Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1979, Qupperneq 26

Freyr - 01.02.1979, Qupperneq 26
Úr „geitarhúsi". Frá heimsókn á geitfjárbú þar sem framleiddur er geitaostur. Fjölskyldan gat lifað af 30 geitum. un“, er þar nú efst á baugi. Hinn gormhrokk- ni „Gotlandslokkur'1 hverfurvið sútunina, en í staðinn kemur bylgjuð áferð. Vel gæti verið, að íslenskar pelsgærur stæðu nú betur að vígi í samkeppni við Gotlandsgærur með til- komu þessarar nýju tísku. í Jönköping hitti ég skinnfatnaðarhönnuð og saumakonu, sem sagði að fyrra bragði við mig, meðan hún hélt, að ég væri norskur, að rúskinn úr íslenskum dilkagærum stæði framar öllum öðrum gærum að gæðum til fatnaðargerðar, bæði vegna þess hve mjúkt og létt það væri og bjórinn gallalaus. Enda voru flíkur úr ís- lensku skinni seldar á hærra verði en úr sænsku skinni. Markaður fyrir íslenskt hangikjöt í Svíþjóð? Ég er sannfærður um að stórauka má sölu á sauðfjárafurðum til Svíþjóðar, ef rétt er haldið á málum. Svíar, sem vanist hafa ís- lensku hangikjöti kvarta um, að sænska hangikjötið sé þurrt og safalítið, og að aldrei sjáist stór, hangin læri í verslunum þar. Ég er viss um, að hangikjöt má gera vinsælt á sænskum markaði, og vandalaust væri fyrir okkur að flytja það út árið um kring. Verð á dilkakjöti í smásölu í Svíþjóð er nú 25-30 s.kr. á kg eða 1.500-1.800 íslenskar. Gráar gærur hafa lengi verið eftirsóttar í Svíþjóð. Þessir „grámenn" hafa sjálfsagt gefið Svíum margar. 82 FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.