Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 9
Fótabyggingin er þýðingarmikil svo og hófagerðin. Það er ekki mikið um fréttir af fótaveikum hestum. Hestar þola að vísu misvel básstöð- ur og æ fleiri veita því athygli, að aðrar að- stæður í húsi en þær auka endingu hestanna í fótum. Við dóma er mikið tillit tekið til fót- abyggingar hrossa, hún vegur þungt, eink- um er réttleiki í kjúkum og smærri beinum fótanna skoðaður, svo og afstaða beina ofar í limunum, sem veldur því, að fætur verða nástæðir eða gleiðir um of og teljast það gallar. Hófagerð alla mætti skoða betur við dóma. En það er nú svo, að ótrúlegafá dæmi, þótt vissulega finnist, um bilun hrossa í fótum komu fram í hófum. Þar er oftast um veilu að ræða, sem skapast af rangri járn- ingu, hirðingu og meðferð þeirra hófa, sem eitthvað er athugavert við. Að vísu má ekki hugga sig við, að tæknin bjargi léleqri hófa- byggingu, auðvitað ber að stefna að því í ræktun að taka mikið tillit til hófanna, en þekking járningamannsins er líka mikils virði og ómetanleg og á jafnt við vegna sköpun- argalla sem sjúkdóma í hófum. Fætur eru eitthvað minna snúnir, td. í kjúkum (kögglum), á hrossum en áður var. Hervör 4647 frá Sauðárkróki F: Hrafn 802, Hoitsmúla Knapi: Ingimar Ingimarsson. Um yfirsvipinn má halda, að fríðleiki og hin fína gerð sé í lítilli framför, nema reising. Herðar batna örugglega, bakið er sífellt hart, en söðulbökuð hross sjaldséð. Verið getur, að gangseminni fylgi stíft bak. Lendabygg- ing er ójafnari en annarra líkamshluta og Fjöldi sýningarhrossa og verðlaun. Tafla 1. Sýnir fjölda kynbótahrossa við forskoðun, þau sem valin eru á landsmóti úr þeim hópi, og hve mörg % úr forskoðun fá þátttökuheimild. Fjöldi við Valin á % af öllu Taflal. forskoðun landsm. forskoðuðu komast Stóðhestar m. afkv....................... 12 4 33 Stóðhestar, 6 vetra og eldri ............ 40 11 28 Stóðhestar, 5 vetra ..................... 35 13 37 Stóðhestar, 4 vetra ..................... 27 8 30 Hryssur með afkvæmum ..................... 10 6 60 Hryssur, 6 vetra og eldri ............... 169 28 17 Hryssur, 5 vetra ........................ 81 8 10 Hryssur, 4 vetra ........................ 33 0 0 407 78 tæp 20 FREYR 65 3

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.