Freyr - 01.02.1979, Qupperneq 40
Fóðurnýting og fóðurspilling
í hænsnahúsinu
Venjulega er talað um að sauðféð „slæði“
þegar það tekur tuggu úr garða eða jötu og
ferðast um króna með tugguna svo að af
henni fellur nokkuð eða mikið í taðið. Það
fóður fylgir svo taðinu og kemur ekki til
gagns sem næring eins og til er ætlast. Álíka
gerist í hænsnahúsinu, en þó með öðrum
hætti, þar er það mjölið eða kögglarnir, sem
fuglanefin ýta til hliðar og út yfir jötu- eða
trogbarminn og þannig dreifist lítið eða
mikið eftir atvikum á gólfið eða í mykjuna.
Þetta þekkja allir og vita líka, að mismunur
á þessu fer eftir því m. a. hvaða gerðir af
trogum eru notaðar. Vírgrindur yfir trogum
áttu að hamla í þessum efnum og gera það
að nokkru, en ekki að öllu leyti.
Eftir að farið var að vöggla hænsnafóðrið,
töldu ýmsir, að þannig færi miklu minna fóð-
urtilspillisen þegarþað vargefið ájötursem
mjöl. Um þetta hafa verið mjög skiptar skoð-
anir og m. a. þess vegna verið gerðar fjöl-
margar tilraunir og kannanir til þess að fá
staðfestingu um þessi efni, en niðurstöðurn-
ar hafa einatt orðið sundurleitar. Um þetta
mál hefur miðstöð norskra eggjaframleið-
enda nýlega sett á prent greinargerð þar sem
greint er frá rýrnun fóðursins við dreifingu
þess úr jötum fuglanna. Er ekki óviðeigandi
að tjá hvað þar stendur og fer greinin hér á
eftir endursögð:
Það hefur lengi verið vitað og þekkt, að þeg-
ar fuglar fá vögglað fóður fer meira af því til
spillis en annars og svo hitt, að hænur fitna
jafnan og tilhneiging þeirra til að höggva
hver aðra vex að mun. Hitt er flestum óljóst
eða óþekkt, að þegar vögglað fóður er ein-
göngu notað eða með mjölblöndu fer miklu
meira til spillis en þegar mjölblanda ein er
notuð.
Þessi ár er verulegt magn fóðurs notað
sem vögglað fóður handa varphænum.
Sumir nota aðeins vöggla, aðrir hræra
vögglum saman við mjölið. Þeir segja að
með því að hafa svo sem 10—15% vöggla í
mjölblöndunni renni það betur úr sílói og
verði minna mjölryk.
Hins vegar er vert að veita því eftirtekt, að
fóðurnýting verður þannig verulega minnk-
uð vegna þess að talsvert meira fertil spillis
en annars. Dæmi frá venjulegum hænsna-
búum segir sína sögu um þessi efni.
Eggjaframleiðandi nokkur kvartaði yfir
mikilli fóðurnotkun, eða svo freklegri að
hænan æti að meðaltali 140—150 g á dag.
Hænurnar gengu á neti og fóðrið var mjöl-
blanda með um 15% vöggla í blöndunni.
Fóðrið kom á færibandi og með hæga-
gangi voru skálarnar jafnan fullar eða því
sem næst. Hænurnar leituðu að vögglunum
og ýttu um leið verulegu magni fóðurs út yfir
skálabarmana og það fóður fór auðvitað
beint í mykjuna.
Annar framleiðandi notaði jafnan
150—160 g fóðurs daglega handa hverri
hænu. Sá bóndi notaði vögglafóður ein-
vörðungu. Hænurnar gengu á hallandi net-
FREYR
96