Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Síða 35

Freyr - 01.02.1979, Síða 35
Biotin er öllum fuglum nauðsynleg BIOTIN, hvað er nú það?, munu einhverjir spyrja. Biotín er B-vítamín, eitt á meðal margra af sama flokki. Nærvera þess og þátttaka í efnaskiptum líkamans er höfuðnauðsyn, það er virkt í sambandi við framleiðslu allra hvata sérstaklega, en hvatarnir eru mikilvirkir þættir í innri lífshræringum lífveranna svo sem kunnugt er. Alltaf kemur eitthvað nýtt, segir fólk þegar nýjungar af einhverju tagi koma í dagsljósið. Raunar er það ekki nýtt fyrirbæri, að þetta B-vítamín sé lífverunum nauðsynlegt. Það hafði sínar verkanir löngu áður en það var uppgötvað sem sérstakt efnasamband í hópi B-vítamínanna. Umfangsmiklar tilraunir hafa á síðari árum verið gerðar til þess að komast að raun um hve mikið af þessu efni er nauðsynlegt og ómissandi í fóðri alifugla. Eins og kunnugt er eru gerðar kröfur til mikils vaxtarhraða hjá ungum, sem aldir eru til slátrunar. Þess vegna er mikilvægt, að aldrei skorti lífefni svo að heilsufar sé sem best og vaxtarhraði fuglanna nýtist eins og best verður á kosið. Hvar fæst biotín? Auðvitað getur enginn ætlast til, að hver fuglaeigandi liggi með birgðir af þessu efni og sé alltaf að dreifa því í fóður fuglanna eða blanda því í drykkjarvatnið, en biotín er leys- anlegt í vatni eins og önnur B-vítamín. Að sjálfsögðu þarf það að vera í daglegu fóðri fuglanna, en þá verður líka að sjá fyrir því, að það eyðileggist ekki við geymslu, en sú hætta er jafnan við þröskuldinn, þegar fóður FREYR geymist vikur eða mánuði, að áhrif súrefnis umhverfisins eyði lífefnum sérstaklega. Sú hefur einatt verið reyndin þegar fóður hefur verið flutt blandað til landsins og langur tími liðið frá blöndun til notkunar þess. Á síðari árum hafa blöndunarstöðvarnar þó fyrir- byggt þann annmarka að nokkru með því að nota um leið andsýring í blöndurnar (svo- kallaðan antioxydant á erlendum málum). Nú er það svo, að í ýmsu fóðri er nokkuð af biotíni, en misjafnt eftir tegundum og með- ferð fóðursins. í kornvörum er lítið af því, en verulegt magn í ýmissi próteinvöru. Hvernig verkar biotín? Eðlilegt er, að þeir spyrji, sem ekki hafa séð áhrif skorts á þessu efni, eða annmarkar hafa verið uppi, sem áttu upptök sín í skorti á efninu, en forsendan óþekkt. í Edinborg í Skotlandi er maður, sem fengist hefur mikið við rannsóknir á áhrifum biotíns. Hann hefur staðfest, að ungadauði getur orðið verulegur þegar ónóg er af þessu efni í fóðrinu. Fitulifur og nýrnakvillar fylgja gjarnan skorti á bíotíni og [ tilraunum hefur hann staðfest 15% afföll á ungum vegna kvilla af þessu tagi. Með því að bæta í fóðrið 0.09 91

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.