Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 9

Freyr - 15.09.1979, Page 9
Fundargerð aðalfundar Stéttarsambands bænda 1979 Árið 1979 var aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn í hótelinu í Stykkishólmi og hófst laugardaginn 1. september, kl. 10. Formaður sambandsins, Gunnar Guð- bjartsson, setti fund og bauð fulltrúa, stjórnarmenn og gesti velkomna til þessa fundar. Sérstaklega bauð hann velkominn Steingrím Hermannsson, landbúnaðar- ráðherra. Formaður nefndi til fundarstjóra með samþykki fundarins Magnús Sigurðsson á Gilsbakka og Hermann Sigurjónsson í Raft- holti. Magnús tók tók þá við fundarstjórn. Að tillögu stjórnarinnar voru samþykktir fund- arritarar Guðmundur Ingi Kristjánsson og Ólafur Eggertsson. Þá voru skipaðir í kjörbréfanefnd Helgi Jónasson, Engilbert Ingvarsson og Júlíus Jónsson. Var þá gefið fundarhlé, meðan nefndin athugaði kjörbréf fuiltrúa. Að loknu fundarhléi gerði Helgi Jónasson grein fyrir störfum nefndarinnar. Sagði hann, að athugasemd hefði komið fram við kjörbréf einsfulltrúans, Eysteins Gíslasonar í Skáleyjum í Flateyjarhreppi í Austur-Barða- strandarsýslu. Athugasemdin var sú, að ekki hafi verið starfandi búnaðarfélag í Flateyjar- hreppi, þegar kosning fór fram, og Eysteinn ekki kjörgengur samkvæmt 5. gr. í sam- þykktum Stéttarsambandsins. Hins vegar kom fram, að Búnaðarsamband Vestfjarða hafði aldrei fellt Búnaðarfélag Flateyjar- hrepps niður af skrá, boðað því alla fundi og sent því öll gögn sem öðrum félögum þrátt fyrir starfsleysi um skeið. Nú hefur félagið haldið fund og endurnýjað starfsemi sína. Kjörbréfanefndin samþykkti-því að taka gilt kjörbréf Eysteins í trausti þess, að Búnaðar- félag Flateyjarhrepps héldi við eðlilegri starfsemi og gerði Búnaðarsambandi Vest- fjarða full skil sinna mála. Helgi Jónasson lagði síðan fram fulltrúa- tal, sem fundurinn samþykkti, samkvæmt því sátu fundinn þessir fulltrúar: Úr Gullbringusýslu: Sigurjón Sigurðsson, Traðarkoti. — Kjósarsýslu: Gísli Andrésson, Neðrahálsi, Jón M. Guðmundsson, Reykjum. — Borgarfjarðarsýslu: Jón Kr. Magnússon, Melaleiti, Ingimundur Ásgeirsson, Hæli. — Mýrasýslu: Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Jón Guðbjörnsson, Lindarhvoli. — Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Jón Bjarnason, Bjarnarhöfn. — Dalasýslu: Sigurður Þórólfsson, Innri- Fagradal, Sveinn Björnsson, Hvammi. — Austur- Barðastrandarsýslu: Eysteinn Gíslason, Skáleyjum, Kristinn Bergsveinsson, Gufudal. — Vestur-Barðastrandarsýslu: Össur Guðbjartsson, Láganúpi, Ragnar Guðmundsson, Brjánslæk. — Vestur-fsafjarðarsýslu: Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkju- bóli, FREYR 573 2

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.