Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 21

Freyr - 15.09.1979, Page 21
Allsherjarnefnd situr á rökstólum. í forsæti er Böövar á Búrfelli. Einar Þorsteinsson mælti fyrir tillögu alls- herjarnefndar um raforkumál: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi 1,—3. september, ítrekar fyrri kröfur sínar um, að raforkuverð í landinu sé sem jafnast og að hraðað verði uppbyggingu þriggja fasa rafmagnslína í sveitum. Þvf beinir fundurinn þeim tilmælum til iðnaðarráðherra, að hann vinni að þessum málum við Alþingi og ríkisstjórn og tryggi framgang þeirra sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða. Einar Þorsteinsson reifaði einnig þessa tillögu nefndarinnar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi 1.—3. september, ítrekar kröfur fyrri aðalfunda um lækkun aðflutningsgjalda af jeppabifreiðum og vélsleðum til landbúnaðar- starfa, niðurfellingu tolla, vörugjalds og sölu- skatts af vélum og tækjum til landbúnaðar og varahlutum til þeirra. Felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að fylgja fast eftir þessu mikla hagsmunamáli land- búnaðarins. Samþykkt samhljóða. Eysteinn Gíslason lagði fram tillögu alls- herjarnefndar um fjölbreyttari atvinnu- starfsemi í sveitum og ræddi um hugsanleg verkefni. Jón Guðmundsson, Óslandi, fagnaði til- lögunni, en vildi stytta hana verulega. Nefndin tók tillöguna til athugunar og var afgreiðslu hennar frestað. Næstu tillögu allsherjarnefndar flutti Sig- urður Sigurðsson: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 skorar á landbúnaðarráðherra að hraða svo sem frekast er kostur framkvæmd á þingsályktunartillögu frá síðasta Alþingi um könnun á þjóðhagslegu gildi landbúnaðarins og sérstaklega þætti hans í at- vinnulífi þjóðarinnar. Samþykkt samhljóða. Sigurður Sigurðsson mælti einnig fyrir tillögu allsherjarnefndar um fyrningar á skattframtali o. fl. Helgi Jónasson kvað svipaða tillögu koma frá laganefnd. Var afgreiðslu á tillögu alls- herjarnefndar frestað og nefndirnar beðnar að bræða tillögurnar saman. FREYR 585

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.