Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 39

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 39
arnir, ætli að ég reyni ekki að hjálpa ykk- ur.“ „Við þurfum mikið, en það er ekki af því að við ætlum að skrifa.“ „Sjáið þið nú bara hvað ég hef“ hrópar Maren og dregur heilmikinn hunka af pappírssneplum upp úr skúffu. Þetta eru gamlir pokar og umbúðapappír og blöð úr gömlum skrifbókum, og Maren lætur þá hafa þetta alltsaman þótt hún fái enga skýringu á hvaða strákapör á að fremja með þessu dóti. Og svo er kannað hvort þetta sé nothæft og nógu mikið og það reynist svo vera. En annars er víst bezt að líma þetta sam- an í stærri blöð, til þess er gerið nú þén- legt og þetta er gert með kostgæfni. Maren horfir á af miklum áhuga, og þegar hún sér hve stór blöð eru gerð úr sneplunum dettur henni í hug til hvers megi nota þau. En hún mælir ekki orð, gamnar sér við tilhugsunina og nærri því hlær með sjálfri sér svo að tannlausir gómarnir glamra. Hún segir þó ekkert en hlassar sér niður í stól og stynur af feginleik og ánægju yfir að geta þess til með sjálfri sér hvað gera skal með pappírinn hennar. Strákarnir hafa lokið límingum og einn skreppur út til þess að athuga hvort búið sé að slökkva í Bakkagerði. Hann kemur strax inn aftur, kinkar bara kolli, beir kveðia Maren og hún fylgir beim bögul til dyra. Þeir eru ekki komnir langt baðan begar þeir heyra Maren kveðja með hrifn- ingu og svo lokar hún hurðinni. Myrkur hjúpaði allt í Bakkagerði þegar þeir komu þangað. Þar sváfu allir eins og múrmeldýr og varla mundi nokkur vakna þótt hleypt væri af fallbyssu utan dyra. Eigi að síður viðhöfðu piltarnir sérstaka varúð, og gáfu sér góðan tíma til þess að undirbúa verkið, en það var að líma papp- ír á allar rúður glugganna. Það voru ekki svo margir eða stórir gluggar á gamla húsinu, þetta var auðvelt verk, aðeins tvö fög sem sneru að útihús- um og tveir gluggar kálgarðsmegin. Hvergi var eftir glufa, sem ljós gæti gægst inn um, allt var yfirlímt og vel fyrir séð að væri pottþétt, jafnvel skráargöt hurðanna voru fyllt og að loknu starfi laumuðust piltar burt, hljóðlaust, en lá við að skella upp úr af hlátri. * * * Af því að það var gamlaárskvöld hafði fólkið í Bakkagerði háttað seinna en venju- lega. Það var því eðlilegt að það gæti sofið langt fram á dag á nýjársdag og mundi hafa gert það að öllu sjálfráðu. En þegar einn og einn vaknaði síðla dags og fannst hann hafa sofið út, var al- dimmt eins og í gröf væri, og því var eðli- legt að leggjast til svefns aftur og bíða birtu, en undarlegt að vera svo vel vakn- aður um miðja nótt. Nýársdagurinn leið, en þegar komið var kvöld fannst bónda sem hann hefði sofið lengur en venjulega. Þessvegna gekk hann út að dyrum til þess að skyggnazt um hvort dagur væri senn á lofti. En þá var komið kvöld og því myrk nótt úti, svo mikið myrkur sem hann átti að venjast á nóttu og því var sjálfsagt að að leggja sig og fá sér blund unz dagur rynni. Einn sonanna ýtti hurðinni frá lokrekkj- unni og snurði geispandi hve framorðið væri. Bóndi breifaði á vísum klukkunnar og fann að hún var rúmlaga sjö, en klukk- an er siö bæði að morgni og kvöldi og þá er myrkur. „Er hún ekki meira?“ sagði piltur. „Ég er glaðvakandi. Ætli að ég sé veikur. Ég hef legið vakandi lengi. Mér finnst bara að ég sé orðinn svangur.“ „Jæja“, sagði sá gamli. „Leggðu þig bara útaf og truflaðu ekki svefn okkar hinna. Ef þú ert lasinn verður hugað að þér þegar birtir af degi.“ Og svo fór bóndi í bólið aftur. Satt að segja fannst honum líka að hann væri mat- ar þurfi, en það hlaut að vera ímyndun. Konan var vakandi og geispaði og sagði F R E Y R 503
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.