Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1979, Page 15

Freyr - 01.02.1979, Page 15
Hér er sýnt hvernig breyta mætti 18—20 kúa fjósi og hlöðu í minkabú fyrir 140 læður. Sérhæfð minkabú. í sérhæfðum minkabúskap er fóðrun og hirðing dýranna aðalstarf bóndans, en til- búið fóður er oftast keypt að frá fóðurstöð. Byggingar eru þá í flestum tilvikum sérhann- aðar fyrir búreksturinn, þar sem læðuein- ingin (læða + 1/3 högni + hvolpar) þarf mikið húsrými eða um 1.5 m2. Álitið er, að hæfilegt sé fyrir manninn að hirða um 500 læður, en 600, fái hann aðstoð frá fjölskyldu sinni. Stærri minkabú með eigin fóðurstöð eru hagkvæmust, ef þau eru fyrir 2500-3000 læður. Ekki er hér reiknaður út stofn- eða rekstrarkostnaður minkabúa, sem hafa fóð- ureldhús, en áætlað er, að þau séu 15% dýr- ari á læðueininguna, miðað við hagkvæm- ustu stærð. Bú með 500 læður er hér haft sem grundvallareining en við áætlunar- gerðina er fylgt útreiknuðum efniskaupum hjá Byggingastofnun landbúnaðarins í nóv- ember sl. og stuðst við vinnulaun og annan byggingakostnað hjá sömu stofnun. í kostnaðarreikningi er sundurliðun á byggingarkostnaði, lífdýrakaupum og vélum og verkfærum. Efniskaup gera 60% af byggingarkostnaði, vinnulaun 30% og annar kostnaður 10%, sem eru vextir, akstur og fæði starfsmanna við byggingavinnuna. Verð á lífdýrum er miðað við, að þau séu keypt innanlands, sem oftast er meðal- skinnaverð hjá sölubúi + 50-100% álagning, allt eftir því magni sem keypt er. Verð á vélum er haft í kostnaðarreikningi í hlutfalli við bústærðina, þó þær séu ekki keyptar fyrir bú af þessari stærð, en önnur FREYR 71

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.