Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 34

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 34
vegna þess afurðamagns, sem þeir eiga rétt á að fá greitt áfullu verði. Þessir bændurgeta því bæði átt von á því að fá skert verð fyrir hluta af framleiðslu sinni og að verða að sæta hærra kjarnfóðurverði að hluta, kjósi þeir þá ekki að fækka nokkuð og draga úr framleiðslunni. En til þess er að sjálfsögðu leikurinn gerður, að þeir dragi frekast úr framleiðslunni, sem mest hafa framleitt. Það kemur fram af ályktun fundarins og var skýrt tekið fram í umræðum að ekki er ætl- unin að beita kjarnfóðurgjaldi eða kjarnfóð- urskömmtun nú á komandi vetri, og að fullt tillit verður að taka til hinnaralvarlegu fóður- vöntunar sem séð er fram á að verður í mörgum héröðum. Staða íslensks landbúnaðar er um margt sérstæð nú á þessum haustdögum. Undan- farna áratugi hafa bændur lyft grettistökum, við margháttaðarframkvæmdirog íslenskur landbúnaður tekið stórstígum framförum. Stöðugt færri hendur hafa fært þjóðarbúinu meiri og meiri framleiðslu, þess hafa neytendur notið að fullu. í góðæri er fram- leiðslan orðin meiri en þörf er fyrir, og er þá ekki nóg með það að þeir, sem notið hafa framfarannagleymi að þakkafyrirsig, þvertá móti, nú þykjast þeir flestir þess umkomnir að láta skammirnar dynja á bændum. Þegar svo, eftir nær áratugs baráttu bænda fyrir því að fá lögfestar heimildir og tæki til að stjórna framleiðslunni, vopnin loks eru fengin, snúa forlögin leiknum við að miklu leyti, og nú er það ekki offramleiðslan sem er það uggvænlegasta. Lang alvarleg- asta viðfangsefnið eru afleiðingar harðind- anna, fyrir þær er alls ekki séð ennþá. Augljóst virðist þó að í haust verði að fækka búfé í landinu verulega, vegna fóð- urskorts á stórum svæðum. Sú fækkun má þó ekki verða skipulagslaus. Þar verða sjón- armið samhjálpar að ráða, bæði samhjálpar innan bændastéttarinnar og þjóðfélagsins í heild. Nú vill svo til að bændur, sem eru með bú sem eru verulega stærri en meðalbú mega eiga von á því að hluti af framleiðslu þeirra á næsta ári fáist aðeins greiddur á verulega skertu verði. Það væri því rökrétt að þeir fækkuðu nokkuð bústofni sínum, þó að fóð- urskortur neyði þá ekki til þess. Þau hey, sem þeirþarmeð hefðu aflögu gætu þeirseltfullu verði til bænda sem annars yrðu að neyðast til að fækka sínum bústofni stórlega eða jafnvel hætta búskap. Af þessu gætu báðir bætt sinn hag. Benda verður á að ekki má verða mikil fækkun á mjólkurkúm á aðalframleiðslu- svæðum neyslumjólkur, þar er eðlilegt að fækka hrossum og fé, en kúm má frekar fækka á svæðum þar, sem mest af mjólkinni fer í vinnslu. Kona kjörin á aðalfund Búnaðar- sambands Suðurlands. Það fersem beturfervaxandi, að konur hér á landi sjái sér fært að taka þátt í almennum félagsstörfum í byggðum sínum. Mætti þó vera mun meira af því. Lengi og víðast hvar hafa karlar setið einir í búnaðarfélagsstjórn- um, skólanefndum, sóknarnefndum, kaup- félagsstjórnum og hreppsnefndum, en því betur hefur þessi hefð oft verið rofin nú á síðustu árum og konur hafa verið kosnar til trúnaðarstarfa í heimabyggðum sínum. Einna óalgengast mun þó, að konur hafi verið kjörnar til starfa á sviði búnaðarmála. Þó bar það við sl. vor, er Sigurhanna Gunn- arsdóttir, húsfreyja í Læk í Ölfusi var kjörin af búnaðarfélagi sveitar sinnar til þess að vera ein af fulltrúum þess á aðalfundi Búnaðar- sambands Suðurlands á Hvoli. Sigurhanna húsfreyja er einnig formaður Sambands sunnlenskra kvenna. 598 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.