Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 51
Súrsaður iiskur
og íiskúrgangur
Þess var getið í FREY fyrir alllöngu, að
Græniendingar geymi fiskúrgang og fisk til
fóðurs í sýru. Af þessu tilefni hafa borizt fyr-
irspurnir um verkunar- og geymsluaðferðir
á nefndan hátt. Freyr leitaði til sérfræðings
um þetta efni í Noregi og hefur hann — Ein-
ar Fyrileiv — sent prentað mál, sem hér fer
á eftir í íslenzkri þýðingu.
Bæði fisk og fiskúrgang er hægt að geyma
langtímum saman í sýru eða lút. Súrsun er
algengust og skal henni lýst í eftirfarandi:
Sýruverkun
Bezt er að nota maurasýru til þess að varð-
veita fisk og fiskúrgang gegn skemmdum
og til fóðurs síðar. Þegar öskumagn í þessu
fóðri er um 2% þarf að nota 1,3 lítra sýru
1 hver 100 kg af fiski og fyrir hvert prósent
sem öskumagnið er fram yfir 2% þarf 0,4
lítra í 100 kg. Þegar um ræðir þorsk og síld
þarf að nota 1,8 1 og í úrgang, eftir flök-
un, þarf 2,6—2,8 lítra í 100 kg. Til þess að
auðvelda blöndun sýrunnar í hráefnið er
rétt að þynna maurasýruna með vatni í
hlutíallinu 1:1 þannig, að vökvamagnið
tvöfaldist.
Verkunaraðferðin
Við umrædda votverkun með sýru er bezt
að haga athöfnum þannig: í fyrsta lagi
þarf hæfilega stóra kvörn til þess að mala
hráefnið, ílát til að blanda saman möluðu
hráefninu og þynntri sýru og í þessu skal
hræra með tréstaut. Nauðsynlegt er að hafa
vog til þess að vega hráefnismagnið og
mæli til þess að mæla sýrublönduna og
hann svo nákvæman, að hann sýni desi-
lítrafjölda. Þegar hráefninu og sýrunni hef-
ur verið blandað vel saman má hella því
upp í trétunnur til varðveizlu en málmílát
má ekki nota þegar um ræðir sýruverkun.
Lögð skal áherzla á að blanda ekki í stóra
skammta í senn. Hæfa vel skammtar, er
vega svo sem 10—20 kg og hella svo í tunn-
urnar smátt og smátt eftir sýruíblöndun.
Lokun íláta
Þegar fóðrið er súrsað er ekki nauðsynlegt
að loka loftþétt eins og ef lútverkað er.
En loftaðgang er rétt að takmarka svo að
fita þráni ekki né flugur komist að. Búfé
þolir vel það fóður, sem súrsað er með
maurasýru. Nota skal helzt úrgang úr
mögrum fiski hand mjólkandi skepnum,
því að súrsaður feitur fiskur getur orsakað
slæmt bragð af mjólk.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
var stofnaður með lögum nr. 89 frá 17. des-
ember 1966 í þeim tilgangi að veita styrki
og lán til framleiðniaukningar og hagræð-
ingar í landbúnaði og atvinnurekstri á
bújörðum. Stofnframlag ríkissjóðs til
Framleiðnisjóðs var 50 millj. króna, en af
þeirri upphæð voru 20 millj. kr. greiddar
strax árið 1966, en þeirri fjárhæð var ráð-
stafað samkvæmt ofangreindum lögum til
vinnslustöðva landbúnaðarins vegna end-
urbóta, sem gerðar höfðu verið á árinu
1966. Eftirstöðvarnar af stofnfjárveitingu
F R E Y R
ríkissjóðs voru greiddar með jöfnum ár-
legum greiðslum á árunum 1967—1969. Að
frátöldum vöxtum af útlánum voru Fram-
leiðnisjóði ekki ætlaðar aðrar tekjur en
að ofan greinir.
Sjóðurinn veitir lán og styrki til einstak-
ra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsam-
banda og vísindastofnana, en af því fé, sem
ráðstafað verður úr sjóðnum á ári hverju
eftir 1966, má eigi verja meiru en % hluta
til styrkveitinga. Lán sjóðsins hafa verið á
6Vz% vöxtum til 12 ára með annúitetsfyrir-
komulagi. Fjármálatíðindi.
515
L