Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 38

Freyr - 15.09.1979, Page 38
Málin rædd viö háborðið. kallaðra offramleiðsluvandamála land- búnaðarins. Það er ófært, að einhverjir embættismenn geti stórskaðað bændur og spillt þróunarmöguleikum landbún- aðarins með handahófskenndum ákvörðunum um niðurgreiðslu búvara. 15. Tillagan um jöfnun flutningskostnaðar var tekin til umræðu, og fól stjórnin Árna Jónassyni að kanna málið, og mun hann gera grein fyrir niðurstöðum könnunar- innar á fundinum. 16. Tillagan um tolla- og söluskattsgreiðslur af búvélum og jeppum var send bæði fjármálaráðherra og landbúnaðar- ráðherra. Hið sama var gert með tillögu um niðurfellingu söluskatts af maura- sýru. Ekki hafa fengist fram breytingar á þessu enn. 17. Tillagan um útrýmingu fjárkláða var send yfirdýraiækni. 18. Tillaga um ódýra raforku til fóðuriðnað- ar og súgþurrkunar var send landbún- aðarráðherra, fjármálaráðherra og iðn- aðarráðherra. Sérstakt átak hefur verið gert til að fá hagkvæmara verð á orku til súgþurrkun- ar, m. a. aukið magn orku á marktaxta yfir sumartímann. 19. Tillaga um auknar hagfræðileiðbeining- ar var send stjórn Búnaðarfélags íslands til úrlausnar. 20. Tillagan um niðurfellingu söluskatts af búvörum var send forsætisráðherra. Söluskattur af öllum matvælum var felldur niður 8. september 1978. Komið hafa skýrt í Ijós mikil áhrif þeirrar ákvörðunar í aukinni kjötsölu eins og síðar verður vikið að. 21. Tillaga um búnaðarmenntun var send fetjórn Búnaðar- og garðyrkjukennara- félagsins og er til áframhaldandi um- 602 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.