Freyr - 01.02.1979, Side 27
HLÖÐVER DIÐRIKSSON,
LITLU-HILDISEY:
(Ljósm. Hlöðver Diðríksson)
Aðdragandi þessara skrifa er sá að síðast-
liðið sumar fékk ég sláttuþyrlu sömu gerðar
og þá, sem hlutafélagið Hamar kynnti á
landbúnaðarsýningunni að Selfossi.
Hún vakti þar nokkra athygli sýningar-
gesta fyrir þann útbúnað, sem á henni er, en
það er svokallaður grasknosari. Slíkur bún-
aður gerir mögulegt að merja grasið jafnóð-
um og slegið er, þetta hefur þann stóra kost
að án þess að spilla uppskerunni styttist til
muna sá þurrktími sem grasið þarf. Þetta
hlýtur að teljast athyglisverður kostur á okk-
ar votviðrasama landi, þar sem ósjaldan
kemur fyrir að gras, sem slegið er þegar
glaðnar til, næst ekki þurrt í tæka tíð.
Þeir voru sjálfsagt margir, sem ekki áttu
þess kost að skoða þessa ágætu sýningu og
jafnvel þeir, sem hana sáu, höfðu í svo mörg
horn að líta, að ekki væri að undra þótt sum-
um hefði yfirsést þetta verkfæri.
Þar sem ég hef átt þess kost að kynnast
þessu tæki, tel ég rétt að koma hér nokkrum
upplýsingum á framfæri til glöggvunar þeim,
er áhuga kynnu að hafa.
Vélin, sem hérer um að ræða, erframleidd
í Vestur-Þýskalandi, en vélar frá sama fram-
leiðanda eru löngu vel þekktar undir merk-
inu HEUMA.
•
Sláttuþyrlan (RO-166K) er traustbyggð og
frágangur allur hinn vandaðasti. Hún er auð-
veld í meðförum og hirðingu og mjög svipuð
öðrum sláttuþyrlum í sama stærðarflokki
(vinnslubreidd 165 sm), að öðru leyti en því,
að hún er þyngri og aflþörfin meiri. Af þeirri
ástæðu vil ég ekki mæla með að nota hana
við minni dráttarvél en u. þ. b. 55 hestafla.
Ekki er þó útilokað að nota minni vél, það
getur hins vegar þýtt minni ökuhraða og þar
með minni afköst.
FREYR
83