla húsinu var húsa- skipan þessi: Neðsta hæð: Þar voru kennaraíbúðir. Miðhæð: Suðurhlið: Sól- heimar, Blíðheimar, Paradís, Þingey, Hornströnd. Norðurhlið: Nautabú, Pott- urinn, Glaumbær. Þakhæð: Vesturgafl: Ná- strönd. Kvistur gegnt suðri: Valhöll, Austurgafl: Spítal- inn. Kvistur norðan: Hákot og Grána. Húsið, er byggt var 1892. kvensterkur, þegar hann átti við Jóa. En hann axlaði hverja sátu“. Mér þótti lofið gott, þó því fylgdi þetta með kvenstyrkinn. Og að eigin viti óx ég talsvert. Erindi Sigurðar var að biðja mig að binda það sem eftir var á engjunum næsta dag, því Jói væri á förum. Með sjálfum mér strengdi ég þess heit að duga. Ég hafði bundið hvern bagga heima þetta sumar. Ég tók þegar gleði mína að fullu og hefur það aldrei hvarflað að mér síðan að iðrast þess, að hafa sótt Hóla heim. * * * Þegar ég kom að Hólum, var eldri deildin tekin til starfa og vann að landmælingum. Með störfum hennar fylgdist ég ekkert, enda unnu þeir ekki þar á Hólum nema fyrstu dagana. Næsta sunnudag fór Sig- urður með þá út að Höfðavatni. Á þeim árum ól Jóhann Sigurjónsson, skáld, þá von í brjósti, að gera vatnið að aðal síldar- höfn Norðurlands. Hafði hann í hyggju að dýpka ós þess og gera hann færan hverju síldveiðiskipi, er þá voru þekkt. Samdi Jó- hann við Sigurð um að mæla vatnið, dýpi þess og víðáttu, svo og ósinn. Vann Sig- urður um hríð að þessu og sameinaði kennsluna hagnýtu verki, að því að talið var. Gengið var frá uppdráttum af vatninu um veturinn við leiðsögn Jóns Þorvalds- sonar, sem þá var smíða- og teiknikennari á Hólum. Þetta réði því, að kennsla í yngri deild var hafin, þó eldri deild væri fjar- verandi. Kennararnir, sem hana önnuðust voru aðeins tveir: Sigurður Sigurðsson, kennari og Jón Þorvaldsson. Sigurður byrjaði þegar á grasafræði, reikningi og íslenzku, en Jón á smíðum og teikningu og færði hvort tveggja undir orðið „heg- urð“. En einráðir voru þeir ekki um kennsluna nema skamma hríð. Kennaraliðið var þannig skipað fyrri veturinn: Skólastjórinn Sigurður Sigurðsson, var Fnjóskdælingur að uppruna, fæddur á Þúfu 5. ágúst 1871, en ólst að miklu leyti upp á Draflastöðum og taldi sig löngum þaðan runninn. Þegar frá er talið heima- nám hans og námsdvöl um skeið á Möðru- völlum, þar sem hann tók einkatíma í grasafræði hjá Stefáni Stefánssyni, stund- aði hann allt sitt skólanám erlendis, fyrst á Stend í Noregi og síðar við Landbúnað- háskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan kom hann sumarið 1902 og tók við skólastjóm á Hólum það haust. Sigurður var á marga lund sérkennilegur og minnisstæður. Hann var lágur vexti, þrekinn, hreyfingar snögg- ar en ekki mjúkar, geðríkur og manna fljótastur að skipta skapi, enda ákaflyndur að eðlisfari. En hann var svo vökull um hag okkar og þroska, að varla gat hjá því F R E Y R 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.